Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 19

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 19
að gefa kúnum. Kjamfóðurgjöfin ræðst af gæðum heyjanna. Það er nokkuð augljóst að ef heyin eru orkusnauð þarf að gefa meira kjarnfóður til þess að halda í horf- inu miðað við nyt. Hins vegar getur verið erfitt að átta sig á því hvert hlutfall próteins ætti að vera í fóðr- inu. Flestir hafa heyrt hugtökin AAT og PBV. AAT er magn þess próteins sem kemst til nýtingar í mjógirni. Það er bæði prótein sem ekki brotnar niður í vömbinni og prótein sem örverumar í vömbinni byggja úr grunnefninu sem verður til við próteinniðurbrotið í vömb- inni. PBV er mælikvarði á jafhvægi próteinsins í vömbinni. Best er að í heildardagsfóðrinu sé PBV sem næst núlli. Best er að velja kjarnfóður eftir PBV gildi heyjanna þannig að PBV verði sem næst núlli. Þá er heppi- legt jaínvægi á milli orku í fóðrinu og próteinsins og örverur vambar- innar nýtast til fullnustu til þess að framleiða prótein. Það vill svo vel til að saman fer að fóðra kýr til þess að framleiða próteinháa mjólk og vera fijósamar. Samsetning pró- teinsins sem örverurnar ífamleiða er mjög líkt mjólkurpróteinunum. Urefnið og próteinið í tankmjólk- inni getur verið vísbending um próteinjafnvægið í fóðrinu. Fóðr- unin er í lagi þegar úrefnið er á bilinu 3-6 og próteinið er hærra en 3,27. Hærri úrefnisgildi gætu bent til offóðrunar með próteinum og eða að of hátt PBV sé í fóðrinu og lægri gildi gætu bent til skorts á próteini í fóðrinu. Hátt úrefni og lágt prótein í mjólkinni gæti bent til orkuskorts í fóðrinu. Stein- og snefilefni eru mikilvœg. Um steinefni og frjósemi gildir sú gullvæga regla að sjá þarf til þess að kýrnar fái nægilegt af öll- um steinefnum og snefilefnum. Það er vitað að selen- og E-vítamín skortur getur verið vandamál hér á landi. Dauðfæddir kálfar og fastar hildir eru vísbending um þennan skort. Það eru fyrst og fremst óbornar kvígur, sem hafa ekki fengið kjarnfóður og hafa ekki að- gang að steinefnum með seleni sem eru í áhættuhópi. Það verður að gæta þess að kýrn- ar fái nóg af kalsíum, fosfór og D- vítamíni. Einkum þarf að hafa D- vítamín í huga eftir óþurrkasumur þegar sólar hefur ekki notið við og heyin hafa legið mjög stutt á vellin- um. Uppeldi og frjósemi Kálfur sem fœr gott atlæti fystu vikurnar hýr að því alla œvi. Nýfæddir kálfar komast oftast á spena innan tveggja klukkustunda. Með broddmjólkinni fær kálfurinn í sig nauðsynleg mótefni sem verja hann sýkingum. Það er allt í lagi að láta kálfinn ganga undir móður sinni fyrstu dagana eftir burð, en fylgjast þarf vel með því að þeir sjúgi kúna og að þeir hafi þurrt og hlýtt bæli til þess að liggja í. Kálfur, sem ekki gengur undir fyrstu dagana, þarf að fá að njóta þess að móðir hans kari hann, það virkar örvandi. Hann þarf að fá brodd innan sex klukkustunda frá fæðingu og hann á að fá 1 lítra af broddi fjórum sinnum á dag fyrstu tvo sólarhringana. Fram að tveggja vikna aldri þarf að gefa kálfunum þrisvar sinnum á dag með túttu. Það er gott að kálfurinn komist að heyi strax og aðgangur að kjarn- fóðri flýtir fyrir þroska meltingar- vegarins. Mikilvægt er að þurrt sé á kálfunum og trekklaust. Kálfar sem eru í einstaklingsstíum þurfa að geta teygt úr fótunum þegar þeir liggja. Gott atlæti kálfanna skilar sér í hraustari kálfum og meiri þroska. Þrengsli í stíum draga úrþroska. Þegar kálfamir stækka þarf að gæta þess að það sé nógu rúmt á þeim og mikilvægt er að hafa það í huga að hausti að gripirnir stækka. Stía sem var rúmgóð þegar kvíg- urnar voru teknar inn getur verið orðin þröng undir vor. Það er mjög algengt vandamál í íslenskum fjós- um að uppeldisaðstaðan er bág- borin og þröng. Kvígurnar þurfa fengieldi. Þar sem kýrnar eru flestar snemmbærar, og stefnt er að því að svo sé, er mikilvægt að geta látið kvígurnar bera tveggja ára, því að það sparar fóður í heilan vetur. Til þess að haustbornar kvigur geti borið haustið sem þær verða tveggja ára þurfa þær að hafa feng- ið mjög gott uppeldi fyrstu ævi- vikurnar. Það þarf að búa kvígurnar vel undir sæðingu sem framkvæmd er seint í nóvember eða snemma í desember. Hafi beitinni ekki verið stjórnað til þess að hindra orma- smit um sumarið er rétt að gefa inn ormalyf þegar kvígurnar eru teknar á hús. Fyrir kemur að kvígur verða svo ormaveikar upp úr áramótum að þær hætta að beiða. Til þess að kvígurnar festi fang 14 til 16 mán- aða er rétt að hygla þeim með góðu kúaheyi og jafnvel fóðurbæti á þeim tíma sem ætlunin er að sæða þær. Kvígur sem fæddar eru eftir ára- mót getur verið skynsamlegt að láta bera í ágústlok þó að þær séu orðn- ar meira en 30 mánaða. Það þarf að meta holdin á þessum kvígum áður en þær eru sæddar í nóvember því að þær þurfa að vera í sæld, en mega ekki vera feitar. Feitar kvígur halda oft illa. Eins og fullorðnu kýrnar þurfa kvígurnar stein- og snefilefni. Kvígur sem eru inni eiga að hafa aðgang að steinefnum, og það er mjög mikilvægt að engin efni vanti. Líklega er algengast að sjá einkenni D vítamínsskorts með rugluðum kalk- og fosfórefnaskipt- um og E- vítamíns- og selenskorti. Vandamál getur verið að tryggja kvígum á beit nægilegt aðgengi að steinefnum á beit. D- vítamínskort- ur er líklega frekar bundinn við Framhald á bls. 9. FREYR 11/99 - 19

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.