Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 33

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 33
FREYR 6/2000 - 33 stofnun landbúnaðarins fræ haustið 1984 og er það álitið eina fræið sem til er af ómengaðri Kálfafellsrófu og er geymt sem slíkt í Norræna genbankanum. Til gamans má geta þess að þegar Kálfafellsrófan var í tilraunum hjá Atvinnudeild Háskólans var þar í forsvari dr. Askell Löve. Hann hætti þar störfum stuttu síðar og fluttist vestur um haf. Hann skrif- ið á haus í strigapoka. Reiknað var með að fræið hefði möguleika á eft- irþroska meðan enn var eitthvað eftir af rófunni. Til að halda rófu- stofninum hreinum var þess vand- lega gætt að slíta upp allt kross- blómakyns sem kom upp í nýrækt- um og hafði borist þangað með grasfræi. Gulrófnaræktin varð nokkuð slit- rótt á Kálfafelli þegar kom fram á sjöunda áratug aldarinar. Síðast var sáð þar rófum af heimastofni 1993 og valdar fræmæður um haustið, en þær glötuðust. Enn er þar á bæ til lítið eitt af gömlu fræi, en óvíst er um spírun. Fyrr á árum fór megnið af fræuppskerunni hveiju sinni til heimilisræktunar hér og hvar um nálægar sveitir. Á Maríubakka í Fljótshverfi hefur um árabil verið stunduð rófnarækt til sölu. Kálfa- fellsrófumar þóttu þar mjög góðar í ræktun og hægt var að taka þær upp einni til tveimur vikum fyrr en út- lendar rófur. Frærækt af Kálfafells- rófu var stunduð nokkuð á Maríu- bakka þótt verr gengi að fá vel þroskað ffæ þar niður á flatlendinu en verið hafði heima á Kálfafelli. Frá Maríubakka fékk Rannsókna- 3. mynd. Rannsóknastojhun landbúnaðarins og Félag gulrófnabœnda gera nú tilraun með frœrœkt af íslenskum gulrófustofnum utanhúss á Korpu. I sekkjunum eru rúmlega þúsund frœmœður af Kálfafellsrófu og Ragnarsrófu, komnarfrá Hrafnkatli Karlssyni á Hrauni í Ölfusi. 2. mynd. Frœmœður bíða vorsins á Korpu í apríl 2000. aði bréf að Kálfafelli mörgum ámm síðar og sagðist viðhalda Kálfa- fellsrófunni í Kalifomíu og rækta til matar ár hvert. En víkjum þá aftur að upprana Kálfafellsrófúnnar. Miðað við það, sem á undan hefur verið sagt er ljóst að hans er að leita í Skafta- fellssýslu á nítjándu öld, það er fyr- ir þann tíma er Schierbeck, Garð- yrkjufélagið og Búnaðarfélagið fóm að láta til sín taka með fræ- sendingum út um land. Rófnarækt stóð með blóma þar í sveitum allan síðari hluta aldarinnar og enginn veit hvaðan þær rófur kunna að hafa verið ættaðar Láms bendir á að skoðanir grein- arhöfundar og sínar geti að vissu leyti farið saman. Það er tilgáta Lámsar að Kálfafellsrófan og Kras- nöje selsköje rófan rússneska eigi sér sameiginlegan uppmna í fymd- inni. Djúpstæðar rófur og lítið jarð- lægt kál sagði dr. Áskell Löve í fyrr- nefndu bréfi að væm norræn ein- kenni og aðlögun að köldu loftslagi. Önnur leiðrétting þarf líka að fylgja hér með: Finndís Harðar- dóttir í Dilksnesi segist ekki hafa ræktað Nesrófuna eins og fullyrt var í rófugreinini. Þetta leiðréttist hér með. Nesrófan er þá hvergi í ræktun svo undirrituðum sé kunn- ugt. j j

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.