Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 24

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 24
1 jurtakynbótum er leitað sérstakra eiginleika jurta um allan heim. Myndin er af svörtu byggifrá Eþíópíu. (Ljósm. Þorsteinn Tómasson). þá að stefna að því að árið 2015 yrði fjöldi sveltandi fólks kominn niður í 400 milljónir. I skýrslu frá aðalforstjóra FAO, sem út kom nú í janúar, kom hins vegar fram að þetta virðist ekki ætla að takast. Fjöldi hungraðra er nú áætlaður 790 milljónir í þróunarlöndunum og 34 milljónir í iðnríkjunum. Þjóð- arleiðtogamir sáu einnig fram á að tvöfalda þyrfti matvælaframleiðslu heimsins fyrir miðja 21. öldina til að fullnægja fæðuþörf þeirra 10-12 milljarða manna sem þá er áætlað að byggi jörðina. Tvöföldun upp- skem er ekkert smáverkefni ef hún er þá yfirleitt framkvæmanleg. A mörgum svæðum, þar sem landbúnaður er fmmstæður, er hægt að stórauka uppskem með því að nota þau afbrigði sem til em og þekkta tækni og aðferðir. Það kost- ar þó gífurlega aukningu í notkun áveituvatns sem víða er af skomum skammti í heiminum. Það kostar líka mikla aukningu í notkun tilbú- ins áburðar, sem gæti leitt til meng- unar drykkjarvatns og það myndi kosta mikla aukningu í notkun eit- urefna til að verjast skordýram, sýklum og illgresi. Þetta gæti haft í för með sér óhollustu matvæla og ill áhrif á umhverfið. Fyrir nokkr- um áram hrinti FAO í framkvæmd stóm átaki til að auka uppskeru með þessum aðferðum. Stofnunin hefur skilgreint 34 lönd þar sem laun em lág og matur af skomum skammti. I þessu átaki er áhersla lögð á að vélvæða landbúnað, auka notkun áburðar og eiturefna, ásamt mikilli aukningu í notkun áveitu- vatns. Þetta átak hefur leitt til vem- legrar aukningar í matvælafram- leiðslu á flestum þessara svæða þar sem uppskera á hektara var mjög lítil og gamaldags tækni var enn beitt. En erfitt hefur reynst að auka framleiðni helstu nytjaplantna með því að beita venjulegum aðferðum við kynbætur. Þrátt fyrir að áburð- argjöf og áveituvatn sé aukið enn frekar, verður uppskeran á hektara ekki meiri og hefur í raun lítið auk- ist frá því í „Grænu byltingunni“ fyrir 30 ámm! Æ erfiðara virðist líka að verjast ýmsum pestum með aukinni eitumotkun því að örver- umar stökkbreytast líka og verða skæðari. Eina lausnin er því að finna betri tækni til að koma upp- skem á hektar úr 8-10 tonnum í 15- 20 tonn eða hærra, en það er talið nauðsynlegt til þess að unnt sé að tvöfalda fæðuframleiðslu heimsins. Það virðist ekki vera nóg að byggja á þeim genum sem fyrir hendi era í genabönkum sem starf- ræktir em víða um heim og geyma gífurlegan fjölda fræsýna af öllum tegundum nytjaplantna. Það þarf að leita að nýjum genum út fyrir tegundimar til að auka framleiðni og uppskerumagn á hektara. Aukin ásælni skaðvalda og auknar áhyggj- ur af mengun af völdum lyfja og eiturefna kallar á ný gen til að gera plöntumar sjálfar hæfari til að verj- ast slíkri áreitni án meiri notkunar mengandi eiturefna. Þá þarf að bæta hæfni plantna til að veijast þurrki og frosti og bæði súmm og söltum jarðvegi. Þar við má bæta að margar helstu matjurtategund- imar skortir mikilvæg næringar- efni, svo sem nauðsynlegar amínó- sýmr, fitusýmr og vítamín. Þörf er á að aðlaga þessar matjurtir betur að næringarþörfum mannsins þann- ig að hin ýmsu fæðubótaefni, sem flestir hinna þurfandi hafa hvort sem er ekki efni á að veita sér, yrðu óþörf. Þótt hægst hafi á árangri í hefð- bundnum jurtakynbótum, er alls ekki hægt að afskrifa þær sem mik- ilvæga leið til að bæta nytjaplöntur. Sömuleiðis sýnir reynslan af notkun geisla og sérstakra efna við að fram- kalla stökkbreytingar að enn er mik- ils að vænta frá þeim aðferðum. Arangur Kínveija við að innleiða kynblendingsræktun í hrísgrjónum er mjög athyglisverður og hefur leitt til vemlegrar uppskemaukningar. Eflaust mætti beita kynblendings- ræktun í mörgum öðmm tegundum nytjaplantna. Þó em aílar þessar aðferðir við jurtakynbætur tak- 24 - FREYR 6/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.