Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 11

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 11
Vallarfoxgras Saga allarfoxgras óx uppruna- lega vilt í Evrópu austan- verðri, Asíu og Afríku, en er nú alls staðar á túnum í tempraða beltinu. Frá Evrópu barst vallarfoxgrasið til Norður- Ameríku og þar hófst ræktun þess. Danskur maður að nafni Timothy Hansen vann að útbreiðslu þess í Bandaríkjunum og Bretlandi í kringum 1720. Timothy varð mönnum minnisstæður, því að í nokkrum tungumálum ber vallar- foxgras nafn hans, t.d. timothy á ensku og timothe á dönsku. Víða hefur vallarfoxgras fengið önnur nöfn, sem minna á að axið líkist loðnu skotti á dýri. Steindór Stein- dórsson (1978) segir um íslenska nafnið á vallar- foxgrasi: „Stefán (Stefáns- son höfundur Flóru íslands) tekur upp foxgras sem ætt- kvíslarheiti og aðgreinir teg- undimar fjalla- og vallarfox- gras.... Foxgras er sýnilega komið úr ensku, hvernig sem á því stendur." Á ensku heitir refur fox og margir breskir bændur kalla vallarfoxgras foxtail (refaskott). Stefán skýrði eina nákomna ætt- ingja vallarfoxgrass hér á landi fjallafoxgras, en það vex aðallega til fjalla, t.d. í snjódældum. Magnús Stephensen (1820) er Kklega fyrstur Islendinga til að minnast á vallarfoxgras á prenti. í grein í Klausturpóstinum, þar sem hann fjallar um ýmsar nytja- jurtir, kallar hann vallarfox- grasið rottuhala, sem er þýð- ing á gömlu dönsku nafni eng-rottehale. Þetta sýnir að Magnús hefur fylgst vel með í dönskum búnaðarritum, því að notkun á vallarfoxgrasi var þá nýjung í danskri túnrækt. eftir É Magnús Óskarsson á frá Hvanneyri Einar Helgason (1899) getur þess að hann hafi sáð vallarfoxgrasi fyrir Boilleau barón á Hvítárvöllum í Borgarfirði, 4. júní árið 1898. Hugsanlega hefur það verið í fyrsta sinn sem vallarfoxgrasi hefur verið sáð í íslenska jörð. Á ámnum 1904- 1909 var farið að gera athuganir á nokkmm yrkjum (stofnum) af vall- arfoxgrasi í Gróðrarstöðvunum á Akureyri og í Reykjavík (Sturla Friðriksson, 1956). Bændur sáðu ekki grasfræi í nýræktir svo að nokkm næmi fyrr en á áranum 1920-1930. Ástæðan var skortur á jarðvinnslutækjum og að margir höfðu ótrú á erlendu grasfræi. Þeg- ar bændur náðu tökum á gerð sáð- sléttna notuðu þeir mest grasfræ- blöndur og var vallarfoxgras í þeim flestum. Vallarfoxgras Ræktun Flestir íslenskir bændur þekkja vallarfoxgras þegar það er skriðið. Axið er gróft og hrjúft og minnir á skott eða hala á dýri. Þegar grasið blómgast hanga fræflar út úr axinu og það virðist vera loðið. Blöðin em mjúk og breið. Það er örðugt að þekkja vallarfoxgras frá háliðagrasi áður en grösin em skríða, en blöð vallarfoxgras snúa dálítið upp á sig en það gera blöð háliðagrass ekki. Rótarkerfi vallarfoxgrass er frekar veikburða, þess vegna þolir það illa þurrka. Niður við rótina er hnúður, sem stundum er kallaður laukur, en frá honum vaxa sprotar á vorin og eftir slátt. Ef hnúðurinn eyðileggst deyr plantan. Þess vegna er mikilvægt að hnúðurinn skemmist ekki, t.d. við beit og traðk beitardýra eða um- ferð véla. Vallarfoxgras þolir illa að það sé slegið mjög snemma. Ef grasið er á kjör- lendi, þar sem það er lítið beitt og ekki slegið mjög snemma, getur það verið höf- uðprýði túnsins í mörg ár. Á Hvanneyri eru fallegir til- raunareitir með nær því hreinu vallarfoxgrasi, sem sáð var til árið 1970. Á það tún koma ekki skepnur og FREYR 6/2000 - 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.