Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 13

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 13
Altalað á kaffistofunni Enginn sláttumaður Snemma á öldinni bjó í Kflakoti í Kelduhverfi Þórarinn Sveinsson, faðir Sveins Þórarinssonar, listmálara. Þórarinn hafði dvalist um skeið í Vopnafirði og var kallaður eftir það Tóni Vopni. Sjálfur taldi Skarðan drátt frá borði bar, barn að háttum glaður. Völl hann átti en hann var enginn sláttumaður. hann sig ekki mikinn búmann, en listamannseðli hans var ríkt. Eftirfarandi vísur, sem hann orti um sjálfan sig, eru til merkis um það. Axel, sem nefndur er í síðari vísunni, var Jónsson og bjó í Asi í Kelduhverfí. Axel hleypir blakknum brúna beint til hafs um freðinn reit. En Tóni Vopni teymir kúna töðulaus um þvera sveit. Nokkur atriði um meðferð á vallarfoxgrasi * Við góðar aðstæður er vallarfox- gras uppskerumikið. Það fer að verulegu leyti eftir meðferð tún- anna hvað það endist lengi. * Vallarforgras vex ágætlega í svolítið rökum jarðvegi, t.d. vel framræstri mýri. * Hlutdeild vallarfoxgrass í túnum minnkar yfirleitt með árunum. Þess vegna er það venjulega haft með öðrum grastegundum í grasfræblöndum til að þær geti tekið við þegar vallarfoxgrasið hverfur úr túnunum. * Hóflegur áburður hentar vallar- foxgrasi vel. Grasið þolir illa áburð á milli slátta. * Vallarfoxgras endist fremur illa í súrum jarðvegi. * Mikilvægt er við meðferð á vall- arfoxgrastúni að reyna að vemda rótarhnúðinn (laukinn) frá skemmdum. Þess vegna má ekki láta sláttutækin liggja mjög nærri, til að skemma ekki hnúð- inn. Best er að stubburinn eftir slátt sé minnst 5 cm. * Vallarfoxgrasið endist best ef túnið er aðeins slegið einu sinni á sumri og túnið er ekki beitt. * Vallarfoxgras þolir illa að slegið sé mjög snemma. Best er að slá eftir að það skríður en áður en það blómgast. Norðlæg yrki, sem em aðallega ræktuð á Is- landi, gefa litla há. * Ef annar sláttur er sleginn seint er hætt við að vallarfoxgrasið nái ekki að búa sig undir veturinn og grasið deyi. * Ef túnið er blautt er hætt við að stórgripir sparki vallarfoxgras- inu upp, vegna þess hve rótar- hnúðurinn liggur ofallega. * Umferð á þungum vélum á hjólbörðum með öflugum spyrnum getur rifið upp fjölda af vallarfoxgrasplöntum. Það er mest hætt á þessu ef túnið er blautt. Efnamagn í vallarfoxgrasi * Hæfilega sprottið vallarfoxgras er auðugt af kolvetnum og þess vegna orkuríkt og lostætt. * Próteinmagnið í vallarfoxgrasi er oftast mest um 10 dögum eftir skrið. * Við þurrkun á velli minnkar meltanlegt þurrefni vegna þess að blöðin rýrna. Stönglarnir varðveita næringu sína betur, t.d. í hrakningum. * I vallarfoxgrasi er minna af stein- efhum, t.d. fosfór, magníum og kalsíum, en í flestum öðmm nytja- grösum. Nauðsynlegt er að taka tillit til þess við fóðmn búfjár. Guðni Þorvaldsson (1994) hefur rannsakað ýmsa þætti sem hafa áhrif á gróðursamsetningu á fjölda túna í öllum landsfjórðungum. Hlutdeild vallarfoxgrass í túnum á Suðurlandi var 20,4%, á Vestur- landi 13,8%, á Vestfjörðum 12,0%, á Norðurlandi 10,4% og á Austur- landi 8,8%. Þessi munur er trúlega mest vegna mismunandi jarðvegs, aldurs túna og meðferðar. Þegar Guðmundar Böðvarssonar orti kvæðið „1943“ í miðju heims- stríði, huggaði hann sig og aðra með því að segja: Og víst mundi hlœjandi heilsa þér gróðursins nál og heimta þitt þrek, sér til liðs, á sinn mjúkláta hátt. Þó að ýmislegt bjáti á hjá ís- lenskum landbúnaði um þessar mundir er vonandi að bændur og aðrir landsmenn njóti þess að liðsinna „gróðursins nál“ á fýrsta vori nýs árþúsunds, eins og landsmenn gerðu með ýmsu móti á síðasta árþúsundi. Heimildir. Einar Helgason, 1899: Skýrsla um aðgjörðir og efnahag Búnaðarfélags Suðuramtsins 1898. Guðni Þorvaldsson, 1994: Gróður í íslenskum túnum. Ráðunautafundur 1994, bls. 214-219. Nytjaplöntur á íslandi 2000. Ritst.: Áslaug Helgadóttir. 16 bls. Magnús Stephensen, 1820: Klaustur- pósturinn, 3. árg. Steindór Steindórsson, 1978: íslensk plöntunöfn. Bókaútgáfa Menningar- sjóðs. 207 bls. Sturla Friðriksson, 1956: Grasa- og belgjurtategundir í íslenskum sáðtil- raunum. Rit Landbúnaðardeildar At- vinnudeildar Háskólans nr. 9. FREYR 6/2000 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.