Freyr - 01.10.1998, Qupperneq 16
Hreiðurskýli af mismunandi gerðum á Bessastöðum.
girðingu, í fylgd uppalandans, og
daglega eftir það til að kynnast ná-
grenninu og til þjálfunar og gekk
það allt vel og áfallalaust.
Fyrsta sjóferðin var farin 12. júlí.
Þá voru ungamir látnir elta uppal-
andann til sjávar, sem var um 500 m
vegalengd. Þar hófu þeir sund og
köfun eftir æti af mikilli áfergju og
tóku vel við sér þegar steinum var
lyft upp til að róta upp marfló og
öðru æti. Fljótlega eftir að ungarnir
komu á sjóinn komu geldkollur í
flæðarmálið til þeirra og reyndu að
lokka þá með sér í burtu. Ungamir
fóru með kollunum alllangt í burtu,
en eftir mikla togstreitu á milli koll-
anna og uppalandans hafði hann að
lokum betur og ungamir fylgdu
honum heim, af fúsum og frjálsum
vilja, eftir 2ja klst. sjóferð. Eftir
þetta var farið með ungana daglega
að sjó til 23. júlí. Þá hættu sumir
alveg að koma til baka. Hinir sem
enn komu heim gátu gengið í mat á
venjubundnum stað. Það voru yngri
ungarnir sem lengur komu heim og
héldu því áfram allt fram í ágúst og
vom þeir mjög mannelskir. Nokkrir
þeirra voru að koma heim á hlað allt
fram í september og þáðu matarbita
sem heimafólk bauð þeim.
Greinilega kom í ljós, að við upp-
eldi æðarunganna er heppilegast að
þeir séu allir á sama aldri.
Starfsmenn Náttúmfræðistofn-
unar sáu um að merkja æðamngana
áður en þeim var sleppt. Alls voru
44 eldisungar merktir á Bessastöð-
um sumarið 1993. Vorið 1998 höfðu
eftirfarandi endurheimtur borist. Ein
kolla úr hópnum sást tvisvar á
hreiðri, þ.e. 12. júní 1996 og aftur 6.
júní 1997. Önnur var á hreiðri 6.
júní 1997. Sú þriðja var á hreiðri 5.
júní 1997, allar í Bessastaðavarpinu.
Fjórði eldisfuglinn fannst dauður
(beinagrind) í Gálgahrauni 11. októ-
ber 1993 (María Harðardóttir, 1998).
Árið eftir (1994) hafði dregið
mjög úr fjárveitingu til þessara rann-
sókna og var því ekki hægt að halda
áfram með æðamngauppeldið.
Lokaorð
Þótt ýmislegt fróðlegt hafi komið í
ljós í tilraunum þeim sem hér hefur
verið greint frá, er augljóst að til-
raunirnar hefðu þurft að standa í
nokkur ár til viðbótar, en það reynd-
ist ekki unnt af ástæðum sem þegar
hefur verið greint frá. Þá hefði verið
æskilegt að hafa fleiri hreiður bæði í
dúntilraun og fleiri hús. Einnig hefði
verið æskilegt að kanna hvort kollur
drápust í hlutfallslega sama mæli
eftir dúntínsluaðferð, hvort raun-
hæfur munur er á milli varpárangurs
í skýlum og utan þeirra og hvort
sama hlutfall ungra fugla kemur í
varp síðar. Þá væri áhugavert að
meta betur raunverulegan árangur af
ungauppeldi, þ.e. hvort fuglamir
skili sér betur í varp en alvilltir fugl-
ar. Varðandi þessi atriði og mörg
fleiri tengd rannsóknum á æðarfugli
og dúntekju er augljóst að mikið
verk er enn óunnið.
Fróðlegt verður hins vegar að
fylgjast með niðurstöðum Náttúm-
fræðistofnunar Islands á þeim yfir-
gripsmiklu merkingum á æðarfugli
sem framkvæmdar vom á þessum
ámm.
Að lokum skal þakka forseta-
embættinu, einkum þó frú Vigdísi
Finnbogadóttur, fyrir þann velvilja
að leyfa það að rannsóknimar færu
fram í æðarvarpinu á Bessastöðum
og fyrir þann áhuga sem hún sýndi
þessu verkefni.
Umsjónarmaður æðarvarpsins á
Bessastöðum á þessum árum var
Daníel Hansen, kennari. Hann hafði
jafnframt daglega umsjón með rann-
sóknunum, auk þeirrar vinnu sem
kom í hans hlut við framkvæmd
þeirra. Honum er hér með þökkuð
vel unnin störf. Ævar Petersen las
handrit að greininni og benti á ýmis-
legt sem betur mátti fara og eru hon-
um færðar þakkir fyrir það.
Fjárveitingavaldinu er hér með
þakkað fyrir veittan stuðning og sér-
fræðingum Náttúmfræðistofnunar
Islands fyrir samstarfíð.
Heimildir
Ámi Snæbjömsson, 1990. Um uppeldi æð-
arunga. Freyr nr. 11, 459-464.
María Harðardóttir, Jón Guðmundsson og
Ævar Petersen, 1997, Þyngdartap æðar-
kolla, Somateria mallissima, á álegu-
tíma. Bliki nr. 18, 59-64.
María Harðardóttir, 1998. Upplýsingar úr
gögnum frá Náttúrufræðistofnun ís-
lands.
16- Freyr 12/98