Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1999, Qupperneq 28

Freyr - 01.10.1999, Qupperneq 28
bæði í lausn og eins með svifefn- um. Engjar á eyrajörð voru víða með öruggustu uppskeru og und- irstaða heyskapar. Helstu vanda- mál þessa jarðvegs eru flóðin, bleyta og súrefnisskortur í jarð- veginum þannig að einungis vot- lendisgróður fær þrifist. Næring- arefnabúskapur eyra og engjabú- skapar hefur ekki verið rannsak- aður sérstaklega. Mat á frjósemi jarðvegs í lífrænum landbúnaði er áburð- arnotkun ekki fyrst og fremst skil- greind sem viðbót næringarefna sem vantar í kerfið, heldur til að bæta jarðvegslíf og ástand jarð- vegsins almennt. Mat á frjósemi jarðvegsins leggur þess vegna sér- staka áherslu á jarðveginn í heild sinni og stöðu innan búsins. Hver ábúandi þarf að þekkja jarðveginn sem hann vinnur með og meta ástand hans reglubundið. Að minnsta kosti í hvert skipti sem landinu er bylt og túnajarðveg á nokkurra ára fresti [12]. Spaðaaðferðin Einföld leið til að kanna ástand jarðvegsins er að skoða hnaus sem stunginn er upp með stungu- spaða [2,5]. Með kerfisbundnum athugunum geta ábúendur og leiðbeinendur fylgst með ástandi og breytingum á jarðveginum. Engin önnur aðferð getur á jafn ódýran og fljótlegan hátt veitt jafnmikið af upplýsingum. M.a. eru eftirfarandi eiginleikar skoð- aðir: * Áferð jarðvegsins, kornastærð, lagskipting, bygging, stærð og gerð samkorna * Rótardýpt, þéttleiki róta, rótar- hnúðar * Loft, raki og bleyta, lykt, litur og litarbrigði sem benda á útfell- ingar * Magn lífrænna efna, rotnun, mat á gerð og ástandi jarðvegslífs Spaðaaðferðina þyrfti að skoða ítarlega og aðlaga að íslenskum að- stæðum. Efnagreiningar í lífrænni rækt er nauðsynlegt að fylgjast með efnaástandi jarðvegs- ins svipað og í hefðbundnum land- búnaði [12]. Sýrustig (pH) jarð- vegsins þarf að vera innan þeirra marka sem heppilegast er fyrir við- komandi jarðveg og nytjajurt. Þar sem sýrustigið er of lágt þarf að leiðrétta það með kölkun. Það þarf einnig að fylgjast með að- alnæringarefiiunum, fosfór og kalí, og hversu vel hringrás innan búsins dugir til að halda leysanlegu magni innan æskilegra marka. Þar sem það gengur ekki er nauðsynlegt að flytja þau inn á búið með viðeigandi líf- rænum áburði eða leyfilegum stein- efnum. Samkvæmt þýskum athugun- um þarf ekki að byggja forða fosfórs og kalís upp þar sem fosfór í AL- skoli fer yfir 6 mg P/lOOg jarðvegs og kalí yfir 0,3 mj K/lOOg jarðvegs (=11 mg K/lOOg) [9]. Þessar viðmið- anir hafa ekki verið staðfestar íyrir íslenskan jarðveg. Um efnagreining- ar og túlkanir á þeim hefiir verið fjallað allítarlega [14,15]. í líffænni rækt er spuming hvort greining á heildarmagni kolefhis og köfnunar- efhis geti verið nauðsynleg til að fylgjast með magni líffænna efna í jarðveginum og hversu mikil sam- keppni er um köfhunarefnið útffá hlutfalli kolefnis og köfnunarefnis, C/N hlutfallið. Lífrænn áburður innan bús í búfjárrækt er uppistaða áburðar búsins eigin búfjáráburður og á þetta einnig við þar sem græn- metis- eða kartöflurækt er stunduð í smærri stíl. Þar sem uppbygging jarðvegslífs og aukin umsetning í jarðveginum er eitt meginmark- miðið þarf að huga að gerð og eðli áburðarins. Niðurbrot á ferskum skít er hratt og þarfnast mikils súr- efnis. í haughúsum eyðist súrefnið, loftfirrð öndun er rýkjandi og ýms- ar eitrandi loftegundir og efnasam- bönd myndast. Mykjan færir jarð- veginum því ekki aukið líf og nið- urbrotið er mjög súrefniskrefjandi. Þetta kemur best í ljós þar sem þunnri mykju er sprautað i jarðveg- inn en þar getur tímabundinn súr- efnisskortur orðið það mikill að köfnunarefni tapist við afnítrun. I lífrænni rækt er haughúsamykja því af ýmsum litin hornauga en einhlítar reglur um notkun hennar munu ekki vera í gildi. Meðal annars vegna þess að þrátt fyrir áðurnefnd óæskileg áhrif næst mesta nýting köfnunarefnis með þynntri mykju dreifðri eða spraut- aðri í jarðveginn. Lífstarfsemi í rotnum haug verður líkari jarðvegslifi með tímanum. Bændur í líffænni rækt benda gjaman á bætandi áhrif rotins búfjáráburðar á jarðveginn og ýmsar rannsóknir hafa sýnt að jarðvegslíf, þ.á m. sveppa- rætur og rótarhnýði á belgjurtum, er öflugra í jarðvegi í lífrænni rækt en í hefðbundinni rækt [7]. Þegar búfjáráburðurinn er látinn rotna tapast mikið af lífrænum efh- um, haugurinn sígur saman. Við rotnunina getur hitnað verulega í haugnum með þeim jákvæðu áhrif- um að sjúkdómsvaldar og ffæ drep- ast ef hitinn er nægur. Það sem tap- ast er fyrst og fremst kolefni og vatn en einnig er mikið tap á köfn- unarefni. Þegar köfnunarefnið losnar úr eggjahvítuefnum er það bundið í ammóníum sem breytist í lofttegundina ammóníak þegar styrkurinn eykst og rýkur í burt. Þar sem haugurinn er látinn standa úti sígur safinn úr honum og þar með næringarefni sem glatast og geta mengað jarðveg og vatn. Með þessu glatast enn meira köfnunar- efni en einnig kalí, kalsíum og magnesíum en minna af fosfór. Þess vegna þarf að breiða yfir rot- hauga eða hafa þak yfir og safna safanum sem sígur úr þeim. Rotinn búfjáráburður hefur þann kost að það er hægt að dreifa hon- um nær því hvenær sem er á vaxt- artímanum. Hann er léttari og með- færilegri en mykjan auk þess sem lyktarmengun stafar ekki af vel rotnuðum búfjáráburði. Áburðar- áhrif rotins búfjáráburðar eru fyrst 28 - FREYR 11/99

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.