Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 34

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 34
)- Tilraunir með endurvinnslu túna og notkun sands í mýrarjörð Tilraunir þær, sem hér er fjall- að um, voru gerðar á Hvann- eyri á árunum 1959-1975. Þær voru allar á túnum á þurrkuð- um mýrum. Viðfangsefni tilraun- anna voru mismunandi aðferðir við ræktun túna og viðbrögð við tún- ræktarvandamálum. Það hefur ekki verið skrifað neitt að ráði um þessar tilraunir áður. Niðurstöður annarra tilrauna, sem voru gerðar á þessum tíma, hafa verið taldar merkilegri og þess vegna hafa þessar niður- stöður legið á kistubotni. Þó að niðurstöðurnar séu gamlar telja höfundar samt sem áður að rétt sé að birta þær. Það verður þá e.t.v. til þess að minna á vandamál, sem menn voru að velta fyrir sér fyrir fjörutíu árum og eru enn að vefjast fyrir bændum og búvísindamönn- um landsins. Arin 1966-1970 voru köld og hafís oft við landið, þá var víða mikið kal í túnum á Vestur- landi. Niðurstöður þeirra tilrauna, sem hér er fjallað um, bera sumar með sér að þær voru gerðar á þess- um köldu árum. Endurvinnsla og endur- sáning í tún, tilraun nr. 165-65 ng 214-67 Þegar tún, sem ræktuð eru á framræstri mýri, verða nokkurra ára gömul breytist gróðurfarið venju- lega og oftast minnkar uppskeran. Oft er þetta vegna þess að skurðir gróa upp og þeir eru ekki hreinsað- ir, þess vegna verða túnin blaut. En fleira kemur til, t.d. að akstur á þungum tækjum á túninu er of mik- ill og að grösin, sem sáð hefur ver- ið, eru skammlíf eða þola ekki ís- lenskar aðstæður. I grein sem Ottar Geirsson (1973) skrifaði er fjallað um þær tilraunir 34 - FREYR 6/2000 eftir Óttar Geirsson, Bænda- samtökum íslands og Magnús Óskarsson frá Hvanneyri með endurvinnslu, sem þá þegar höfðu verið gerðar á Islandi. Þar segir: „Ástæðulaust er að vinna önnur tún en þau sem gefa af sér litla uppskeru. Áður en tún eru endurunnin verður að finna orsakir sprettuleysisins og bæta úr ef unnt er. Að öðrum kosti er hætt við að endurvinnslan verði unnin fyrir gíg-“ Hvað eftir annað hefur verið reynt að sá beint í grassvörðinn án þess að vinna landið nema mjög lít- ið og niðurstaðan hefur venjulga valdið vonbrigðum. Um rannsókn- ir sínar á endursáningu í tún segir Bjami Guðleifsson (1999): „Ár- angur ísáningar í túnsvörð við hefð- bundnar aðstæður er ófullnægjandi. Orsakavaldur lélegs árangurs er ekki bundinn við jarðveginn sjálf- an, heldur tengist hann sinu og skóf á jarðvegsyfirborðinu. Á þessu stigi er ekki ljóst hvort um er að ræða ofgnótt næringarefna, eitur- efni sem myndast við niðurbrot plöntuleifa eða lífrænt efni sem ill- gresi gefur frá sér. Líkur benda til að varpasveifgras gefi frá sér þessi eiturefni. Líkur benda til að ný tækni boði betri tíð. Grétar Einarsson og Lárus Pétursson (2000) hafa skýrt frá reynslu sinni af svonefndu DGI- tæki. Tækið er hannað til að fella búfjáráburð niður í jörðina. Þeir fé- lagar hafa reynt að blanda sáðvöru í búfjáráburðinn og sá fræjum um leið og þeir fella hann niður. Um það segja þeir: „Lausleg athugun var gerð með að blanda sáðvöru í mykju og fella niður í kalin tún. Bráðabirgðaniðurstaða er að „sán- ing“ með mykjunni virðist takast vel í kalblettum þar sem fræplönt- umar búa ekki við samkeppni, en of langt er á milli raða.“ Hér verður getið um tvær tilraun- ir, sem gerðar vom á Hvanneyri með endurvinnslu túna. Tilraun nr. 1. tafla. Tilraun nr. 165-65 með endursáningu túna. Uppskera hkg/ha þurrefni. Sáð í óbrotið land og herfað niður Túnið tætt með diskaherfi Ár Túnið óhreyft 21. maí 1965 12. júní 1965 1965 33,6 0 21,2 1966 37,1 37,1 38,3 Meðaltal: 35,4 18,6 29,8 ' I j

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.