Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 39

Freyr - 01.06.2000, Blaðsíða 39
C Búvélaprófanir ) Ár 1999 Nr. 706 DGI - niðurfellingartæki f/búfjáráburð Gerð: Moi DGI-6. Framleiðandi: ReBio AS Vika, Noregi. Innflytjandi: Ingvar Helgason hf Reykjavík. YFIRLIT Moi DGI-6 niðurfellingartæki fyrir búfjárburð kom til prófunar í júnímánuði 1998 og var reynt af Bútækni- deild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins fram á haustdaga 1999. Það var notað við útakstur á búfjár- áburði alls um 740 tonn við breytilegar aðstæður. Tæk- ið er einkum ætlað til niðurfellingar en einnig til flutnings og dreifingar á fremur þunnum búfjáráburði. Helstu hlutar þess eru 8000 lítra stáltankur sem hvílir á grind og 2 gúmmíhjólum og mykjudæla sem fest er á dráttar- beislið. Tækið vegur 2180 kg og er tengt ýmist í drátt- arkrók eða sveiflubeisli dráttarvélar. Niðurfellingarbún- aðurinn erfestur á burðargrind tanksins með hraðtengi- búnaði og þannig að fljótlegt er að aftengja hann og setja hefðbundinn búnað til yfirbreiðslu á tankinn. Hrað- tenging er einnig á börkum og vökvabúnaði. Búnaður- inn er með vökvatjökkum til að lyfta upp niðurfellingar- búnaðinum. Dælan er miðflóttaflsdæla með föstum aft- urbeygðum spöðum knúin frá aflúttaki dráttarvélar. Tvö hraðastig eru á dælunni miðað við fastan hraða á aflúr- taki. Dælan afkastar 2,0-2,4 m3/mín og er þrýstingurinn frá dælunni 5-10 bör. Vökvaúttök á dráttarvél með þrýstingi þurfa helst að vera þrjú, tvö bakrennslistengi og eitt sett með flotstillingu. Við niðurfellingu áburðarins þarf að gæta þess að sleðarnir hvíli af fullum þunga á jarðveginum þ.e. að vökvakerfið beri ekki hluta af þunga sleðanna uppi. Mykjudælan er látin vinna upp þann þrýsting sem óskað er eftir en getur hann getur þó takmarkast verulega af afli dráttarvélar. Gerðar voru athuganir á niðurfellingardýpt á fremur þéttu mýrartúni. Snið sem tekin voru í jarðveginn sýndu að mykjan fór niður á um 3-4 cm dýpt miðað við að þrýstingur frá dælu væri um 5 bör en notuð var 75 kW (100 hö) drátt- arvél. Magn áburðar var um 45m3/ha. Til að ná há- marksþrýstingi getur þurft að nota allt að 90 kW (120 hö) dráttarvél. Við niðurfellinguna kom fram að ef Avant framhald miðað við hefðbundnar aðferðir við gjafir. Það getur þó verið háð aðstæðum á hverjum stað. Nokkra leikni þarf við stjórnun vélarinnar og ætla má að það taki um vikutíma að ná viðunandi leikni þannig að afkastageta tækisins nýtist sem skyldi. Vélin var notuð í um 40 klst og komu engar meiri háttar bilanir fram á þeim tíma. Aðrar skýrslur varðandi gjafatækni eru m.a. nr. 530, 531,554, 562, 566, 596, 606, 613, 614, 669, og 682. Vermeer framhald þarf vel með afskröpurum á drifvölsum og stilla þá af og til. Vélin er með vökvalyftu á sópvindu og landhjól má fá sem aukabúnað. Engar bilanir komu fram og vél- in virðist traustbyggð og vönduð. Aðrar búvélaprófanir um rúllubindivélar eru m. a. nr. 538, 539, 540, 587, 601,604, 609, 616, 618, 619, 627, 642, 650, 663, 667, 674 og 702. DGI framhald yfirborðið er vel slétt fer mest allur áburðurinn undir yfirborðið. Afkastamælingar sýndu að nær helmingur tímans fer í akstur en niðurfellingin tekur aðeins um 0,5 mín á tonn. Nettó afköstin við sjálfa niðurfellinguna reyndust sem svara til um 7,2 tonn af þurrefni á klst miðað við 6% þurrefnisinnihald. Tækið er á belgmiklum dekkjum m.t.t. þunga á flatareiningu og á blautum spildum og var ekki hægt að sjá að það sporaði umfram dráttarvélarnar. Yfirleitt gekk viðstöðulaust að fella mykjuna niður þar sem hnífarnir sem hreinsa frá götunum á niðurfellingarmeiðunum gátu að jafnaði hreinsað frá þó að t.d. heyrusl væri í áburðinum. Öðru hvoru þarf þó að opna rennslisbúnaðinn og hreinsa hann af föstum aðskotahlutum. Engar teljandi bilanir komu fram á reynslutímanum. Aðrar skýrslur um mykjudreifara nr: 547, 551, 570, 584 og 634. Skýrslur um búvélaprófanir fást hjá: Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Bútæknideild Hvanneyri, 311 Borgarnes. Ábyrgðamaður: Grétar Einarsson. Sími: 437 0123. Myndsími: 437 0130. Heimasíða: www.rala.is/but netfang: but@rala.is FREYR 6/2000 - 39

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.