Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 29

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 29
verð á matvælum og auðveldað fæðuöflun fyrir vaxandi mann- fjölda. Þessar kynbætur hafa verið byggðar á ræktun sérstakra erfða- eiginleika eða yfirfærslu á erfða- efnum á milli mjög skyldra teg- unda. Kynbætur með þessum hætti eru ekki sambærilegar við þá tækni sem nota má í dag til að breyta erfðaeiginleikum. Maðurinn býr nú yfir þekkingu til að flytja erfðaefni á milli óskyldra tegunda og þróa eiginleika sem eru algjörlega fram- andi í umhverfi viðkomandi lífveru. Til að mynda hafa verið færð erfða- efni úr lúðu yfir í tómata svo að þeir geti betur þolað kulda. Þetta skapar möguleika en er jafnframt afar vandasamt og hættulegt viðfangs- efni. Vanmetum ekki áhættuna Með breytingum af þessu tagi geta orðið til umbreyttar lífverur sem geta haft ýmis neikvæð áhrif á aðrar tegundir sem lifa í sama vist- kerfi. Þannig bárust nýlega af því fréttir að maís, sem hafði verið erfðabreytt í þeim tilgangi að ná fram sérstöku eiturefni sem væri banvænt skaðlegum skordýrum og gróðursettur var við tilraunastöð við Comell háskólann í Bandaríkj- unum, hafði valdið verulegum skaða á litríkum fiðrildum sem vom til mikils yndis6. Hið umtal- aða fyrirtæki Monsanto hefur þró- að erfðabreyttar plöntur sem em búnar þeim eiginleikum að þær þola eiturefnið Roundup sem mik- ið er notað til að eyða illgresi. Fram hafa komið vísbendingar sem gefa til kynna að erfðaefni geti færst yfir á illgresið sjálf þannig að það yrði ónæmt fyrir illgresiseyði. Þannig felast ýmsar gildrar í þess- um nýju vísindum sem verður að sneiða hjá. Og hjá þeim verður ein- ungis sneitt ef varúðarreglunni er beitt. Og varúðarreglan felur það í sér að umbreyttum lífvemm sé ekki hleypt út í umhverfið án mjög viðamikilla athugana á því hvaða áhrif breytingamar kunna að hafa. í stuttu máli tel ég að draga megi helstu áhættuatriði saman í eftirfar- andi þætti: * Fijókom bera erfðaefni til ann- arra plöntutegunda þar sem þau valda óæskilegum og hættuleg- um breytingum á eiginleikum þeirra. * Eiturefni, sem komið er í plöntur með erfðabreytingum, útrýma öðmm tegundum en þeim er ætl- að að eyða, t.d. með vegna út- breiðslu með fijókomum. * Eiturefni sem þróuð em í plönt- um berast út í jarðveg og safnast þar upp í hættulegu magni. * Ónæmi fyrir fúkkalyfjum yfir- færist yfir á hættulega sýkla. * Erfðabreyttar lífvemr útrýma náttúmlegum lífvemm. Einkaleyfi á erfðaefni En það er annað mikilvægt atriði sem vert er að hafa í huga. Ymis fyr- irtæki hafa eignast einkaleyfi á til- teknum erfðaeiginleikum. Fyrir bændur mun þetta fela í sér ýmsar takmarkanir. Svo gæti farið að sáð- kom mætti ekki fara í jörðu fyrr en greitt hefur verið gjald til þess fyrir- tækis sem á einkaleyfi á erfðaeigin- leikum viðkomandi tegundar. Þessari þróun hefur verið líkt við lénsfyrir- komulag. Er það réttlætanlegt að hægt sé að afla sér einkaleyfis á erfðaefni sem náttúran sjálf hefur skapað? Þess em dæmi að fyrirtæki eða rannsóknastofur hafi fundið sérstaka eiginleika í jurtum á tilteknu land- svæði og gert þá að sinni eign með einkaleyfi. Þróunarlönd hafi með þessum hætti verið ,/ænd“ erfðaefn- um7. I þessu sambandi er rétt að benda á „Samninginn um líffræði- lega fjölbreytni“ sem inniheldur ákvæði þess efhis að útflutningur á erfðaefhi skuli vera í samræmi við eignarrétt hugverka. Af þessu ákvæði væri eðlilegt að álykta að uppmnaland erfðaefhisins skuh njóta góðs af hugsanlegum ávinningi. Glæsivonir - en við höfum heyrt það áður Það má vissulega færa rök fyrir því að erfðabreyttar Kfvemr gefi ákveðnar vonir um góða tíð í land- búnaði til blessunar fyrir mannkyn- ið allt. Öflugri tegundir geta veitt góða uppskem við erfiðar aðstæður. Plöntur, sem þola ásókn aðskota- dýra og þurfa minni áburðargjöf, em góð forsenda fyrir lægra verði á matvælum. Dýr sem vaxa án sjúk- dóma gefa meiri afurðir. Við fyrstu sýn virðist þetta vera góður valkost- ur; meiri matur af minna landsvæði með minna eitri og tilbúnum áburði. En við verðum að taka þessu með fyrirvara. Reynslan er sú að nauðsynlegt er að fara afar varlega í þessum efnum. I því sambandi má benda á eftirfarandi atriði: * Nú þegar hefur komið hefur í ljós að tegundir geta verið í út- rýmingarhættu vegna umhverf- isáhrifa erfðabreyttra lífvera. * Meirihluti erfðabreytinga á líf- vemm í landbúnaði hafa miðað að því að gera tegundir þolnari gegn eiturefnum en ekki að draga úr þörf fyrir eiturefni. * Þegar CFC (kæliefni) kom til sögunnar árið 1940 datt engum í huga að notkun þess skaðaði osónlagið. 61 Upplýsingar um áhættuþætti byggjast á gögnum sem Norges Naturvemdforbund hefur tekið saman. 7) Dæmi um þetta er inka-hveitið sem er upprunnið í Andesfjöllunum. Þetta hveiti inniheldur meira prótein en hveiti almennt og það telst kostur. Rannsóknastofa Háskóla Colorado í Bandarikjunum greindi það erfðaefni sem veldur þessum eiginleika og hefur yfirfært hann í fleiri hveititegundir. Rannsóknarstofan hefur aflað sér einkaleyfis á þessu efni og hefur af því tekjur. Ekkert af þessum tekj- um skilar sér til bændanna sem í hundruðir ára hafa ræktað hveiti með þessum eiginleika í Andesfjöllum. FREYR 6/2000 - 29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.