Freyr - 01.10.1998, Page 6
Fjölskyldan í Æfley, frá vinstrí: Katrín, Alexíus, Magnús Helgi, Jónas Kristján
ogJónas. (Freysmynd).
Hvernig búi taka foreldrar
þínir við hér?
Hér var fjárbú með um 210 kindum
á fóðrum og þetta 13-14 mjólkurkýr
og mjólkursala sem var stunduð
lengi eftir það.
Túnhérum 1961 voru 10-11 hekt-
arar en auk þess var slegið hér úti um
alla eyju með orfi og ljá, hólar og
mýrar, reitt heim í kerrurn og þurrk-
að heima á hólunum kringum bæinn.
Hvað átt þú af systkinum?
Við erum fimm bræður og ein systir.
Ég er elstur, fæddur 1947 eins og
áður segir, og systir mín er yngst,
fædd 1962, árið eftir að við flytjum
hingað.
Gengur þú svo inn í búskap-
inn þegar þú hafðir aldur til?
Já, það er kannski erfitt að segja til
um hvenær ég hóf formlega búskap,
því að ég leið svona hægt og sígandi
inn í þetta. Ég fjölgaði svolítið fé
þegar ég var orðinn 16 ára og um
tvítugt fór ég að taka þátt í véla-
kaupum. Síðan árið 1974 byggi ég
fjárhús og hlöðu hérna fyrir liðlega
300 fjár. Ég hef gjarnan miðað við
það ártal um upphaf búskapar míns.
Hér er ekki Iengur kúabú-
skapur?
Nei, ekki nema til heimilisnota. Það
var hætt að selja mjólk héðan fyrir
um 10 árum eða þegar farið var að
skerða framleiðsluréttinn að ráði.
Auk þess var ég farinn að linast
sjálfur til heilsunnar, og jafnframt
var erfitt að koma mjólkinni frá sér.
Þá ákvað ég að skipta fullvirðisrétt-
inum í mjólk yfir í sauðfé. Svo þeg-
ar ákveðið var greiðslumark í sauðfé
í stað fullvirðisréttar þá glataði ég
150 ærgildum af um 450. Þeir fóru
verst út úr þessu sem fóru að tilmæl-
um bændaforustunnar og drógu úr
framleiðslu árin á undan en framúr-
stefnukóngamir voru verðlaunaðir
sérstaklega með því að fá úthlutað
fullum kvóta.
Núna eru hér aðeins nokkrar
kindur eftir, ég seldi allt greiðslu-
markið í sauðfé árið 1991 og fram-
leiði nú bara fyrir sjálfan mig. Um
sama leyti, eða árið 1990, breyttist
búsetumunstrið hjá okkur þannig að
við fórum að hafa vetursetu í
Reykjavík, en þá byrjaði næstelsti
strákurinn í skóla.
Fórstu þá að vinna við dún-
hreinsun á veturna?
Ég hef unnið við dúnhreinsun fyrir
okkur allt frá árinu 1962 að við
fengum vélar til þess. Ég fór hins
vegar fyrir sex árum að vinna að
dúnhreinsun fyrir aðra í einhverjum
mæli og núna er aðalstarf mitt dún-
hreinsun, bæði syðra og hér, en ég
flyt úthaldið með mér á milli bæði
vor og haust.
Búskapurinn hér byggist nú orð-
ið að langstærstum hluta á æðar-
varpi. Hér eru um 4.000 hreiður.
Önnur hlunnindi?
Hér er smávegis lundaveiði og svo
höfum við okkur til gamans lengi
alið upp gæsarunga. Gæsaeldið fer
þannig fram að ég safna eggjum á
vorin, og læt æðarkollurnar unga
þeim út. Gæsaungarnir eru svo tekn-
ir úr hreiðrunum daggamlir og safn-
að saman hér í hlöðu og fóðraðir
þar, en þegar þeir komast á legg þá
fara þeir að bíta gras sjálfir.
Hér eru gerðar veðurathug-
anir allt árið, þannig að hér
er aldrei mannlaust.
Já, eftir að við fórum að hafa vetur-
setur syðra þá höfum við alltaf ráðið
fólk til að vera hér á veturna. Það er
þá fyrst og fremst til að sinna veður-
athugunum og vitanum og svo fara
hér einnig fram norðurljósaathugan-
6 - Freyr 1 2/98