Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 23

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 23
Hugsanlegur ávinningur af erfðabættum nytjaplöntum Erindi á ráðstefnu á vegum umhverfisráðuneytisins 9. mars 2000 Erfðabreytt matvæli - framtíðarvon eða „Frankenstein-fæða“? Um aldamótin 1900 var rúm- ur einn milljarður manna á jörðinni. Eitt hundrað árum seinna var mannkyn orðið 6 mill- jarðar. Óhugsandi væri að næra þennan fjölda með þeirri þekkingu og tækni í matvælaframleiðslu sem fyrir hendi var fyrir 100 árum. Þá var nær allt mannkyn upptekið við að framleiða mat - og svo er enn á mörgum fátækustu og lítt þróuð- ustu svæðum heims. Astæðan fyrir því að unnt er að fæða 6 milljarða manna í dag er fólgin í framförum í vísindum og tækni. I hinum þróuðu ríkjum er það aðeins brot af vinnu- aflinu sem þarf til að afla matfanga, þótt munurinn sé enn mikill milli iðnríkja og margra þróunarríkja. Það voru einkum fjórir þættir sem orsökuðu þá örlagaríku bylt- ingu í framleiðni matvæla sem leiddi til þess að meirihluti mann- kyns losnaði undan þeirri nauðsyn að afla sér og fjölskyldu sinni lifl- brauðs, en gat aflað tekna í annarri vinnu og keypt sér mat. Þá fór að gefast meiri tími til að sinna öðru; þróun borgarlífs, vísinda og tækni- væðingu, menningu og listum, - og það sem margir hafa nú áhyggjur af - tími og efni til að fjölga mann- kyni. Þessir vísinda- og tækniþættir eru: 1. Uppgötvun tilbúins áburðar 2. Þróun lyfja og eiturefna til vamar sjúkdómum, skordýrum og illgresi 3. Vélvæðing, fyrst og fremst drátt- arvélin og síðast en ekki síst 4. Kynbætur jurta og dýra. í þessu spjalli ætla ég aðeins að fjalla um nytjajurtir og hugsanleg- an ávinning af notkun erfðatækni til eftir Dr. Björn Sigurbjörns- son, land- búnaðar- ráðuneytinu ,1 að kynbæta þær. Nytjaplöntur voru að smáþróast um þúsundir ára meðan bændur völdu þær tegundir plantna sem nýttust þeim best og gáfu besta og öruggasta uppskeru. Innan tegundanna völdu skarp- skyggnir bændur síðan einstaklinga sem báru af og fjölguðu þeim. Það var þó ekki fyrr en erfðalögmál Mendels voru enduruppgötvuð árið 1900 að skriður komst á kynbætur plantna. Hin sígilda aðferð kynbóta er val á úrvalseinstaklingum, víxlun þeirra og úrval afkvæma. Slíkar kynbætur byggðu á líffræðilegum breytileika og því að eftirsótt gen væru fyrir hendi í foreldrum af- kvæma. Líffræðilegur breytileiki er til- kominn vegna stökkbreytinga í genum og náttúruvali á þeim gen- um sem nýttust í framþróun lífver- anna. Stökkbreytingar eiga sér margar orsakir, m.a. geisla sem koma utan úr geimnum, ýmis efni og önnur áreiti. Darwinsk þróun byggist á náttúrulegum stökkbreyt- ingum, víxlunum og úrvali. Með því að beina geislum (gamma, rönt- gen, nevtrónum eða elektrónum) að fræjum eða heilum plöntum, eða nota sérstök efni, er unnt að auka tíðni stökkbreytinga og velja úr þeim þær sem gefa af sér gagnlega eiginleika. Þessar tvær aðferðir kynbóta, ásamt ræktun á F1 kyn- blendingum (víxlun skyldleika- ræktaðra afbrigða gefur af sér af- burðaeinstaklinga, s.s. í maís) sáu okkur fyrir aukinni framleiðni og meiri gæðum alveg fram á síðustu ár. Græna byltingin, sem átti sér stað á sjöunda áratugnum, byggðist á því að gen, sem fyrir hendi voru eða nýlega stökkbreytt gen, sem gerðu plöntur hálf- dvergvaxnar, var víxlað inn í bestu afbrigðin. Þessi dvergvöxnu afbrigði, aðallega af hveiti og hrísgijónum, gátu nýtt sér stóraukna áburðargjöf til að bæta við komþyngdina án þess að stráið lengdist og veiktist. Gömlu afbrigðin hefðu bara lengst og fall- ið í fyrsta stormi! Afleiðingin var sú að komuppskera á hektara marg- faldaðist. Mörg lönd, s.s. Mexíkó, Indland og Pakistan, sem flutt höfðu inn mikið af komi til neyslu, urðu sjálfum sér nóg og fóru jafnvel að flytja út. Síðan em 30 ár og af einhverjum ástæðum hefur uppskera á hektar af þessum höfuð- komtegundum heimsins lítið aukist síðan, þrátt fyrir gífurlegt átak í jurtakynbótum. í sumum tilfellum hefur orðið vart við hnignun í fram- leiðslugetu kornafbrigða. Þetta veldur áhyggjum vegna þess að vaxandi fólksfjöldi heimsins kallar á stóraukna matvælaframleiðslu. 850 milljón manns vannærðir A fundi þjóðarleiðtoga um fæðu- vandamál heimsins, sem haldinn var í Róm árið 1996, kom fram að um 850 milljónir manna fá ekki nóg að borða. Leiðtogamir ákváðu FREYR 6/2000 - 23

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.