Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1995, Page 47

Freyr - 01.02.1995, Page 47
Orðsending til bænda frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur ákveðið að gefa bændum kost á því að breyta lausaskuldum sem orðið hafa til vegna búrekstrar í föst lán. Lánin verða verðtryggð með 15 ára lánstíma og 5,8% vöxtum. Það er skilyrði fyrir því að skuldbreyting geti farið fram að viðkomandi lánadrottnar taki a.m.k. 80% skuldar í innlausnar- bréfum til 15 ára, verðtryggð með 5% vöxtum. Þá þurfa að vera fyrir hendi rekstrarlegar forsendur og fullnægjandi veð til þess að af skuldbreytingu geti orðið. Þeir sem hyggjast sækja um skuldbreytingalán sendi umsókn til Stofnlánadeildar landbúnaðarins, Laugavegi 120, 105 Reykjavík, sem fyrst og eigi síðar en 31. mars nk. Með umsókn skal fylgja: 1. Veðbókarvottorð fyrir viðkomandi jörð. 2. Afrit af staðfestu skattframtali fyrir rekstrarárið 1994 eða rekstrar- og efnahagsreikning. 3. Umsækjandi leggi fram 5 ára búrekstraráætlun. Umsóknareyðublöð fást hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins og útibúum Búnaðarbanka íslands úti á landi og búnaðar- samböndum. Nánari upplýsingar veittar hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins í síma 91-25444. 1.’95 - FREYR 87

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.