Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 10
yrði farið eftir stafrófsröð. Ás-
grímur byijaði og svo koll af kolli.
Eftir að við tókum upp þennan hátt
var Árný blessunin ætíð fús til að
lengja æfingatímann um allt að
einni klukkustund.
En hver var svo Unnsteinn Olafs-
son, maðurinn, sem Ásgrímur vinur
minn talaði við og við höfðum nú
ráðist í vist hjá til rúmlega tveggja
ára? Hann var Húnvetningur, fædd-
ur að Stóru-Ásgeirsá í Víðidal 11.
febrúar 1913. Foreldrar hans voru
Olafur bóndi á Stóru-Ásgeirsá,
Jónsson, bónda á Söndum í Mið-
firði, Skúlasonar og kona hans,
Margrét Jónsdóttir, bónda á Úti-
bleiksstöðum, Jóhannessonar.
Unnsteinn lagði ungur út á
menntabrautina. Hann stundaði nám
við Alþýðuskólann á Hvítárbakka
veturinn 1928-1929. Þaðan lá leiðin
til Hvanneyrar, þar sem hann nam
við Bændaskólann vetuma 1930-
1931 og 1932-1933. En ekki var þar
látið staðar numið, heldur siglt til
Kaupmannahafnar á haustdögum
1933 og nám hafið þar við Landbún-
aðarháskólann. Um áramótin skipti
hann um námsbraut og hvarf að
garðyrkjunámi við garðyrkjuskólann
á Vilvorde í Danmörku þar sem hann
stundaði nám til vors 1935. Síðan út-
skrifaðist hann úr garðyrkjudeild
danska landbúnaðarháskólans vorið
1938 með framúrskarandi góðri
einkunn, fyrstur Islendinga, sem lauk
slíku námi. Á námsámm sínum í
Danmörku kynntist Unnsteinn Elnu
Christiansen og gengu þau í hjóna-
band í september 1937.
Jónas Jónsson var í sífelldri leit
að ungum og efnilegum mönnum
sem hann síðan leitaðist við að efla
til áhrifa. Nú vildi svo til að fundum
þeirra Jónasar og Unnsteins hafði
borið saman úti í Danmörku, og
Jónas færir það þá í tal við Unnstein
að sækja um skólastjórn við hinn
væntanlega garðyrkjuskóla. „En ég
gat ekkert boðið og engu lofað“,
sagði Jónas síðar.
Að námi loknu átti þessi ungi og
efnilegi garðyrkjukandidat ýmissa
kosta völ ytra. Og óefað hefur hann
velt því fyrir sér, hvaða framtíð biði
ungs manns með slíkt nám að baki ef
hann hyrfi til heimalandsins. Voru
skilyrði til þess, að hann gæti notið
hér menntunar sinnar og manndóms?
Sjálfsagt hefur hinn ungi garðyrkju-
kandidat svarað þessum spurningum
játandi, því hann kom heim og þótti
þá sjálfsagt að hann tæki að sér stjóm
hins væntanlega garðyrkjuskóla, svo
sem Jónas Jónsson hafði vænst.
Það var svo í ársbyrjun 1939 sem
þau hjón fluttu í Reyki og höfðu, frá
þeirri stundu, tekið þennan stað upp á
arma sína. Tveir kennarar höfðu þá
verið ráðnir að skólanum: land-
búnaðarkandidatamir Sigurður Ingi
Sigurðsson og Stefán Þorsteinsson.
Síðan komu til starfa garðyrkjuræð-
ingamir Sigurður Sveinsson og Ole
Pedersen.
En hvernig var nú umhorfs í
þessu riki, sem hin ungi skólastjóri
var að taka við? I stuttu máli sagt
var þar fátt eitt fyrir hendi sem
gerði það unnt að reka þar um sinn
garðyrkjumenntastofnun, sem risið
gæti undir nafni. Aðeins eitt hús var
þarna íbúðarhæft og þó ekki stórt.
Það var íbúðarhús fyrrverandi bú-
stjóra við berklahælið, Guðjóns
Sigurðssonar, sem nú var búinn að
stofna nýbýli inni í Gufudal, hér
skammt innan við Reyki. Þetta hús
var síðan um langt árabil bústaður
skólastjórans og fjölskyldu hans,
auk þess sem það hýsti starfsmenn
búsins. Skólanum var hins vegar
ætlað að hafast við í húsakynnim
berklahælisins, en á því stóðu yfir
umfangsmiklar lagfæringar allt
fram að vígsludegi skólans.
Annað hús var þama á bak við
berklahælishúsið og lá samhliða
því. Gekk það undir nafninu Harm-
onika, hvemig sem á þeirri nafngift
hefur nú staðið. Það var m.a. ætlað
kennurum. Einnig það þyrfti vem-
lega lagfæringa við. Enn var þarna
þriðja húsið, allnokkru utar og ofar
en hin, Barcelona að nafni. Þar var
m.a. aðstaða til þvotta.
Gróðurhúsin minnir mig að hafi
verið fimm, öll meira og minna las-
burða og ekki til frambúðar. Nokkrir
vermireitir vom þama við gróður-
húsin. Timburkarmamir utan um þá
vom fúnir orðnir, margir hverjir, og
drjúgur hluti af vermireitaglugg-
unum rúðulausir. Berklahælið hafði
rekið kúabú og því vom þama ljós
og hlaða, tvímælalaust stöndugustu
byggingamar á staðnum. Var þessum
búskap haldið áfram enn um sinn.
Úr öllu þessu bortasilfri var Unn-
steini og samstarfsmönnum hans ætl-
að að skapa skóla, sem menntað gæti
garðyrkjumenn framtíðarinnar. Við
þetta bættist svo það, þegar kom að
bóklega náminu, að kennslubækur í
garð- og gróðurhúsaræktun vom
því nær engar til á íslensku. Varð
því bóklega kennslan að fara fram í
fyrirlestrum að vemlegu leyti.
En þótt allt væri þannig á fótinn,
var hvergi hvikað frá settu marki.
Skólinn skyldi settur þann 20. apríl
1939, á sumardaginn fyrsta. Kannski
var sú dagsetning með vissum hætti
táknræn. Um þessa merku tímamóta-
athöfn segir svo í dagbók minni:
m
Unnsteinn skólastjóri og nemendur hans í útikennslustund.
98 FREYR - 3. '95