Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 30
* DDT og ýmis önnur efni sem í
dag ganga undir heitinu þrávirk
lífræn efni voru á sínum tíma tal-
in mikil blessun.
* Laxeldi hefur því sem næst út-
rýmt tilteknum erfðaeiginleikum
í laxi.
Stefnumörkun
umhverfissamtaka
Eins og áður segir hafa íslensk
umhverfisverndarsamtök enn ekki
markað stefnu í þessum málum.
En það tímabært. Ég tel að
eftirfarandi þrjú grundvallar atriði
komi til með að marka þá stefnu-
mörkun:
* Erfðabreyttum lífverum sé ekki
hleypt inn í tiltekið vistkerfi án
víðtækra tilrauna um áhrif þeirra
á sambærilegt vistkerfi. Meðan
nægjanleg þekking er ekki fyrir
hendi þá njóti náttúran vafans.
Athuganir og rannsóknir þurfa
góðan tíma.
* Einkaleyfi fyrir erfðaefni verði
takmörkunum háð og reglur um
þetta verði í samræmi við
ákvæði samningsins um líffræði-
lega fjölbreytni.
* Erfðabreytt matvæli verði und-
antekningarlaust merkt svo að
neytendur geti sjálfir tekið upp-
lýsta ákvörðun í þessu um-
deilda siðferðis- og umhverfis-
máli.
Velferð búfjár
Við Dýralækna- og land-
búnaðarháskólann í Kaup-
mannahöfn starfar rann-
sóknarprófessor um velferð búfjár
að nafni Peter Sandöe. Hann var
nýlega á ferð í Noregi þar sem
hann flutti fyrirlestur. Hér á eftir
fara nokkur atriði úr erindi hans:
Fyrstir til að setja reglur um
velferð búfjár voru Bretar. Það
gerðist um miðjan 7. áratug aldar-
innar. Frá þeim tíma hefur áhugi
á velferð búfjár komist á dagskrá
um allan hinn vestræna heim. Nú
um stundir er velferð búfjár mál
sem er komið á borð stjómmála-
manna. í samningum inna Al-
þjóða viðskiptastofnunarinnar,
WHO, er fjallað um velferð búfjár
og í ESB er málinu sýndur mikill
áhugi.
Þar má nefna að innan ESB hef-
ur verið lögð fram tillaga um að
sláturgrísir skuli hafa 50% meira
gólfpláss en núverandi reglur
mæla fyrir um. Þá er innan ESB
vaxandi gagnrýni á að gyltur séu
bundnar á gottímanum og meðan
grísir em á spena.
Breytingar á reglum innan ESB
í þessum efnum gilda jafnframt í
Noregi (og íslandi) vegna samn-
ingsins um Evrópska efnahags-
svæðið, EES.
Núorðið em margar tegundir
matvæla á markaði merktar sem
framleiddar með velferð búfjár að
leiðarljósi, sem jafnframt hækkar
verð þeirra. Að áliti Peter Sandöe
mun verða hætt að hafa hænur í
búmm í Danmörku á næstu 10 ár-
um og hann væntir þess einnig að
breyting verði á aðbúnaði slátur-
kjúklinga.
Velferð búfjár tekur smám sam-
an meira rúm í pólitískum umræð-
um um landbúnað og einkum em
það alifugla- og svínarækt sem
sjónum er beint að. Þegar neyt-
endur em spurðir hvað þeir tengja
við hugtakið „velferð búfjár" þá
em margar skoðanir uppi. Peter
Sandöe telur einnig mikilvægt að
greina vel á milli siðferðis og vel-
ferðar.
Velferð fjallar um það sem er
gott fyrir hvem einstakling en sið-
fræði um það hvemig skuli vega
og meta öll atriði sem varða vel-
ferð allra lifandi vera. Af þessu
leiðir að velferð búfjár er, þegar til
kastanna kemur, spuming um að
ná samkomulagi. í búfjárrækt
verður að vega hvert á móti öðm,
velferð búfjárins, þarfir framleið-
andans og skoðanir neytenda.
Peter Sandöe kallar það tví-
skinnung þegar neytendur krefjast
þess að dýrin fái að vera úti undir
bem lofti, jafnframt því sem af-
urðimar skuli vera sem ódýrastar.
Hann bendir á að ef framleiða eigi
mat á allra ódýrastan hátt þá gerist
það í svokölluðum verksmiðjubú-
skap. Neytendur hljóta að verða
að greiða fyrir aukna velferð bú-
fjár, segir hann, en bætir við að
fyrir 30 ámm notuðu Danir 30%
af tekjum sínum til matarkaupa en
nú aðeins 10%. A sama tíma hef-
ur orðið til framleiðslukerfi sem
takmarkar mjög möguleika bú-
fjárins til að hreyfa sig. Þeirri
fullyrðingu, að stórrekstur skapi
búfé verri lífsskilyrði, er Peter
Sandöe ekki sammála. Hann
heldur því fram að ekki liggi fyrir
gögn um að heilbrigði búfjár í
stómm áhöfnum sé endilega verra
en í litlum, jafnvel þvert á móti.
Á stómm búum vinna gjaman
fleiri saman og meiri tök em á
samfelldu eftirliti. Á litlum búum
er búskapurinn oft hlutastarf,
þannig að tími til nauðsynlegra
gegninga verður minni.
Peter Sandöe bendir á að reglur
um velferð búfjár verði aldrei
annað en leiðbeinandi rammi.
Innan rammans verður ætíð vem-
legur munur á hinu besta og lak-
asta. Því er mikilvægt að inn-
prenta bændum, enn frekar góða
meðferð á búfé sínu.
(Norsk Lcmdbruk nr. 5/2000).
30 - FREYR 6/2000