Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1998, Síða 21

Freyr - 01.10.1998, Síða 21
Lífrœnni AB-mjólk pakkað í Mjólkurbúi Flóamanna. Henni er einungis pakkað í hálfslítra umbúðir. Það má velta fyrir sér hvaða áhrif auknar gæðakröfur á hendur fram- leiðendum með lífræna framleiðslu hefðu í för með sér. Það er borð- leggjandi að fjárhagsleg áhætta við að skipta yfir í lífræna framleiðslu mundi aukast, þar sem hætta væri á að einhver hluti aukagreiðslnanna mundi tapast í verðfellingar. þetta hefði væntanlega í för með sér minni áhuga hjá bændum á að skipta yfir í lífræna framleiðslu. Markaðs- legur ávinningur aukinna gæða- krafna yrði aftur á móti mjög tak- markaður. Stada lífrænnar mjólk- urframleiðslu í dag Mikil óvissa ríkir um stærð markað- arins fyrir lífrænar mjólkurafurðir í dag. Lífræna ab-mjólkin er u.þ.b. 2% af heildar ab-mjólkurframleiðsl- unni í dag og selst öll. Enginn veit hvort markaðurinn sé u.þ.b. mettur eða hvort mikil vöntun sé á vörunni. Enginn getur heldur sagt til um stærð markaðarins fyrir aðrar líf- rænar mjólkurafurðir, svo sem drykkjarmjólk og skyr svo að eitt- hvað sé nefnt. Það er alla vega ljóst að mikil vöntun er á lífrænu hráefni fyrir mjólkuriðnaðinn sem stendur og ef ekki verður bragarbót þar á á allra næstu árum þá mun þessi þróun staðna og markaðurinn deyja. Þegar maður skoðar stöðu líf- ræns landbúnaðar á Islandi í dag samanborið við nágrannalöndin þá leikur enginn vafi á því að við erum mun skemur á veg komin en þau og að þróunin er enn mun hægari hér. Skýringin á þessu er að mínum dómi sú að vissir drifkraftar sem hafa ver- ið í fararbroddi erlendis eru það ekki hér. Þar má fyrst nefna stjómvöld. Mjög lítið hefur verið gert til þess að ýta undir aukna lífræna framleiðslu hérlendis. I flestum, ef ekki öllum öðrum löndum Vestur-Evrópu njóta bændur aðlögunarstyrkja í þau tvö ár sem aðlögunin frá hefðbundinni framleiðslu yfir í lífræna tekur. Þessara styrkja nýtur ekki við hér og gerir það íslenskum bændum nánast ókleift að aðlaga sig lífrænum bú- skaparháttum. Einnig má benda á þátt bænda- samtakanna. Stefna þeirra í þessum málum finnst mér vera mjög óljós og stuðningur þeirra við frumkvöðl- ana í lífrænni framleiðslu hérlendis hefur verið mjög takmarkaður. Víða erlendis, t.d. í Danmörku, hafa stórir aðilar í smásöluverslun haft forgöngu í þessum málum. þeir hafa lagt metnað sinn í að bjóða upp á sem mest úrval lífrænna vara, þeir hafa gert því hátt undir höfði í versl- unum sínum og lækkað verðið með hlutfallslega lægri álagningu. Enn sem komið er höfum við ekki séð þessa þróun hér á landi. Það er nokkuð ljóst að tiltrú ís- lenskra neytenda til hefðbundinna landbúnaðarafurða er mikið meiri heldur en í flestum öðrum löndum. Þar af leiðandi er þrýstingur um aukið framboð lífrænna afurða frá neytenda mun minni en annars stað- ar. Hvað er framundan ? Því miður getur maður ekki leyft sér að vera mjög bjartsýnn þegar horft er til framtíðar lífrænnar mjólkur- framleiðslu og vinnslu eins og stað- an lítur út í dag. Ljóst er að marg- falda þarf framleiðsluna á lífrænni mjólk til þess að fullnægja lág- markskröfum neytenda um lífrænar mjólkurvörur. Ekkert bendir til þess að þessi aukning verði á allra næstu árum. Eins og fram hefur komið er að- lögunarferlið langt og allar breyt- ingar taka þess vegna langan tíma. Hætt er við að neytendur sætti sig ekki við að aðeins séu á boðstólum örfáar tegundir lífrænna mjólkur- vara og þrýsti á um innflutning á slíkri vöru. Það er ekki ólíklegt að neytendur séu heldur tryggari gagn- vart innfluttum lífrænum vörum en hefðbundnum, þar sem lífræn vara hefur ákveðna hreinleikaímynd. Mín niðurstaða er því sú að óski menn þess að koma hér á fót kröft- ugri framleiðslu á lífrænum mjólk- urafurðum þá þurft að bregðast fljótt við áður en tækifærið er runnið okk- ur úr greipum. Mikilvægasta að- gerðin þar að lútandi væri tvímæla- laust að koma á aðlögunarstyrkjum eins og áður hefur verið nefnt. Erindi þetta hefur áður birst í timaritinu Mjólkurmál, 1. tbl. 1998 Freyr 12/98 - 21

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.