Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1998, Qupperneq 28

Freyr - 01.10.1998, Qupperneq 28
Mitt í allri alþjóðavœðingunni leita menn eftir því sem er sérstakt heima fyrir á hverjum stað, hverju héraði og hverju landi sem mótvœgi gegn hinu alþjóðlega. Myndin er af bái barna í Skálanesi í Austur-Barðastrandarsýslu árið 1984. (Freysmynd - J.J.D.). ekki síst hinir ungu, slá skjaldborg um samfélag sem þetta. Hið nýja þjóðfélag kallar á nýtt verðmætamat. A tímum iðnaðarþjóðfélagsins varð þjóðríkið til. Nú á tímum opn- ast og hverfa sífellt fleiri landamæri. Æ fleira gerist á yfirþjóðlegu stigi; mörg fyrirtæki eru alþjóðleg, um- hverfismál eru alþjóðleg, unga kyn- slóðin sækir nám víða um lönd, menningin er alþjóðleg. En mitt í allri alþjóðavæðingunni leita menn eftir því sem er sérstakt heima fyrir á hverjum stað, hverju héraði og landi, sem mótvægi gegn hinu alþjóðlega. Heimaslóðir eru enn „heima”. Sigrar iðnaðarþjóðfélagsins hvfldu og hvíla á notkun á óendur- nýjanlegum auðlindum; málmum, kolum og olíu. A aðeins einum ára- tugi hafa viðhorf gjörbreyst til þess hvemig okkur beri að umgangast náttúruauðlindir. Tölvutæknin og nettengingarnar hafa breytt viðhorfum til fjarlægða. í stað þess að sækja vinnu lengri eða skemmri leið getur vinnan komið til okkar. I stað funda koma vídeófund- ir. Slíkir fundir geta orðið daglegt brauð innan tíðar og dregið úr mikil- vægi „venjulegra” funda. I iðnaðarþjóðfélaginu höfðu stór- ar borgir forskot. þar var fólkið, vinnan og hugmyndimar. Framtíðin var í stórborgunum. Nú og í framtíðinni verður unnt að vera í sambandi við heiminn úr þorpi jafnt og stórborg. Menn vinna heima og lítil, skynsamlega rekin fyrirtæki, þjóna heimamarkaðnum. I iðnaðarþjóðfélaginu var maður- inn í hlutverki vélar, rétt eins og bfll. Nú er þetta viðhorf að víkja fyrir líffræðilegra og umhverfisvænna viðhorfi, ekki aðeins á náttúrunni, heldur einnig á manninum og fyrir- tækinu. Maðurinn er lifandi vera - allt sem við gerum hefur áhrif á allt annað. Líkami okkar, (það sem við neytum og hvernig við beitum hon- um) hefur áhrif á hugsanagang okk- ar og öfugt - allt er þetta í samhengi. Hið sama á við um fyrirtæki, verk- smiðjur og samtök. Jörðina sem heild má jafnvel skilgreina sem lif- andi veru. Miðstöð viðskipta í heiminum hefur á síðustu öld verið að flytja sig um set, frá Englandi um Mið-Evr- ópu til Bandaríkin og Japan. Nú bendir margt til að í náinni framtíð verði sá hluti Suðaustur-Asíu sem lýtur Kínverjum hið efnahagslega stórveldi. I Suðaustur-Asíu, sem spannar m.a. Kína, Indland og Jap- an, búa tveir þriðju hlutar jarðarbúa. þar er nú lögð mikil áhersla á að efla tækni og náttúruvísindi. Iðnaðarþjóðfélagið var skipulagt fyrir afkastamikla staðlaða fjölda- framleiðslu. Verksmiðjumar urðu einnig fyrirmynd í landbúnaði, skógrækt, fiskveiðum og í menntun. Hið nýja þjóðfélag, sem við eigum í vændum, gerir okkur kleift „að sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast”, skipuleggja framleiðslu í smáum stfl og bindast saman í net- tengingum. Lítil og stór fyrirtæki, þeir sem eru að afla þekkingar og fjöldahreyfingar tengjast saman á nettengdum tölvum. I iðnaðarþjóðfélaginu var ráðn- ingarsamningur aðgangsmiði að þjóðfélaginu. Hvað við vomm tengd- ist starfssviði okkar - starfsheiti var mikilvægt í símaskránni, sem og hver var vinnuveitandi okkar. Lífs- tíðarráðning með gullúr að launum var takmarkið. Með breytingum á vinnumarkaðnum verða æ fleiri eigin herrar, eða starfa hjá fyrirtækjum sem ráða fólk til alls kyns verkefna. I iðnaðarþjóðfélaginu gekk menntunin út á að kenna fólki að fylgja stundatöflu. Nú og í framtíð- inni er þekking, en ekki vinnutími, orðin hráefnið. Með hinum snöggu breytingum sem orðið hafa á tilver- unni er símenntun orðin lífsnauð- syn, jafnt fyrir einstaklinga, samtök og fyrirtæki. Iðnaðarþjóðfélagið hefur ein- kennst af stórum lausnum, - stómm verksmiðjum, stóram samtökum og stómm umdæmum. Sömu lausnir fyrir alla. Stórar lausnir gera ráð fyr- ir að einhver sitji á toppnum og ráði. Einhver annar. Nú til dags hafa stóru lausnimar misst afl sitt á mörgum sviðum. I staðinn em komnar marg- ar litlar lausnir sem varða veginn til framtíðarinnar. Og þessar mörgu litlu lausnir þarfnast margra smárra ákvarðana og eigin ábyrgðar. Fram- tíð Oseyrar við Axlarfjörð er í hönd- um íbúa Oseyrar við Axlarfjörð og framtíð Sviðinsvíkur verður í hönd- um íbúa hennar. Þýðing á grein eftirMats Lindgren, „Frán indurstrisamhalle til krets- lopps- och kunskapssamhalle”, úr ritinu „ Vár bit av jorden ”, studie- bok, Studieförbundet Vuxenskolan, Stockholm 1997. M.E. þýddi. 28 - Freyr 1 2/98

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.