Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1999, Side 30

Freyr - 01.10.1999, Side 30
og fremst langtímaáhrif, áburðar- efnin losna hægt og jákvæð áhrif hafa víða verið staðfest á jarðvegs- líf, svo sem köfnunarefnisgerla og rótarsveppi en einnig á rótarvöxt svo og á smára. Losun næringarefna úr lífrænum áburði lýtur að því leyti sama lög- máli og losun úr jarðvegi að hún er háð lífstarfsemi og þar með hita. Á vorin, meðan jarðvegurinn er enn kaldur en gróður er að fara á stað, er hætta á að næringarefnin losni ekki nógu hratt. Áburðaráætlanir í lífrænni rækt þurfa að byggja á efnajöfnuði og næringarefnabókhaldi [3]. í lífrænni rækt er enginn tilbúinn áburður borinn á og það er því líklegt að næringarefnabókhald og efhamagn í búfjáráburði sé annað en í hefð- bundnum landbúnaði, en athuganir á því liggja ekki fyrir af íslenskum bú- um. Þó er hægt að fá ákveðna hug- mynd um tölustærðir á magni ein- stakra efna útfrá úttekt á hefðbundn- um búum eins og Þóroddur Sveins- son hefur gert fyrir kúabú [16] og Ólöf Einarsdóttir og Magnús Ósk- arsson fyrir bú á verðlagsgrundvelli [8]. í báðum þessum athugunum er jarðveginum sleppt enda vantar upp- lýsingar til að unnt sé að hafa hann með. I hefðbundnum landbúnaði er búsjöfnuður fyrir aðaláburðarefhin jákvæður sem þýðir í reynd að meira er flutt inn í búið með áburði og fóð- urbæti en flutt er burt með afurðum. í lifrænum landbúnaði er búsjöfn- uðurinn hins vegar oft neikvæður vegna þess hve lítið er flutt inn i bú- ið. Það er jafhframt þekkt að bús- jöfnuður aðalnæringarefnanna, fos- fórs, kalís, kalsíums og magnesíums, er allt að því í jafhvægi á búfjárrækt- arbúum þar sem vel er haldið utan um búfjáráburðinn og allan líffænan úrgang. íslensk búfjárræktarbú ættu því að geta staðið nokkuð vel að vígi. Belgjurtir I nágrannalöndum okkar er köfnunarefnisforða jarðvegsins og nýtanlegu köfnunarefni í hringrás búsins haldið uppi með belgjurtarækt, oftast með smára einum sér eða með öðrum nytja- jurtum. Á Islandi hefur ræktun rauðsmára reynst ótrygg en aðal- gallinn er að uppskera í túnum með belgjurtum er sveiflukennd milli ára [4]. Á seinustu árum hefur rannsóknum á belgjurtum fleygt fram og það má gera sér vonir um að þær gegni mikilvægu hlutverki í lífrænni rækt í fram- tíðinni. Athuga þyrfti sérstaklega notkun belgjurta í lífrænni rækt. Alaskalúpina er vegna beiskiefna ekki heppileg beitarjurt. Hins vegar er spurninga hvort nýta megi lúpínuna til að byggja upp köfnunarefnisforða jarðvegsins og nota í skiptirækt. Það er einnig mögulegt að rækta lúpínu og nota síðan í safnhaugagerð til að fá köfnunarefnisríkan kompost. Annar áburður Innan búsins eru aðrar lífrænar leifar, moð, gamalt hey og úrgangur af heimili áburðarefhi og koma vænt- anlega í rothaug sér eða með bú- fjáráburði. Utan næringarefnakeðju búsins eru mór og uppgröftur úr skurðum. Hvoru tveggja er með hátt magn líffænna efha og hentar því til að byggja upp forða þeirra í jarðvegi. Hluti þessa efniviðar er hins vegar úr algjörlega súrefhissnauðu umhverfi og þarf því að forrotna og helst að fá eitthvað afjarðvegslífi gróðurmoldar áður en þetta er borið á. Við sjávarsíðuna getur þang, söl, eða þari verið einn möguleiki á að ná i líffæn áburðarefni en fyrst þarf sjávarsaltið að siga úr því og ein- hver áframhaldandi meðhöndlun að eiga sér stað. Þangmjöl er að einhverju marki notað sem áburður í líffænni rækt í öðrum löndum. Þang mun vera áhugaverður fosfór og köfnunarefnisgjafi. Rotinn líffænn úrgangur af heimil- um í þéttbýli er yfirleitt góður áburð- ur og mengandi efni ekki vandamál. Seyra úr rotþróm er hins vegar oft menguð þungum málmum og sums staðar ekki leyfð i líffænni rækt. Úr- gangur úr sláturhúsum og fiskiðnaði getur verið áhugaverður áburður eftir viðeigandi forrotnun eða aðra með- ferð. Þessi úrgangur er áhugaverður köfnunarefnisgjafi og bein og beina- mjöl eru rík af fosfór og geta bætt fosfórstöðu jarðvegsins. Af ólifrænum áburði er kalk (t.d. skeljasandur) í sérflokki. Það er nauðsynlegt til að halda sýru- stigi jarðvegsins á réttu bili til að ástand jarðvegsins sé gott og jarð- vegslifið öflugt. Æskilegt sýru- stig er háð jarðvegsgerð og nytja- jurt. Annar ólifrænn áburður eru ýmis bergefni eða sölt sem borin eru á sem jarðvegsbætiefni eða til að auka eða halda einstökum nær- ingarefnum við. Flest þessara efna eru torleyst og næringarefnin losna hægt eða mjög hægt og eru því fyrst og fremst til að byggja upp frjósemi jarðvegsins til langs tíma. Val á landi fyrir lífræna rækt í liffænni rækt er náttúruleg frjó- semi jarðvegsins mikilvægari en í rækt þar sem áburðarefni eru flutt í verulegum mæli inn á búið og í ffamleiðsluferlið. Val á ræktunar- landi og mat á framleiðslugetu landsins og verðmætum afurða ætti þvi að vera eitt fyrsta skref sem tek- ið er áður en farið er í líffæna rækt. Auk jarðvegsins hafa aðrir þættir veruleg áhrif á ffamleiðslugetuna, sérstaklega veðurfar. Einkennandi fyrir frjósaman jarðveg eru þykkt, rakt og rótarríkt moldarlag þar sem fínni jarðvegs- efnin, méla leir og lifræn efni, eru ríkjandi. Þar sem jurtaleifar rotna fljótt, jarðvegsefnunum er vel blandað saman og lagskipting ekki greinileg er jarðvegslíf öflugt og ber vott um frjósaman jarðveg. Benda má á nokkur atriði sem draga úr náttúrulegri frjósemi jarð- vegs. 1 fyrsta lagi bleyta og loftleysi sem draga úr virkni jarðvegsdýra og örvera sem brjóta lífræn efni niður og hamla einnig vexti rótarsveppa og rótarhnýða 30 - FREYR 11/99

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.