Freyr - 01.02.2003, Page 41
Skógrækt - ný búgrein á
íslandi
Skógrækt á jörðum bænda
hefur aukist mjög undan-
farin ár með tilkomu svo-
kallaðra landshlutabundinna
skógræktarverkefna. Þau star-
fa nú í öllum landshlutum og
eiga því bændur á landinu nú
jafna möguleika á að fá fram-
lög til skógræktar.
Upphaf ríkisstyrktrar nytja-
skógræktar á Islandi má rekja til
ársins 1970 þegar Fljótsdalsáætl-
un var samþykkt með lögum frá
alþingi. Markmiðið var að rækta
skóg í samvinnu við bændur í
Fljótsdal þar sem skógræktarskil-
yrði þóttu einna best á Islandi.
Þetta verkefni gekk það vel að
ástæða þótti til að gefa bændum á
fleiri stöðum á landinu tækifæri til
að taka þátt í svipuðu verkefni.
Árið 1983 voru samþykkt lög um
nytjaskógrækt á bújörðum en þau
gerðu ráð fyrir að landeigendur á
völdum stöðum á landinu, þar
sem skógræktarskilyrði væru
hvað hagstæðust, fengju framlög
til skógræktar.
Fljótlega komu í ljós jákvæð
áhrif þessara verkefna á land og
lýð þannig að stofnað var til verk-
efnisins Héraðsskóga með lögum
árið 1991. Það verkefni var viða-
meira en þau sem áður höfðu ver-
ið, landeigendur á héraði fengu
greiddan 97% af stofnkostnaði við
skógræktina þannig að bændur
gátu nú í fyrsta sinn á Islandi haft
atvinnu af því að rækta skóg á
jörðum sínum. Fljótt eftir stofhun
Héraðsskóga voru augljós þau já-
kvæðu áhrif sem verkefhið hafði á
byggðastyrkingu á svæðinu. Bú-
setuþróun í þeim hreppum sem
aðilar voru að verkefninu var já-
kvæð á sama tíma og fólksfækk-
un varð í öðrum sveitarfélögum á
Austurlandi.
Árið 1997 voru lög um Suður-
landsskóga samþykkt frá alþingi
og í kjölfarið lög um landshluta-
bundin skógræktarverkefni sem
heimiluðu landbúnaðarráðherra
að stofna til verkefna í öðrum
landshlutum. Norðurlandsskógar,
Vesturlandsskógar, Skjólskógar á
Vestfjörðum og Austurlandsskóg-
ar urðu síðan að veruleika árin
2000 og 2001.
Landshlutaverkefnin eru öll
sjálfstæðar einingar sem hafa þó
mikla og góða samvinnu sín á
milli svo og við Skógrækt ríkisins
og skógræktarfélögin í landinu.
efiir
Valgerði Jónsdóttur,
framkvæmda-
stjóra
Norðurlands-
skóga
Sumum kann að þykja það
óþarfi að hafa svo mörg verkefni í
stað þess að eitt verkefni væri yfir
allt landið. Rökin fyrir því að
verkefnin séu sjálfstæðar einingar
eru mörg og það hefúr sýnt sig á
þeim árum sem þau hafa starfað
að þetta fyrirkomulag virkar vel
og hefúr ekki í för með sér meiri
Skógræktarmenn framtiðarinnar. (Ljósm. Valgerður Jónsdóttir).
Freyr 1/2003 - 37 |