Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 27

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 27
Samandregið yfirlit Á yfirleitt að framleiða erfða- breyttar matvörur? Aldrei hefur verið talað við neyt- endur um það til hvers á að nota þessa tækni, þeir eru einungis upp- lýstir um það að þessi tækni hafi verið tekin í notkun. Vissulega lítur það vel út að draga megi úr úðun eiturefna á jurtir og að geymsluþol matvæla, t.d. tómata, aukist. Það er einnig staðreynd að með erfða- breytingu er einnig verið að gera plöntuna þannig að hún þoli eitrið sem úðað er á illgresið. Er kannski verið að þróa „ofur“skordýr með þessu og sem krefst síðar meir enn öflugra eiturs til að drepa illgresið. Um margt annað mætti spyija, t.d hvað við höfum að gera við horm- ónanotkun í mjólkurframleiðslu, þegar við framleiðum nú þegar of mikla mjólk? Er hœttulegt að borða erfða- breyttar matvörur? Neytendasamtökin sjá ekki beina hættu í því fyrir neytendur að neyta erfðabreyttra vara.Ýmsir vísinda- menn telja þó svo vera en aðrir ekki. Allan vafa ber að túlka neyt- endum í hag. Astæða er til að minna á að enn liggja ekki fyrir tryggar niðurstöður um hvaða áhrif erfðabreyttaa lífverur hafa á um- hverfið og heilsu fólks, enda stutt síðan þessar vörur komu á markað- inn. Draga erfðabreytingar úr notkun eiturefna? Sumir segja svo vera, en aðrar rannsóknir segja annað. Spumingin er hins vegar hvort skordýrin lagi sig að erfðabreyttum lífvemm í stað þess að þeim fækki. Reynslan ein mun leiða það í ljós. Eru erfðabreytingar ekki einfald- lega eðlileg þróun innan hefðbund- innar framleiðslu? Þessi rök hafa oft verið notuð af stuðningsmönnum erfðabreytinga. Fram til þessa hafa kynbætur farið fram með úrvali innan tegundar Neytendur eiga að geta valið um hvort þeir kaupa erfðabreytt matvœli eða ekki. eða á náskyldum tegund. Erfða- breytingar tegunda sem gerðar hafa verið rannsóknarstofum eru allt annað mál og ekki vandamál hefð- bundinnar framleiðslu, heldur ný framleiðsluaðferð. Þar má nefna að auka má kulda- og frostþol í jurtum með því að flytja í þær þessa eigin- leika úr fiskum úr Norðurhöfum. Þetta getur engan veginn talist rök- rétt framhald á framleiðslu hefð- bundinna matvæla, heldur ný fram- leiðsluaðferð, enda líta stjómvöld um allan heim svo á. Ný reglugerð um nýfæði og sem tekur m.a. til erfðabreyttra matvæla segir allt sem segja þarf um þssa fullyrð- ingu. Hvað gerist þegar fá alþjóðleg fyrirtækin ná einokun á markaðn- um? Ljóst er að bændur verða háðir þessum fyrirtækjum bæði um út- sæði og eiturefni. Hvemig er hægt að tryggja eðlilega samkeppni í heiminum við slíkar aðstæður? Hvað gera þeir bœndur sem söðl- að hafa um yfir í lífrœna fram- leiðslu, þar sem tryggja verður að ekki sé notað erfðabreytt fóður og fræ? Til að tryggja lífræna framleiðslu verður að vera öllum ljóst hvaða vömr em erfðabreyttar og hverjar ekki, enda má ekki nota erfðabreyt- ingar innan lífrænnar framleiðslu. Það yrði hefðbundinni framleiðslu í óhag en myndi styrkja lífræna framleiðslu. Tryggt þarf að vera að neytendur hafi val um það hvort þeir neyti erfðabreyttar matvömr eða ekki og því em sérstakar merk- ingar á þeim nauðsynlegar. Niðurstöður Það er ýmislegt sem mælir gegn erfðabreytttum matvælum, en einn- ig ýmislegt sem mælir með þeim. Neytendur eiga að geta valið á gmndvelli upplýsinga. Gmndvall- arkröfur eins og um upplýsingar og val verður að halda í heiðri. Neyt- endur hafna þessum matvælum í vaxandi mæli og því em erfða- breyttu matvælin á útleið. FREYR 6/2000 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.