Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 21

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 21
húsalofttegunda frá athöfnum sínum. Kolefnisbinding - óvissuþættir Margt er enn óljóst um það hvaða aðgerðir til að binda koltvísýr- ing andrúmsloftsins í lífræn efni í gróðri og jarðvegi verða látnar gilda gagnvart lofts- lagssáttmálanum.Við undirbúning bókunar- innar, sem samþykkt var í Kyoto í Japan 1997, gafst ekki næg- ur tími til að fjalla um þessi mál og slík bind- ing varð skilyrt við skógrækt. Margt er hins vegar enn óljóst um hvers konar skógrækt megi telja með í „kolefnis- bókhaldi þjóða“ og hvaða bindingu skuli telja með. Sem dæmi má nefna að sumar þær skógræktarskil- greiningar, sem mest eru notaðar af þróuðu ríkjunum, miða við land sem er með a.m.k. 10-20% skóg- arhulu og að trén séu a.m.k 5-7 m há. Slíkar skilgreiningar falla illa að markmiðum um að tengja saman baráttuna gegn landhnignun og loftslags- breytingum, ekki aðeins hér á landi, heldur á stærstum hluta jarðarinnar. Hvað okkur varðar má minna á að 80% birkiskóganna er lægri en tveir metrar í meðalhæð. Marga fleiri óvissuþætti mætti nefna. Á næsta aðildarþingi loftslags- sáttmálans, sem verður haustið 2000, er stefnt að ákvörðunum. Niðurstaðan skiptir íslendinga miklu máli og sama gildir um fjöl- mörg önnur ríki sem beijast við af- leiðingar landhnignunar. Ein af meginástæðum þess hve hægt gengur að ná samkomulagi um aðr- ar bindileiðir en skóg- rækt er ótti við mikla bindigetu sumra helstu landbúnaðarlandanna, s.s. Bandaríkjanna og Ástralíu. Of rúmar heim- ildir gætu opnað þessum þjóðum flóttaleiðir frá því að þurfa að takmarka losun gróðurhúsaloftteg- unda. Málamiðlun gæti legið í því að tengja sam- an markmið um t.d. vemdun loftslags, vamir gegn eyðimerkurmyndun og annarri landhnignun, og vemdun líffræðilegrar fjölbreytni. Slík nálgun myndi henta íslandi vel, því að verkefni við end- urreisn illa farins lands binda mikið kolefni. Jafnframt er auðvelt að mæla og gera eftirlitsað- ilum loftslagssáttmálans grein fyrir slíkxi bind- ingu. Líklegt er að það komi í ljós í nóvember 2000 hvort landgræðsla verð- ur samþykkt sem bindi- leið. Þær fjölmörgu þjóð- ir sem búa við vanda landhnignunar eiga þar sameiginlegra hagsmuna að gæta, og eru því bundnar vonir við að a.m.k. vel af- mörkuð landgræðsluverkefni verði heimiluð sem leið til að binda kol- tvísýring. Til baktryggingar mætti samhliða skoða þá leið að fá „sérstöðu íslands“ viðurkennda á grundvelli þess hve hér er mikið af illa fömu landi sem er áríðandi að bæta. Rík ástæða er hins vegar til að sækja fram á vettvangi kolefnis- bindingar óháð þessari óvissu. Sið- ferðilega séð stæði ísland þá einnig mun betur í „bókhaldi gróðurhúsa- lofttegunda“ gagnvart alþjóðasam- félaginu, og þá ekki síður ef íslandi Vegna átaks í bindingu koltvísýrings hafa á fjórða hundrað þúsund plöntur verið gróðursettar í ógróið land. Guðríður Baldvinsdóttir, héraðsfulltrúi á Norðurlandi eystra, kannar hér gœði lúpínuplantna. Landgræðsla og breytingar á landnýtingu Á alþjóðavettvangi á sér stað mikil umræða um áhrif fleiri að- gerða en skógræktar á kolefnis- bókhald þjóða. Þar má nefna t.d. áhrif þess að ryðja skóg vegna ak- uryrkju (sem er einhver mesti „los- unarvaldurinrí1 í Ástralíu), bæta meðferð á komökmm (sem Banda- ríkjamenn horfa mest til), taka land úr notkun þannig að ástand þess batni af sjálfsdáðum (áhersla m.a. Bandaríkjamanna) og bæta land- kosti með uppgræðslu og öðmm skyldum leiðum. FREYR 6/2000 - 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.