Freyr - 01.10.1999, Side 13
Afköst sogkrana mœld.
kvæman membrusogjafna. Ef þú
ert með þungu mjaltakrossana þá
fáðu þér rýmra og léttara mjalta-
tæki. Þróun mjaltatækja flestra
tækjaframleiðenda er á þá vegu.
Tæki sem rúmar yfir 400 ml
stendur síður fullt af mjólk en
gömlu 75 og 150 ml tækin því að
oft er þetta mjög stuttur tími sem
sú hætta er fyrir hendi, aðallega á
annarri til ljórðu mínútu eftir
ásetu. Til þess að þetta komi að
fullum notum þarf oftast að skipta
út mjólkurkrönum sem eru oft of
grannir á eldri kerfum. Þeir ættu
að hafa sem mest innanmál eða
allt að 16 mm eftir gerð mjalta-
tækis og það sama gildir um löngu
mjólkurslönguna.
Réttur halli
mjaltakerfisins
Látið yfirfara og lagfæra halla
kerfisins þannig að það halli að
mjólkurhúsi um lágmark 0,5 cm
á hvern lengdarmeter. Látið
hringtengja bæði mjólkur- og
soglögn (tvo inntaksstúta í
mjólkurskila) ef það er ekki
þegar þannig lagt. Þetta er
gríðarlega áríðandi vegna flutn-
ings mjólkurinnar frá kúnni og
vegna gangöryggis sogskiptanna.
Látið mæla sogkrana, skiptið um
og setjið afkastameiri krana ef
þeir gömlu skila minna en 70
lítrum við 1 kpa fall soghæðar,
helst ætti þetta að vera þannig að
soghæð falli minna en 5 kpa við
150 lítra innrennsli lofts. Þetta
mæla mjólkureftirlitsmenn eða
þjónustumenn mjaltakerfa fyrir
ykkur með ánægju, trúi ég. Þá
ertu kominn með eins gott
rörmjaltakerfi og hægt er án
óheyrilegs kostnaðar.
Það sem á undan er talið á við
um flestallar gerðir mjaltakerfa.
Hvað varðar kútakerfin (í mjalta-
gryfju) þá eru þau að því leyti
betri en rörmjaltakerfin að mjólk-
að er með lægri soghæð og sveifl-
ur í mjaltasogi eru minni, ekki síst
vegna þess að mjólkin fer ekki
beint í granna lögn heldur safnkút
sem hefur mikið rými. Engu að
síður þarf að toga mjólkina upp
þar sem efri hluti kútsins stendur
um einum metra ofar en júgur
kýrinnar en þangað rennur mjólk-
in frá mjaltatækinu.
Stór ókostur er einnig hve erfítt er
að koma á ákveðinni og oft breyti-
legri mjaltaröð, s.s. vegna júg-
urbógu, lyfjameðhöndlunar, geld-
ingar eða broddmjólkur. Þetta bíður
heim hættu á smiti milli gripa og að
lyfjarestar úr meðhöndluðum gripum
mengi mjólkina og valdi þannig tjóni
fyrir afúrðarstöðina og bóndann.
Hvað varðar endurbætur á kúta-
kerfum þá mætti að sjálfsögðu
skipta um mjaltatæki, eins og áður
er getið, en sé verið að huga að
verulega gagnlegum endurbótum
þá ráðlegg ég einfaldlega að leggja
kerfið af því að gryfjan er fýrir
hendi, þannig að styttra er í lág-
línukerfi út frá kostnaði séð. Það
breytir þó engu um valda mjaltaröð
eins og gefúr að skilja.
Engum sem hingað er kominn í
lestrinum dylst að mjaltagryfja
og láglínumjaltakerfi er sú gerð
mjaltakerfis sem ég mundi velja
væri ég kúabóndi. Eg tel að sam-
keppni sú sem nú er á markaðn-
um geri gert fleiri bændum kleift
að fjárfesta í láglínukerfi og
byggja mjaltabás. Þrjár til Qórar
tegundir láglínukerfa eru nú
fáanlegar á íslenska markaðnum,
allt ágætis búnaður með örlítið
mismunandi útfærslum.
Mjaltavélmenni
Þá komum við að nýjustu upp-
finningunni, þ.e. mjaltavélmenn-
inu svokallaða.
Þar verður fátt um svör því að
ég veit alltof lítið um þann búnað
til að fara að gefa nokkur ráð
hvað hann varðar. Ég vil þó
segja þetta, við munum fylgjast
glöggt með þeim stórhuga bænd-
um sem riðu á vaðið og læra af
reynslu þeirra næstu tvö árin eða
svo og hlusta eftir skoðunum
þeirra að þeim tíma liðnum. Það
verður þó að benda á þá stað-
reynd að annar mjaltavélarisi
kynnti nýlega ámóta grip og
Lely, jafnvel betri að þeirra áliti,
þannig að samkeppni þeirra hlýt-
ur að leiða af sér verðlækkun og
betri grip þeim kaupendum til
hagsbóta sem á eftir koma. Ég
spái því að verð vélmennisins
lækki mjög á næstu árum og mitt
ráð er því, bíðið rólegir um skeið.
Með von um að greinin hafa
gagnast einhverjum.
FREYR 11/99 - 13