Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 7

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 7
Svipur að sleikja sólskinið. Meðalhiti á vetuma er um 20°C. Hvernig eru hænsnin á litin ? Þau em í öllum litum og ákaflega falleg, bæði hænur og hanar. Þau em skrautleg og afar þægileg í skapi. Ég gef þeim sérstakt hænsnafóð- ur og svolítið grófmalaðra korn með. Auk þess fá þær matarafganga og kál sem þær em mjög hrifnar af. Þegar þurrkamir em mestir fæ ég afganga af káli í búðunum sem komið er yfir söludag. Mér em gefnir þar stórir kassar af þ\ í. Einu sinni í viku fá þær svo hafragraut upp á gamla mátann með pínulitlu af lýsi í, oftast frá íslandi. Ég hefi kynnt mér allt efni sem ég hef náð í um hegðun hænsna og um- hirðu þeirra. Þannig komst ég að því að þær urpu ekki eins mikið á vetuma fyrr en ég setti upp lýsingu hjá þeim. Þær þurfa a.m.k. 14 klst. ljós á sólarhring til að verpa vel. Það er þannig enginn munur á varpi hjá mér sumar og vetur. Það er sjálfvirkur rofi sem kveikir og slekkur á ljósinu. Sérðu enn hvað þœr verða gamlar? Nei, en ég er forvitin að komast að því og vita hvenær þær hætta að verpa. Eru börn þín líka áhugasöm um hænsnin? Já, mjög áhugasöm. Eins og Helga dóttir mín sagði, þetta hefur tengt mig við Island, en hún er bæði með íslenskan hest og hund. Ég finn líka hvað maður kynnist mörgu fólki bæði í Kalifomíu og heima á Islandi gegnum þetta, bæði hross, hænsni og hunda. Eru þarna ekki einhverjar hœttur fyrir dýrinfrá umhvetfinu? Já, margar hættur. Þama em t.d. sléttuúlfar sem spangóla á nóttinni, fjallaljón og þvottabimir, svo em uglur og fálkar sem em fljót að hremma eina hænu. Það er því nauðsynlegt að hafa vel girt kring- um hænsnin á alla vegu. Hestamir em hins vegar ekki í neinni hættu. Ég segi vinum og kunningjum að ég sé orðin hænusálfræðingur því að ég sit oft hjá þeim til að fýlgjast með þeim. Krakkamir mínir segja að ég sé í hænubíói þegar ég sit þama. Ég hef t.d. lært það að unghan- amir mega hvorki vera of gamlir eða of ungir þegar ég set þá inn í gerðið. Ef þeir em of gamlir þá samlagast þeir ekki hópnum en ef þeir em of ungir þá áreita fullorðnu hanamir þá. Það er þannig enginn vandi fyrir mig að hafa marga hana saman. Islensku hanamir em afar friðsamir í eðli sínum. Ég hefi líka komist að ýmsum Svipur og Lýsingur að leik. erfðagöllum í kyninu, sem er ekkert undarlegt miðað við hve það er orðið skyldleikaræktað. Það er t.d. víkjandi gen hjá einum hana og tveimur hænum hjá mér fyrir s-beygðum hálsi, (wry or crooked neck). í annað skipti kom fram hani með stél sem vildi ekki standa beint, (wry or crooked tail), sem er ættgengt. Stéhð hallast þá. Enn alvarlegra er að ffá einum af mínum uppáhaldshönum og tveimur hænum komu ungar með krossbit, þar sem goggurinn myndar kross. Slíkir ungar komast ekki út úr egginu því að þeir geta ekki höggvið gat á skumið. Ég hefði því mikinn áhuga á að fá nýtt blóð í stofninn hjá mér. Ég hef t.d. heyrt að til séu íslensk hænsni í Þingeyjarsýslu og ég hefði áhuga á að komast í samband við fólk þar sem á slík hænsni. Gefurþú hœnum og hönum nöfn? Já, öll hænsni hjá mér heita ís- lenskum nöfnum. Ég á hana sem heita Ljómi, Steinar, Roði, Hrímnir og Sindri og hænurnar heita Harpa, Silfurtá, Móra, Mold o.fl. Netfang hjá Sigríði er: sveinn @home. com en póstfang er: Sigridur Thordarson P.O. Box 172 Trabuco Canyon CA, USA 92678 M.E. FREYR 6/2000 - 7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.