Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1998, Page 4

Freyr - 01.10.1998, Page 4
Forystugrein Vaxtarsproti í samvinnurekstri, - leið út úr stödnun? Undanfarin ár hefur samvinnuhugsjónin átt undir högg að sækja, bæði hér á landi og víða erlendis. Sálræn áhrif af gjald- þroti félagshyggju í Austur-Evrópu og hruni Sovétríkjanna hvíla eins og mara yfir heims- byggðinni og breyting á framkvæmd samvinnu- rekstrar úr hugsjónarstarfi yfir í stirt kerfi og fjarlægt einstaklingnum, hér á landi og í nálæg- um löndum, hefur einnig skapað tómleika og áhugaleysi í hugum fólks. Þetta breytir þó ekki því að við þær aðstæður, þegar margir smáir framleiðendur selja vörur sínar á sama markaði, einkum þar sem kaupendur eru fáir og stórir, er það þeim lífsnauðsyn að standa saman. Reyndar má stundum heyra menn lýsa stuðningi sínum við frjálsa samkeppni nema í þeim rekstri sem þeir sjálfir stunda og höfða þá kannski til sam- stöðu þjóðarinnar og sjálfstæðis. I Minnesota í Bandaríkjunum var snemma á 8. áratugnum fitjað upp á nýjung í samvinnurekstri. Það sem hleypti þeirri tilraun af stað var að bændur í héraði með mikla sykurrófnaræktun fengu skilaboð frá einkarekinni sykurrófnaverk- smiðju, sem þeir skiptu við, að verksmiðjan tæki ekki lengur á móti sykurrófum frá þeim. Bænd- urnir spurðu þá sig sjálfa hvers vegna sykurrófur ættu að skila virðisauka í einkafyrirtæki, þegar þeir allt eins gætu eignast þennan virðisauka sjálfir? I stað þess því að fara yfir í aðra ræktun, lögðu bændurnir sjálfir til fé og byggðu sína eig- in verksmiðju, - undir kjörorðinu „virðisauki“. Þetta framtak tókst vel og varð öðrum til hvatningar. Meðal annars komust maísræktar- bændur að því að þeir gætu sótt virðisauka í það að fóðra svín með maísnum. Þannig stofnuðu 130 maísræktendur svínabú með 10 þúsund gylt- um. Hagnaðinum af svínabúinu var úthlutað í hlutfalli við magn maíss sem hver bóndi afhenti búinu, sem aftur er háð hlutdeild bóndans í því. Einnig stofnuðu 380 maísbændur eggjabú með þrjár milljónir varphæna. Ahugi á þessum samvinnurekstri er einkum í Miðvesturríkjunum og þá aðallega í Minnisóta, en þar er fylgi við samvinnuhugsjónina talið hvað mest í Bandaríkjunum. Kjaminn í þessu rekstrarfyrirkomulagi er sá að hver þátttakandi kaupir sig inn í fyrirtækið og á jafn mikið í því og fjölda hlutdeildarbréfa nem- ur. Hlutdeildarbréf eru seljanleg og nýir félags- menn komast inn í fyrirtækið með því að kaupa þau en geta ekki gengið beint inn í það. Þar með er fjöldi þátttakenda takmarkaður og jafnframt eftirsóknarverður ef fyrirtækið gengur vel. Ein- ungis starfandi bændur geta orðið þátttakendur. Afhendingarréttur á t.d. sojabaunum er bund- inn fjölda hlutdeildarbréfa, sem gegna þannig jafnframt hlutverki kvóta. Á aðalfundum gildir reglan „einn maður - eitt atkvæði“ án tillits til umfangs viðskipta við fyrirtækið. Það er einkum nálægð eigendanna við fyrirtækið sem gefur þeim tilfinningu fyrir að þátttaka þeirra skipti máli. Hin félagslega þátttaka er þama vissulega mikilvæg, en einkahagsmunir hvers þátttakanda eru jafnframt áberandi. Þetta rekstrarform hæfir þannig best litlum fyrirtækjum sem gefa kost á þessari nálægð. Er hér á ferð hugmynd sem getur orðið sam- vinnuhugsjóninni að gagni hér á landi? M.E. 4 - Freyr 1 2/98

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.