Freyr - 01.10.1999, Qupperneq 17
2. mynd. Náttúrulegar hreyfingar við ,, upprisu “ kúa. Þegar kýrnar standa upp í náttúrunni nota þœr u.þ. b. þrjá metra
til að standa upp á (heildarflötur). Myndin sýnir hve mikil hreyjiþörfm er langs með kúnni, þegar hún stendur upp.
verið sag, spænir, pappír eða niður-
skorinn hálmur.
Legutími
Kýr liggja nærri 60% dagsins að
meðaltali, deilt á 15-25 tímabil
(u.þ.b. 5.500-9.000 sinnum á ári!).
Legutimi og legutíðni ræðst mikið
til af aldri (erfiðara, hærri tign),
heilsu, legusvæðinu og veðri
(hvassviðri og rigning gerir legu-
svæðið minna eftirsóknarvert).
Skynjun kúa
Öll skynfæri kúa eru mjög
vel þroskuð og nýtast jafnt
við fæðusókn, samskipti
milli kúa og til að halda utan
um nánasta umhverfið. Sjónin
er mjög sambærileg og hjá öðr-
um spendýrum og er sjónsviðið
330°-360°. Það sjónsvið (3. mynd)
sem skarast milli beggja augna er
25°-30°. Þrívíddarsjónsvið kúa er
því ekki gott og því nokkuð ljós
ástæða þess að kúm er yfirleitt illa
við misfellur.
Heyrn nautgripa er áþekk heym
mannskepnunnar, en hefur að auki
örlítið hærra tíðnisvið en við höf-
um. Geta kúnna til að staðsetja
hljóðgjafa er hins vegar frekar lé-
leg, sem gerir flestar kýr óöruggar
ef þær heyra hljóð - en nema ekki
hvaðan það kemur.
Lyktarskyn kúa er mjög þróað og
nýtist mikið í leit að beitargróðri,
en einnig í samskiptum við aðra
nautgripi. Þannig geta naut fundið
lykt af yxna kú mörgum dögum áð-
ur en kýrin er í há-beiðsli. Kýrnar
nota einnig lyktarskynið til að finna
og þekkja kálfana sína.
Bragðsskyn er nautgripum
mikilvægt m.t.t. fóðurs. Kýr
sækja í sætt og súrt en kjósa
síður beiskju og salt.
Taugaskynjun nautgripa er
einnig vel þroskað skynfæri og
em flestir staðir líkamans þaktir
taugaifumum. Talið er að líkam-
legir skaðar, sjúkdómar og streita sé
skynjað sem sársauki og óþægindi
með sama hætti og hjá mannskepnu.
2.S-SÖ”7^
\ •
3. mynd. Sjónsvið kúa.
FREYR 11/99 - 17