Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 6

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 6
Hér má sjá myndarhanann Steinar og Glettu hans. kom 1989 og Lýsingur frá Hvalnesi, Skagafirði kom 1996. Hann er út af Andvara 922 Við vorum mjög sæl með þá, það var eins og ræst hefði gamall draumur. I grennd við okkur eru miklar reiðgötur, í Kalifomíu em oft skógareldar og slökkviliðið hef- ur látið ryðja rásir út um allt, skóga og hæðir, sem gott er að nota til út- reiða. Flestir í kringum okkur em með hesta og önnur dýr hjá sér. Út frá þessu spannst það að eitt sinn þegar ég kom heim til Islands þá fór ég á skrifstofu trmaritsins Eiðfaxa og hitti þar ritstjórann, As- dísi Haraldsdóttur, sem sagði mér að áhugi væri nú mjög vaxandi á ís- lenskum hundum og hænsnum. Hænsnum, sagði ég, og gat ekki gleymt þessu. Þegar ég svo kom næst til íslands þá hafði ég sam- band við Magnús Óskarsson sem ég þekkti frá fomu fari í Kópavogi og vissi að var á Hvanneyri, en As- dís hafði sagt mér að þessi hænsni væm þar. Magnús kom mér þá í samband við Emmu Eyþórsdóttur á RALA og hjá henni starfaði Hall- grímur Sveinsson, ungur maður, af- ar áhugasamur, og hann var aðal- hjálparhella mín við að koma hænsnunum út til Kalifomíu. Ég þurfti svo að fá alls konar vottorð frá Tilraunastöðinni á Keld- um til að uppfylla kröfur Landbún- aðarráðuneytis Bandaríkjanna í Washington og ég verð að segja að þeir sem að þessu komu hér á landi vildu allt fyrir mig gera. Ég fékk svo leyfi til að flytja út 30 egg en það urðu töluverð afföll af þeim þannig að í seinna skiptið sat ég sjálf undir eggjunum í flug- vélinni, þá vom eggin 40. Eggin mega ekki vera eldri en 6 daga og hitastig að haldast um 13°C í ferðinni. Heima í Kalifomíu beið tilbúin öll aðstaða til útungunar og í fyrra sinnið fékk ég sjö unga og í seinna skiptið átta. Veistu hvaðan af íslandi þessi hœnsni voru? I fyrra skiptið, árið 1997, vom eggin frá Syðstu-Fossum í Andakíl en í síðara skiptið frá Steinum í Stafholtstungum. Ég hef svo fjölgað hænsnunum og núna á ég 30 hænur og átta hana. Enn sem komið er legg ég áherslu á að koma upp góðum ís- lenskum stofni en ég gaf íslenskum manni, sem býr ekki langt frá mér, nokkur hænsni. Hann heitir Valur Blomsterberg og er frá Hafnarfirði. Hann flytur inn hesta frá Islandi. Auk þess gaf ég vinkonu minni nokkur. Hvernig haga hœnsnin sér þarna? Ég hafði áhyggur af því að þau þyldu ekki hitann, því að það getur orðið töluvert heitt hjá okkur, en þau þola hitann vel. Þegar hitinn er kominn yfir 30°C sé ég samt að þau spenna svolítið út vængina. Þá kem ég með vatnsslöngu og úða hjá þeim og það kælir töluvert. En níu mánuði á ári er hitinn hjá okkur þægilegur. Hvernig er varpið? Ég er nú með 30 hænur og fæ 5,3 egg á hænu á viku eða rúmlega 150 egg. Við torgum þessu að sjálf- sögðu ekki en bömin mín og ná- grannamir fá þau egg sem við not- um ekki sjálf. Eggin em hvít á lit og svolítið minni en egg í búðum. Ég hef heyrt að ráða megi af eyma- sneplum hænanna hvaða litur er á eggjum þeirra. Ef þeir em hvítir eða gulir þá em eggin hvít en ef þeir em rauðir þá em eggin brún. Ég hafði heyrt að íslenskar hænur verptu ekki vel, en þær verpa mjög vel hjá mér, finnst mér. Og þú ungar út áfram? Já og íslensku hænumar em með afbrigðum viljugar að liggja á, næstum um of og afar góðar unga- mæður. Mér finnst miklu betra að þær ungi út sjálfar og hafi ungana hjá sér. Það er minni fyrirhöfn við það, en ég hef ungað út töluvert í vél. Afhverju ertu með þessi hœnsni? Ég held að það sé vegna þess að ég hændist svo að dýmnum þegar ég var í sveit í Bjarnarhöfn, í 10 sumur. Svo í Kópavoginum var móðir mín með hænsni og hún hló oft að því að þegar hún vissi ekki hvar ég var og sá mig ekki þá var ég uppi í hænsnakofa. Þetta er þannig einhver bernskuþrá hjá mér. Svo em þetta íslensk hænsni og það tengir mig við Island. Þetta er þúsund ára gamall stofn á Islandi. 6 - FREYR 6/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.