Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1999, Page 14

Freyr - 01.10.1999, Page 14
Um mögru árin sjö og feitu árin tvö Flest ber að þeim brunni að ár- in 1998 og 1999 verði rekstr- arlega góð hjá kúabændum, að minnsta kosti betri en næstu 4-5 ár þar á undan. Þó að afkomutölur liggi ekki fyrir vitnar margt annað um þetta, s.s. arðgreiðslur mjólkur- samlaga, hækkanir á verði mjólkur til bænda, stöðugt verðlag í þjóðfé- laginu þar til nú á síðustu mánuð- um, fjárfestingar í nýrri tækni með- al framleiðenda og, síðast en ekki síst, hátt verð á greiðslumarki sem hlýtur að vera merki um nokkra bjartsýni í greininni. Mjólkurffam- leiðendur hafa líka lagt verulega á sig á undanförnum árum í glímunni við framleiðnikröfuna í verðlags- grundvellinum og baráttu við lækkun á frumutölu, sem ásamt stækkandi búum krefst aukins vinnuframlags. Fjölmargir þættir móta rekstrar- umhverfi kúabænda, bæði utanað- komandi þættir, sem takmarkaðir möguleikar eru til að hafa áhrif á, og innri þættir sem snerta skipulag í rekstri búsins. Verður hér drepið á nokkra þeirra: 1. A þessu og síðasta ári má segja að kúabændur hafi tekið nokkuð af tekjum sinum út fyrirfram. Fyrst með aukinni framleiðslu á síðasta hausti jukust tekjur af beingreiðslum (B-greiðslur) og á þessu ári fá bændur greitt fyrir umtalsvert magn af mjólk um- fram greiðslumark. Heildar- greiðslumark á síðasta verðlags- ári var auk þess meira en á því nýbyrjaða. Á næsta ári (jafnvel árum) verður sennilega um hvorugt að ræða. Ófyrirséð er þó hvort eða hve lengi muni gæta áhrifa af þeim sveiflum sem urðu á framleiðslunni á síðasta verðlagsári. 2. Frjáls verðlagning er á nauta- eftir Ernu Bjarnadóttir, Fram- leiðsluráði land- búnaðarins kjöti frá þvi fyrr í sumar. Litil reynsla er enn komin á hið nýja fyrirkomulag en sjálfsagt er að kanna viðskiptakjör hjá slátur- leyfishöfum áður en gripir eru lagðir inn. Þá verður heildsölu- verð á mjólkurvörum frjálst frá 30. júní 2001. 3. Samdráttur í sölu mjólkurafurða á yfirstandandi ári er nokkur vonbrigði í ljósi þess að kaup- máttur launa hefur sennilega aldrei verið meiri. Vaxandi mis- vægi í prótein- og fitusölu er raunar enn stærra áhyggjuefni því að heildargreiðslumark er ákvarðað með því að vega þetta tvennt saman. Erfiðlega hefur einnig gengið að finna viðunandi markaði fyrir afurðir úr umframfitunni. I þessu sambandi er þó jákvætt að þrjú mjólkurbú hafa nú leyfi til að flytja út afurðir til ESB, sem styrkir stöðu þeirra jafnframt á öðrum mörkuðum. 4. Ný viðræðulota innan Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar, WTO, fer í gang nú í haust. Þegar er þekkt afstaða flestra áhrifamestu aðilanna í þeim samningum. Niðurstöður munu væntanlega ekki liggja fyrir fyrr en í fýrsta lagi eftir þrjú ár, þó að meginlín- ur kunni að skýrast fyrr. Vænta má frekari lækkunar á tollum á landbúnaðarafurðum og að dregið verði úr stuðningi sem telst „markaðstruflandi". 5. Flest bendir til að íslenska hag- kerfið sé nú u.þ.b. á toppi þeirrar uppsveiflu sem verið hefur og því rétt sé að gera hóflegar væntingar um stækkun innanlandsmarkaðar fyrir mjólkurafurðir í næstu framtíð, a.m.k. umfram það sem fólksfjölgun gefur tilefni til. Aukin verðbólga veldur hækk- unum á aðföngum og vaxta- hækkanir á fjármagnsmarkaði eru bændum sama áhyggjuefni og öðrum. Á hinn bóginn kunna að gefast ýmsir möguleikar til að nýta tækifæri í rekstrinum betur. Þar má nefha: 1. Fóðuráætlun - framleiðslu- áætlun -nýting C-greiðslna. Markviss fóðuráætlun ásamt framleiðsluáætlun er lykilatriði í mjólkurframleiðslu. Verð á kjarnfóðri hefur verið lágt undangengin misseri og bendir fátt til að það muni hækka alveg á næstunni. Erfðabreyttar jurtir eru ræktaðar í vaxandi mæli einkum vestan hafs og gefa meiri og öruggari uppskeru. Notkun þeirra er hins vegar umdeild í Vestur-Evrópu. Til- fallandi uppskerubrestur getur þó vitaskuld sett strik í reikning- inn, auk þess sem fæðurþörf ört fjölgandi mannkyns eykst sí- fellt. Núverandi kornverð, ásamt framförum í fóðurverkun, hefur lækkað fóðurkostnað yfir vetr- artímann og því er hagstæðara að framleiða á þeim tíma sem vetrarálag er greitt (nóvember til febrúar). 2. Skipulagning fjárfestinga - Qár- málastjórn. Margir þættir þurfi að ganga upp í rekstri kúabús. 14 - FREYR 11/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.