Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 35

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 35
með mykjunni virðist takast vel í kalblettum þar sem fræplönturn- ar búa ekki við samkeppni, en of langt er á milli raða.“ Hér verður getið um tvær til- raunir, sem gerðar voru á Hvanneyri með endurvinnslu túna. Tilraun nr. 765-65 skemmdist á öðru ári og þess vegna var hætt við hana. Til- raunin var á sléttu fyrir vestan Grásteinsmýri (tafla 7). Einum tilraunalið er sleppt úr þessu uppgjöri. Sá liður var plægður haustið 1964 og herfaður og síðan sáð í hann vorið 1965. Þessi tilraunaliður eyðilagðist gjörsamlega, að hluta til vegna óhappa. Aður en tilraun nr. 165-65 hófst var mjög mikið varpasveifgras í túninu, þess vegna var tilraunin gerð þar. Arið 1965 var mikill haugarfi í liðnum, sem tættur hafði verið, og næsta ár bar töluvert á vall- arfoxgrasi og dálítið á haugarfa. Árið 1966 var skrifað í tilrauna- 2. tafla. Rúmþyngd jarðvegs í 165-65 tilraun nr. Rúmþyngd Túnið óhreyft 0,31 Túnið tætt 0,31 Sáð og herfað 0,29 dagbók að ekki væri unnt að sjá mismun á reitunum þar sem túnið var óhreyft og þar sem sáð hefði verið og herfað með óskekktu diskaherfi. I ágúst 1966 voru tekin jarð- vegssýni úr tilrauninni úr 0-5 cm dýpt og mæld í þeim rúmþyngd. Mismunur milli liða reyndist ekki raunhæfur en niðurstöður voru eins og hér segir: (tafla 2). Vegna þess að tilraun nr. 165- 65 mistókst að verulegu leyti var ákveðið að gera aðra svipaða. Það ýtti en frekar undir það að Bútæknideild RALA á Hvanneyri hafði þá undir höndum túnsáðvél. Tilraunin nr. 214-67 var á mýrarjörð austan við Grænhól á Hvanneyrartúninu. Mýrin var ræst fram árið 1953 og unnin með jarðvegstætara 1959. Notuð var MR-blanda 1959, sem var með 17,2% háliðagras, 42,8% vallarfoxgras, 17,2% túnvingul, 8,5% hávingull, 8,5% há- sveifgras og 5,8 vallarsveifgras. Markmiðið með tilrauninni var að finna ódýra aðferð til að end- urnýja gróðurinn í gamal túninu og auka uppskeruna. Tilraunakerfið var þannig: a. Túnið ómeðhöndlað. b. Sáð í túnið með túnsáðvél án jarðvinnslu. c. Túnið tætt með tætara einu sinni og sáð í það með túnsáðvél. d. Grasrótin tætt með hjólmúgavél og sáð i landið með túnsáðvél. e. Túnið plægt og herfað og sáð í það með túnsáðvél. í alla liði nema a-lið var sáð sem svaraði 20 kg/ha af grasfræblöndu A frá SÍS og 20 kg/ha af einæru rýgresi. Á spildunni, sem tilraunin var á höfðu áður verið tilraunir. Árið 1967 þegar tilraunin hófst voru orðin mikil umskipti í gróðurfari. Það vor var gróðurfarsmælt með oddamælingu. Niðurstöðuna má sjá á mynd 1. Rétt er að vekja athygli á að til- 3. tafla. Tilraun nr. 214-67 með endursáningu túna. Uppskera hkg/ha þurrefni. Túnið unnið Túnið tætt Túnið Sáð m/ tætara m/múgavél Túnið plægt Ár óhreyft m/sáðvel og sáð og sáð herfað og sáð 1967 50,6 44,7 27,0 35,3 36,0 1968 47,4 44,8 42,5 40,3 37,5 1669 35,1 35,4 34,9 31,6 26,2 1970 51,9 56,2 52,1 51,8 48,0 Meðaltal: 46,3 45,3 39,1 39,8 36,9 FREYR 6/2000 - 35 .1

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.