Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1998, Side 15

Freyr - 01.10.1998, Side 15
Samverustund með uppalandanum. lögun ef honum er snúið við (), 50 cm há í miðjunni og 50 cm breið þvert á báru og opin í tvær áttir, en mynda þó þak yfir hreiðrið. Steinn eða hnaus var settur við annað opið til að draga úr vindstreymi í gegnum skýlið. Bíldekk. Notuð voru venjuleg 14-15 tommu fólksbíladekk og kantamir að innan heftir saman til þess að ungar lokuðust ekki irtni í dekkinu. Tréskýli. Tréveggur úr mótatimbri, 70-100 cm langur og 40 cm hár, var reistur upp á rönd og hælaður niður. Þannig myndaðist stuttur skjólveggur, en hnausar og stein- ar voru settir upp til hliðar við hreiðurskálina þvert á vegginn. Grjótskýli. Allstórir steinar sem mynduðu boga/hálfmána í kring um hreiðurskálina. Öll skýlin voru sett þannig upp að úr hreiðrinu sást til sjávar, en þó þannig að skjól væri gegn megin vindátt. Niðurstöður í 3. töflu er sýnt hvemig viðtökur skýlin fengu. Besta nýting skýlanna var á fyrsta ári, lakari á því næsta en hún virtist ná sér á strik á þriðja og fjórða ári, en þó ekki meira en var á því fyrsta. Ekki fannst skýring á því hvað olli þessum mun á milli ára. Hugsanlega var ófriður á svæðinu annað árið og að þess vegna hafi færri fuglar kom- ið í varp, en þar sem ekki var um sólarhringsvöktun að ræða er ekkert hægt að fullyrða um slfkt. Eftir að athugunum þessum lauk kom mink- ur á svæðið og spillti varpi þar í heild. Þótt ekki hafi orðið vart við mink á meðan athugunin stóð, er ekki hægt að útiloka slíkt. Grjótskýlin voru vinsælust, þá tréskýlin, síðan bfldekkin en minnst sótt í járnhúsin. Þetta fellur nokkuð vel að því sem undirritaður hefur séð og heyrt um á öðmm stöðum þar sem skýli hafa verið reynd, en er þó alls ekki algilt. Engin kolla yfirgaf skýli á varp- tímanum. Ekkert hreiður var rænt og ungar komust úr öllum eggjum og á sjó, óháð gerð skýla. Þetta gilti um öll árin. Þó að hér hafi verið um mjög fá hreiður að ræða og því hæp- ið að draga ályktanir af þessum nið- urstöðum, em þær þó e.t.v. vísbend- ing um að varpárangur í skýlum sé betri heldur en utan þeirra, sbr. nið- urstöðumar hér að framan. III. Æðarungauppeldi í júní 1993 var farið af stað með uppeldi æðarunga heima á Bessa- stöðum. Upphaflegur tilgangur var að kanna endurheimtur þeirra í varp og fylgjast með afdrifum þeirra í samanburði við villta unga. Við framkvæmdina (fóðrun og umhirðu) var farið eftir reynslu þeirri sem fengist hafði áður á Vatnsenda á Melrakkasléttu og víðar (sbr. Frey, nr. 11, 1990, 459-464). Sami maður annaðist ungana allan tímann og var lögð áhersla á að ung- arnir lærðu að þekkja hann og treysta honum og tókst það vel. Ungamir vom hafðir í sérútbúnu skýli inni í gömlum bragga. Skýlið var klætt að innan með plastdúk, timburgrind var höfð í gólfi og hita- pera var í einu horni skýlisins. Fyrir utan var grasivaxið hólf sem ung- amir höfðu aðgang að og þar kom- ust þeir í vatn. I upphafi fengu ung- arnir byrjunarfóður lífkjúklinga en síðari hluta fóðmnartímans fengu þeir eldisfóður holdakjúklinga. I fóðrið var bætt 2% af B-vítamíngeri og jafnframt fengu ungamir dálítið af alhliða vítamínblöndu með fóður- gjöfmni. Dagana 9.-12. júní voru 80 æðar- ungar teknir, nýskriðnir úr eggi, vítt um varplandið. Þeir þrifust vel, en við baðferðir á þriðja degi drápust 5 ungar, liklega úr kulda. Dagana 14.- 16. júní fór að bera á ungadauða. Dauðir ungar voru strax sendir til rannsóknar að Keldum. Við krufn- ingu kom í ljós að bakteríusýking hafði valdið dauða þeirra og var tal- ið líklegt að þeir hefðu sýkst af drykkjarvatni. Æðamngunum var strax gefið súlfalyf og lifðu allir eftir það, en alls höfðu 40 ungar drepist áður en tókst að greina dánarorsök- ina. I júnflok vom 15 æðarungar til viðbótar teknir úr hreiðri og lifðu þeir allir. Ef frá er talin sýkingin og ungadauðinn í upphafi, þá gengu allir þættir ungauppeldisins vel. Hinn 4. júlí fóru ungamir í fyrstu göngu- og kynnisferðina út fyrir Freyr 12/98 - 15

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.