Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 10

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 10
Meltanleiki fjölærs rýgresis í 2. og 3. slætti þegar mislangt er liðið frá næsta slætti á undan. Til samanburðar er meltanleiki vallarfoxgrass eins og hann hefur mælst við skrið að meðaltali. Meltanleiki, % 80 78 76 74 72 70 ■Á- • • 2. sláttur • * • • * * 3. sláttur * • * * Meltanleiki vallarfoxgrass viö skrið 73% • * • 25 30 35 40 45 50 Dagar milli slátta 55 3. mynd. A þessu línuriti sést hvernig meltanleiki fjölœrs rýgresis í 2. og 3. slœtti lœkkar eftir því sem lengra er liðiðfrá nœsta slœtti á undan. Meltanleiki var mœldur f uppskeru á 1. ári í yrkisprófunum á Korpu, Sámsstöðum, Þorvaldseyri og Möðruvöllum 1996 og 1997, allar þríslegnar nema á Möðruvöllum, og í rœktunartilraun á Korpu 1999 þar sem borin voru saman sláttukerfi. A myndinni falla 12 punktar þétt að línu (ekki sýnd) þar sem meltanleikinn fellur aðeins 0,12 einingar á dag. Stöngulmyndun er talin skýringin í þau fjögur skipti þar sem meltanleikinn er lœgri. Lengst til hœgri eru niðurstöður frá 1997 þegar tiltölulega langt leið milli slátta í tveimur tilraunum, sjá 1. mynd. Hin tvö skiptin eru úr tilrauninni á Korpu 1999. Þá spratt seint eftir fremur erftðan vetur og sumir reitirnir voru slegnir svo lítið sprottnir íjúní að líkja má við vorbeit. Þá skerðast stönglar lítið eða ekkert og halda áfram að vaxa. Það er því tíminn frá upphafi sprettu fremur en tíminn frá slœtti sem skýrirfall meltanleikans efmjög snemma er slegið eða beitt. snemma slegið (1. mynd). Á 3. mynd sést hvemig meltanleikinn lækkar eftir því sem lengra hefur liðið milli slátta. Hann fer þó ekki að falla ört fyrr en um skrið. Þá verður grasið stöngulríkt og stönglarnir tréna. Vorbeit á rýgresi getur orðið til þess að slætti seinki án þess að beitin tefji stöngul- myndun og þá getur meltanleikinn verið farinn að falla við slátt. í til- raununum hefur komið fram að ferlitna rýgresi er gæðameira en tvílitna eins og vænst var. Að jafnaði hefur ferlitna yrkið Einar verið 2,8 prósentustigum hærra í meltanleika en tvílitna yrkið Svea. Ekki er víst að þessi munur skipti miklu máli, meltanleikinn er svo hár hvort sem er. En það hefur einnig sýnt sig að beitarfénaður er fljótur að velja og tekur ferlitna rýgresi fram yfir, sennilega vegna þess að það er safaríkara, þ.e. vatnsinnihaldið meira. Því fylgir svo góðgæti eins og meira af vatnsleysanlegum sykrum. Reynd- ar er mikið af þeim í öllu rýgresi og gera þær grasið girnilegt, ekki bara til beitar, heldur hjálpa þær til að tryggja góða verkun. Hins vegar þarf grasið því meiri þurrk sem það er blautara og rýgresi ætti alltaf að forþurrka. Ræktun fjölærs rýgresis Eins og getið var í inngangi hafa nokkrir bændur þegar fengið lítils háttar reynslu af fjölæru rýgresi. Vorin 1998 og 1999 hefur líklega verið sáð í rúma 30 hektara. Mest hefur verið sáð af Baristra því að lítið fræ var fáanlegt af Svea vorið 1998. Einar er ekki kominn á mark- að og það mun dragast enn um sinn þar sem skilyrðum til að fá opin- bera viðurkenningu sem yrki reyndist ekki fullnægt. Nú í vor verður töluvert magn af Svea fáan- legt og því ætti rýgresistún, sem sáð verður í í vor, að endast betur en sumt af því sem þegar hefur verið sáð í. Ágætlega gefst að sá rýgresi með komi sem er ræktað til þroska. Þá kemur rýgresið þó ekki til nytja haustið sem sáð er. Meltanleikinn getur verið lágur um vorið ef grasið helst grænt í skjóli af komhálmin- um til vors, en ætti að hækka þegar dregur að slætti. Fjölært rýgresi hefur einkum verið prófað í hrein- rækt, en einnig em gerðar tilraunir með það í blöndu með smára, bæði hvítsmára og rauðsmára. Það eru einkum hin miklu fóð- urgæði sem gera fjölært rýgresi áhugavert og það sprettur oft mjög vel á fyrsta ári. Til þess að nýta gæðin þarf að slá snemma. I góðu ári ætti að slá í júní, jafnvel um eða fyrir miðjan mánuð. Svo er borið á til að fá góðan endurvöxt og túnið ætti að mega slá eða slá og beita tvisvar aftur þegar svona snemma er slegið. Við vitum reyndar ekki hvort þessi harða nýting eykur mikið hættuna á kali, en rýgresistúni er ekki ætlað að verða varanlegt. Sums staðar er- lendis er mælt með að slá þegar sprettan er um 2 tonn þurrefnis á hektara, m.a. til þess að geta hirt ekki seinna en á öðrum degi. Hér ætti að slá allt að fjórum sinnum við bestu skilyrði ef farið væri eftir þessari reglu, en fóðurgildið helst betur hér á landi en víðast annars staðar vegna þess hve sum- arið er svalt og því er ekki sama þörfin á að slá oft. 10 - FREYR 6/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.