Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 42

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 42
40 ára greniskógur á Kúskerpi í Skagafirði. (Ljósm. Johan Holst). umsýslu eða yfirstjóm eins og sem skipuð er heimamönnum. sumir gætu ætlað. Það gerir það að verkum að ná- Hvert verkefni hefur sína stjóm lægð bænda við verkefnið verður V f •K' * ■ Vöxtulegur lerkiskógur. (Ljósm. Guðriður Baldvinsdóttir). meiri og gefur þeim ríkara tæki- færi til að taka þátt í mótun og framgangi verkefnanna. Einnig er það svo að aðstæður til skógræktar á landinu eru afar mismunandi þannig að uppbygg- ing og þróun hvers verkefnis fyrir sig hlýtur að mótast af þeim að- stæðum og áherslum sem henta í hverjum landshluta. Starfsmenn verkefnanna em nú samtals um 20 og flestir þeirra eru fagmenntaðir á sviði skógræktar eða garðyrkju. Starfsmennirnir skipta yfirleitt með sér verkum þannig að það er einn svokallaður svæðisstjóri í hverri sýslu eða yfir stærra svæði. Hlutverk þeirra er að leiðbeina bændum og landeig- endum við verklegar framkvæmd- ir skógræktarinnar, gera áætlanir, skipulag o.s.frv. Nálægt 600 jarð- ir á landinu em nú þátttakendur i landshlutaverkefnunum. Öflug byggðarverkefni Landeigendur, sem em þátttak- endur í landshlutaverkefnunum, fá framlög til skógræktar sem nema 97% af stofnkostnaði henn- ar. Þar með em talin vinnulaun við verkþætti eins og gróðursetningu, umhirðu og vörslu landsins. Bændur og búalið geta þannig haft tekjur af skógræktinni og er það að sjálfsögðu forsenda þess hversu öflug byggðaverkefni landshlutaverkefnin í skógrækt hafa sýnt sig vera. Þinglýstur samningur er gerður um skógræktina á milli landeig- anda og verkefnanna. Þegar skógurinn fer að skila arði rennur 15% af verðmæti hans aftur til ríkisins sem er skuldbundið til að nýta þá fjármuni aftur til skóg- ræktar. Landeigendur, sem áhuga hafa á að taka þátt í skógrækt á vegum landshlutaverkefnanna, byrja á því að sækja um inngöngu til við- komandi verkefhis. Starfsmenn | 38 - Freyr 1/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.