Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 5

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 5
Ræktar íslensk hænsni í Kaliforníu Viðtal við Sigríði Lúthersdóttur í Kaliforníu Sigríður Lúthersdóttir býr ásamt manni sínum, Sveini Þórðarsyni, á Sólbrekku í Trabuco Canyon, í Kalifomíu. Fyr- ir skömmu var hún sem oftar á ferð á íslandi þar sem Freyr náði tali af henni. Sigríður ræktar hænsni af gamla íslenska hænsnastofninum og vill gjaman ná sambandi við þá sem eiga slík hænsni hér á landi til að forðast of mikla skyldleikarækt. Auk þess á hún þijá íslenska hesta sér og fjölskyldu sinni til yndis og ánægju. En lífssaga Sigríðar er líka sér- stök og fyrst bið ég hana að rekja hana í stómm dráttum. Ég er fædd í Reykjavík en alin upp í Kópavogi. Sem bam var ég hins vegar flest sumur í sveit í Bjamarhöfn á Snæfellsnesi hjá Bær- ing Elíssyni sem þá bjó þar. Þar kynntist ég búfénu og það hlýtur að hafa haft djúp áhrif á mig því að búféð er enn mesta áhugamál mitt. Þegar fjölskylda mín flutti í Kópavog árið 1944 var móðir mín alltaf með hænsni og faðir minn með nokkrar kindur á tímabili. Hann hét Lúther Salómonsson og var pípulagningameistari. Maðurinn minn er Sveinn Þórðar- son, sonur Þórðar Þorsteinsonar á Sæbóli, hreppstjóra í Kópavogi. Sveinn vann lengi vel hjá Loft- leiðum. Seinna fór hann til Banda- ríkjanna í skóla og lærði flugvéla- verkfræði. Við fómm saman út og þetta var árið 1953. Við ætluðum ekki að ilendast í Bandaríkjunum, heldur aðeins vera þar í fimm ár, en það er ágætt að vera þama og auð- velt þá orðið að fara á milli land- anna. Við eigum þijú böm, upp- komin og gift, Garðar sonur okkar býr í Danmörku en heimsækir okkur oft en dóttir okkar og sonur, Helga og Olafur búa hér rétt hjá okkur. En það teygðist úr dvölinni ytra? Já, við vomm alltaf á leiðinni heim en árið 1962 vomm við kom- in á þá skoðun að við flyttum aldrei alkomin heim. Maðurinn minn vann hjá Northorp flugvélaverk- smiðjunum sem em í Kalifomíu. Hann var yfirverkfræðingur hjá Northrop og vann bæði við hönnun og smíði farþega- og omstuflug- véla, m.a. fyrir Boeing fyrirtækið og við hönnum á loftskeytum fyrir fjarskiptagervihnetti. Ég lærði hjúkmn eftir að við fluttum út og starfaði í 27 ár á gjör- gæsludeild. Við búum í úthverfa- svæði inn til fjalla á milli San Diego og Los Angeles og emm nú bæði komin á eftirlaun. Búfjárhald ykkar? Við vorum ekki með neinar skepnur þama framan af en þegar við fómm að nálgast það að hætta að vinna þá keyptum við okkur hús með smávegis aðstöðu til að hafa skepnur. Þetta er um einn hektari og það er alveg nóg. Dóttir mín hafði mikinn áhuga á hestum og ár- ið 1992 var farið að flytja inn ís- lenska hesta til Kalifomíu og þá keyptum við tvo fyrstu hestana. Hestamir sem við eigum núna em: Svipur frá Dvergabakka út af Hrafni 802, fluttur út 1987, Fífill frá Steinum í Rangárvallasýslu, Fjórir œttliðir á íslenskum búningum: Taliðf. v. Sigríður Lúthersdóttir, móðir hennar Sína Oddsdóttir, búsett í Kópavogi, 89 ára, Sína dóttir Helgu, 12 ára og Helga Sveinsdóttir. Fremst er Silaine, 4 ára, dóttir Ólafs Sveinssonar. (Ljósm. Jane Clarke). FREYR 6/2000 - 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.