Freyr - 01.10.1999, Side 15
Samningar um jjölgun
ESB-landa
Samningar milli ESB og
þriggja fyrrum austantjalds-
landa, Póllands, Tékklands og
Ungverjalands, um inngöngu þeirra
í Evrópusambandið eru senn að
heíjast. Einnig liggja fyrir umsókn-
ir um aðild frá Möltu og Kýpur.
Fyrst mun verða fjallað um fé-
lagsleg mál, sameiginlegt hagkerfi
og myntbandalag, skattamál og um-
hverfismál. Það verður svo undir
vorið á næsta ári, 2000, að hinar
eiginlegu viðræður um landbún-
aðarmál hefjast.
Viðkvæmar spurningar
um eignarrétt
Eitt fyrsta vandamálið, sem fjalla
þarf um og snertir ekki eingöngu
landbúnað, er hvort íbúar annarra
ESB-landa skuli hafa rétt til að eiga
fasteignir í aðildarlöndunum nýju,
og öfugt. Þetta mál er afar
viðkvæmt í Póllandi, Tékklandi og
Ungerjalandi. Þau hafa öll krafist
undanþágu ffá þeirri meginreglu að
allir íbúar ESB eigi jafnan rétt í
þessum efnum. Málið er
sérstaklega viðkvæmt í Póllandi þar
sem margir óttast að Þjóðveijar,
með sinn öfluga efnahag, kaupi í
stórum stíl pólskar jarðir.
í skoðanakönnun, sem nýlega fór
fram í Póllandi, sögðust 89% að-
spurðra ekki geta hugsað sér að íbú-
ar ESB fái að kaupa fasteignir í
Póllandi. Pólverjar hafa í upphafi
samningaferilsins krafist 18 ára að-
lögunartíma frá því landið hefúr
fengið aðild að ESB uns öllum íbú-
um sambandsins verður frjálst að
kaupa jarðnæði í Póllandi. Pólverj-
um er vel ljóst að þetta stangast á
við gildandi reglur ESB og að það
er varasamt fordæmi sem und-
anþágur til þeirra mundu skapa og
vita að finna verður málamiðlun
sem báðir aðilar geti unað við.
Annað viðkvæmt mál, þar sem
ESB á erfitt með að slaka á almenn-
um reglum sínum, er um heil-
brigðiskröfur til afúrða bæði frá
jarðrækt og búfjárrækt. Áðurnefnd
lönd, þ.e. Pólland, Tékkland og
Ungverjaland, hafa mætt gagnrýni
ffá ESB um heilbrigðisástand mat-
væla þeirra, bæði úr frumfram-
leiðslu og úrvinnslu varanna. Ymis
dæmi eru þess að ESB hefúr stöðv-
að innflutning á matvælum frá
þessum löndum.
Með þau hneyksli í huga, sem
orðið hafa í matvælaffamleiðslu í
seinni tíð í löndum ESB, er ólíklegt
að sambandið slaki nokkuð teljandi
á heilbrigðisreglum sínum, þó að
t.d. Pólland hafi beðið um
aðlögunartíma einnig á þessu sviði.
Verulegur hluti af styrkjum sem
ESB mun veita nýjum aðildar-
löndum til matvælaffamleiðslu mun
án efa verða beint til að bæta holl-
ustu og heilbrigði matvæla.
Beinir styrkir eða ekki
Tvö önnur vandamál, sem athygli
mun beinast að við samninga um
landbúnað, eru annars vegar þeir
landbúnaðarstyrkir sem nýju löndin
munu hljóta og hins vegar fram-
leiðslukvótar þessara landa.
Franz Fischler, landbúnaðarstjóri
ESB, hefur upplýst að í áætlunum
um fjárlög sambandsins næstu árin
sé ekki að finna styrki til
landbúnaðar í nýjum aðildarlönd-
um. Áðurnefnd lönd, sem nú sækja
um aðild, hafa hins vegar lýst því
yfir að óhugsandi sé að þau fái ekki
styrki til landbúnaðar eins og löndin
sem fyrir eru.
Spurningar um eignarrétt á landi
og heilbrigðis- og hollustumál bú-
vara verður tiltölulega auðvelt að
leysa miðað við spurninguna um
landbúnaðarstyrkina. Vandamáf við
að ákveða framleiðslukvóta munu
einnig verða þung fyrir fæti í
samningarviðræðum næstu árin.
(Internationella Perspektiv
nr. 26/1999).
Gerð fjárfestingaáætlana er
mikilvægur liður sem þarf að
huga að með langtímasýn í
huga. Þannig má efalítið stund-
um spara umtalsverðar fjárhæð-
ir. Afköst ræktunar og heyskap-
artækja þurfa að vera í samræmi
innbyrðis og í samræmi við
framleiðsluáætlun búsins.
Kostnað við eigin fóðuröflun
getur líka þurft að bera saman
við aðra valkosti, s.s. kjarnfóð-
ur. Tímasetningar geta líka skipt
máli, t.d. að horft sé til lausa-
Qárstöðu þegar ákveðið er
hvenær ráðist er í fjárfestingar,
með því má spara vaxtakostnað.
Hér hefúr verið reynt að benda á
nokkra þætti sem geta haft áhrif á
tekjur kúabænda á næstu árum.
Aukin óvissa fylgir óhjákvæmilega
opnara viðskiptaumhverfi og úr því
verða mjólkurframleiðendur að
spila.
Leiðrétting
í greininni „Könnun á tjóni af
völdum refa í æðarvörpum“,
eftir Brynjólf Brynjólfsson í 9.
tbl. á þessu ári er villa á bls. 18,
í fyrsta dálki 3ju línu að neðan.
Þar stendur „ 16 ± 115 vörp“ en á
að standa „16 ± 5 vörp“.
Blaðið biðst velvirðingar á
þessari villu. Ritstj.
FREYR 11/99 - 15