Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 20

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 20
bundið tonn er því aðeins brot af þessari upphæð. Ef notað er sem dæmi að binding þeirra 22.000 tonna af CO2, sem átakinu var ætlað að skila, hafi verið vegna fjölgunar bíla frá 1990 til 2000, þá má segja að ekki þurfi að gera frekari ráðstafanir miðað við óbreyttan bílaflota næstu áratugi. Mengun frá þeim hafi þegar verið mætt með uppgræðslu og skóg- rækt og kostnaðurinn að fullu greiddur. Ef uppgræðslu- og skógræktar- kostnaði er deilt niður á þann tíma, sem landið er að binda kolefni, verða kostnaðartölumar lágar. Fyrir 50 ára tímabil yrði árlegur bindi- kostnaður miðað við forsendur átaksins (með 5% árlegum vöxtum á upphaflega fjárfestingu) 400-700 kr./tonn CO2. Til samanburðar er áætlað að leiga á losunarkvóta gæti orðið á bilinu 1000 til 5000 krónur á tonn CO2 ígilda. Rannsóknir benda til að binding koltvísýrings með landgræðslu og skógrækt á hvem hektara lands sé í reynd talsvert meiri en reiknað var með í forsendum átaksins (Ólafur Arnalds o.fl., Ráðunautafundur 2000). Það leiðir til samsvarandi lækkunar í mati á árlegum kostnaði við bindinguna. Dæmi um kostnað við að mæta losun koltvísýrings: Alver, sem framleiðir 100 þúsund tonn af áli á ári, losar frá sér gróðurhúsalofttegundir að ígildi 180 þúsund tonnum af CO2 á ári. Til að mæta að fullu þessari losun með uppgræðslu þyrfti að græða um 45 þúsund hektara (miðað við 4 tonn CO^/ha bind- ingu á ári), en rækta 24 þúsund hektara af skógi (miðað við 7,5 tonn CO^/ha bindistuðul). Hag- kvæmast væri að breyta ógrónu landi í skóg. Kostnaðurinn gæti orðið um 40 - 100 milljónir króna á ári yfir framkvæmdatímann. Borið saman við framleiðsluverð- mæti álsins er hér ekki um hátt kostnaðarhlutfall að ræða og hið sama gildir um samanburð við al- gengan kostnað við að farga úr- gangi frá iðnaði. Við bruna á einum lítra af bensíni losna 2,32 kg af CO2. Vegna bíls þarf að líkindum að græða upp sem samsvarar einum hektara lands. Kostnaðurinn gæti numið um 1-3 kr. á lítra bensíns. Nefna má Costa Rica sem dæmi um land sem hefur lagt gjald á eldsneyti til að kosta bindiverkefni. I þessum kostnaðardæmum er ekki tekið tillit til þeirrar miklu verðmætaaukningar á landi sem uppgræðsla og skógrækt hafa í för með sér. Sama gildir um beinan arð, svo sem beit eða viðamytjar, og önnur markmið, svo sem að koma í veg fyrir jarðvegsrof eða aðra hnignun landkosta. Það væri því óeðlilegt að ætlast til þess að „mengunarvaldurinn" greiddi allan kostnað við að mæta losun gróður- Frá Arskógum í Rangárvallasýslu. Melgresissáning sem árlega bindur um 4 tonn af koltvísýringi úr lofti á hvem hektara lands. 20 - FREYR 6/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.