Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 14

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 14
Hagnýting skjólbelta í landbúnaði / löndum heims er ræktun skjól- belta samofin jarðrækt og öðr- um landbúnaði. Ræktunin er framkvæmd með þeirri vitund og vissu að hún sé til hagsbóta land- búnaðinum og að kostnaðurinn sem lagður er út skili sér í auknum af- rakstri jarðar og dýra. fslenskir bændur hafa fæstir séð sér hag í ræktun skjólbelta og gengið hefur verið út frá því að þeir sem slíkt stundi geri það eingöngu sér til ánægju eða af sérvisku. Með þess- ari grein er leitast við að benda á hagnýtingarmöguleika skjólbelta í landbúnaði og færa rök fyrir því að aðrar ástæður en sérviska geti rétt- lætt ræktun þeirra. Ræktun nytjajurta Skjólið og áhrif þess á vistþætti skapa breytt umhverfi fyrir nytja- gróður. Hvað flesta þætti varðar er um að ræða jákvæðar breytingar sem auka uppskeru jurtanna. Næst skjólbeltum gætir þó alla jafnan uppskerurýmunar vegna skugga- áhrifa eða samkeppni um næringar- efni við trjáplönturnar. Mestra skjóláhrifa gætir í fjarlægð sem samsvarar tvöfaldri til fimmfaldri hæð beltisins og á því svæði er upp- skeruaukinn einnig mestur. Eftir því sem lengra dregur frá beltinu og skjóláhrifin minnka dregur úr upp- skeruaukanum (Óli Valur Hansson, 1983). eftir Ingvar Björnsson, Land- búnaðar- háskólanum á Hvanneyri Fóðurjurtir Gras virðist gefa einna mestan uppskeruauka nytjajurta í skjóli (Ólafur Njálsson, 1984). Á fyrri hluta aldarinnar voru gerðar til- raunir á Jótlandi sem gáfu meðal- tals uppskeruauka í grasi sem svaraði til 24,1% (Einar G. E. Sæmundsson, 1963). Þetta kemur heim og saman við kanadískar heimildir sem benda til þess að grastegundir svari skjóli sérlega vel (http//:www.agr.ca/pfra/shbgene.htm). Almennt séð er uppskeruaukinn meiri í hörðu ári en góðu og því virka skjólbelti sem eins konar trygging gegn sveiflum í árferði. Klemenz Kr. Kristjánsson (1976) kannaði áhrif skjóls á komþroska um og eftir miðja öldina. Öll sumr- in skilaði skjólræktaða komið betri þroska en í slæmu árferði var mun- urinn mestur en þá brást þroskinn á óskýlda svæðinu á sama tíma og skjólræktað kom náði þroska. Að meðaltali skilaði skjólræktað bygg 24% hærri þúsundkomaþunga en bygg á óskýldu landi. Klemens gerði einungis tilraunir með komþroskann (þúsundkoma- þunga) en líklega fylgir uppskem- magn sama mynstri þar sem há fylgni er á milli þroska og uppskeru (Jónatan Hermannsson, 1993). Eftir því sem skilyrði verða hag- stæðari fyrir nytjajurtimar dregur saman með óskýldu landi og landi í skjóli. Rannsókn á 182 ökmm í Al- berta fylki í Kanada á ámnum 1990- 1995 leiddi í ljós að uppskeruauki í skjóh nam um 2% á skýlda svæðinu en um 1% uppskerurýmun ef reiknað var með því landi sem fór undir skjólbeltin. Um var að ræða tegundir á borð við hveiti, bygg, hafra, ertur og refasmára(http://www.agric.gov.ab.c). Aðrar rannsóknir í Kanada hafa sýnt meiri uppskeruauka eða sem nemur 3,5% aukningu á hveiti- uppskeru að meðtöldu því svæði sem tapast undir skjólbelti (http://www.agr.ca/pfra/shbgene.httn.). Ljóst er að skjól getur skipt sköp- um fyrir komrækt á Islandi í köld- um eða þurrum ámm. I ljósi þeirra niðurstaðna ætti ræktun skjólbelta að verða liður í framtíðarskipulagn- ingu þeirrar ræktunar hér á landi ef tryggja á árvissari uppskeru og minni sveiflur milli ára. Matjurtir Ekki þarf að taka fram að það 1. mynd. Uppskeruauki í skjóli getur verið verulegur (Haukur Ragnarsson, 1990). 14- FREYR 6/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.