Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 32

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 32
Leiðrétting við grein um gulrófur í Frey, 1. tbl. 96. árg. árið 2000, bls. 32-39 Lárus Helgason á Kálfafelli í Fljótshverfi hefur haft sam- band við undirritaðan og vill koma á framfæri leiðréttingu á því sem sagt var um Kálfafellsrófuna í áðumefndri grein. í greininni var sagt frá því að Búnaðarfélag Islands hefði sent rófuræktendum víða um land fræ af rússnesku rófunni Krasnöje sel- sköje vorin 1924-1926. Rússneska rófan naut vinsælda á þeim ámm og gaf góða raun í tilraunum. Rúmum 20 ámm síðar eða 1948 var svo Kálfafellsrófan fyrst reynd í til- raunum hjá Atvinnudeild Háskól- ans og taldist þá heimastofn frá Kálfafelli. I greininni var bent á að miðað við lýsingar sem fundist hafa á prenti hefur Kálfafellsrófunni svipað mjög til yrkisins Krasnöje selsköje. Báðar vom þær sagðar fremur smávaxnar, hnöttóttar, laus- ar við hliðarrætur og öðram rófum bragðbetri. Þær lágu jafnan djúpt í moldu og kálið var lítið og lá flatt á jörðu í kring. íslenska rófan, sem þá var algeng og nú er nefnd Ragnarsrófa, var og er gjörólík þessu. Hún vex talsvert ofanjarðar og kál- ið er upprétt og mikið. Á grandvelli þessa setti undirritaður fram þá til- gátu að Kálfafellsrófan ætti upprana sinn að rekja til fræsendinga Búnaðar- félagsins 1924-1926 og gæti verið rússneska róf- an nánast óbreytt. Láras segir aftur á móti að það sé fjarri lagi og við mun- um nú rekja uppruna Kálfafellsrófunnar og 1. mynd. eftir Jónatan Hermanns- son, tilrauna- stjóra M þann hluta af sögu hennar, sem vantaði í rófugreinina. Á Kálfafelli búa nú félagsbúi bræðumir Bergur og Láras Helga- synir. Faðir þeirra, Helgi Bergsson, fluttist að Kálfafelli frá Múlakoti á Síðu bam að aldri með foreldram sínum árið 1901. Hann átti heima á Kálfafelli æ síðan, en féll frá um aldur fram árið 1953. Synir hans tóku þá við búi. Lárasi segist svo frá að Helgi faðir hans hafi, þegar hann var 10 eða 12 ára, fundið eina rófu í garði og geymt hana og ræktað af henni Kálfafellsrófa á Korpu vorið 2000. fræ. Þetta telur Láras að hafi verið árið 1903 eða 1905. Afkomendur þessarar einu rófu vora svo ræktað- ar á Kálfafelli samfellt næstu áttatíu ár. í skýrslu Atvinnudeildarinnar frá 1948 var sagt að rófumar frá Kálfa- felli væra mjög kynhreinar og jafn- ar í öllum eiginleikum. Þetta segir Láras að megi sennilega þakka mjög ströngu úrvali á fræmæðram ár hvert. Þeir feðgar völdu rófur sem næst eftir hreðkulaginu, það er að segja hnöttóttar með eitt mjótt rótarskott niður úr rófunni og alfar- ið var sneitt hjá rófum með hliðar- rætur. Láras segir að rófumar sem sáust á myndum með margnefndri grein í Frey hefðu varla fengið náð fyrir augum þeirra dómara. Venju- lega vora fræmæðumar 10-12 á ári, en þó var um nokurra ára bil ræktað fræ til sölu, fáein kg á ári. Til marks um árgæsku fyrir og um miðja öldina má geta þess að á Kálfafelli var það föst venja að setja frærófur niður á sumardaginn fyrsta. Það átti við um árin frá því um 1930 og allt fram til 1963, skráð undantekning er þó kalda vorið 1949. Róf- umar höfðu verið grafn- ar í jörð að hausti og vora famar að ála nokk- uð þegar þær vora grafn- ar upp um sumarmál. Rófurnar vora látnar standa fram eftir septem- ber, en reynt að taka þær upp fyrir frost. Fræ var skorið þannig .að tekið var í njólann og rófunni kippt upp og öllu stung- 32 - FREYR 6/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.