Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2003, Síða 7

Freyr - 01.10.2003, Síða 7
vond ár, eins og 1979, og árin á undan og eftir þeim. Við þær að- stæður bar það hæst í fóðurrækt að forðast heyleysi og þá spyija menn fyrst um magn en síðan um gæði. Hafa viðhorf bœnda til viðhalds og endurrœktunar túna breyst? Já, hér áður voru bændur ánægðastir með sín “eilífðartún”. Menn vissu þá hvað þeir höfðu en ekki hvað þeir fengju ef hróflað var við þeim. Reynslan af nýrækt- um var líka misjöfn, kunnáttan var lítil og ekki á markaði stofnar og tegundir túngrasa sem aðlagað- ar voru að íslensku veðurfari, þ.e. þoldu kulda og umhleypinga. Reyndar felur hugtakið “gamalt tún” í sér margt. Þannig er gamalt snarrótartún allt annað en gamalt tún með vallarsveifgrasi. Hið síð- amefnda er viðunandi en hitt ekki fyrir hámjólka kýr. Þó að sauðféð þurfi líka gott fóður þá er æski- legt hlutfall hágæðafóðurs og miðlungs fóðurs þar annað en fyr- ir kýmar. Hrossum dugar svo enn orkuminna fóður en sauðfénu. Endurrœktin er þannig e.t.v. ekki eins sjálfsögð hér og í nálæg- um löndum? Nei, en reyndar held ég að við ofmetum eitthvað endurræktunina í öðrum löndum. Ég kynntist því í Bretlandi að þar er lítill hluti af landi plægður upp árlega, enda er þar lögð áhersla á að beita landið. Vallarfoxgras, sem er vinsælasta grastegundin til fóðuröflunar hér á landi, á sér afar afmarkað út- breiðslusvæði. Það er ræktað í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og síðan um norðanverð Bandaríkin og Kanada. A Bretlandseyjum og á meginlandinu, þar með talin Danmörk, er íjölært rýgresi vin- sælasta grastegundin, bæði til sláttar og beitar. En er ekki athyglin líka farin að Ríkharð hefur yfirumsjón með jarðræktartilraunum á Hvanneyri. Hér er hann að slá tilraunareiti. (Ljósm. Magnús Óskarsson). beinast aó fjölœru rýgresi hér á landi? Jú, og þetta tengist þeim miklu breytingum sem eru að verða á jarðræktinni hjá okkur á síðari ár- um. Jafnframt því að komræktin kom til sögunnar þá hafa orðið miklar framfarir í jarðvinnslu. Þær framfarir greiða fyrir annarri ræktun. Rýgresi er ígildi grænfóð- urs. Ef það lifír af veturinn þá er það orðið tvíært eða fjölært græn- fóður en ef það deyr út þá er ekki hundrað í hættunni, landið er bara unnið upp og sáð í það aftur. Fyrir 30 ámm var það hins veg- ar meiriháttar áfall ef tún kól og ekki svigrúm til að taka neina áhættu. Núna er vandamálið hins vegar hvað á að gera við allar heyrúllumar sem eru fymdar milli ára. Eru möguleikar á að auka hlut beitarinnar í íslenskum búrekstri? Fyrir nokkmm árum rannsakaði ég hér á Hvanneyri áhrif vorbeitar og áburðartíma á sprettu. Niður- staðan var sú að ef lambám var beitt á tún á vorin þá fékkst um þremur ærfóðrum minna hey af hektara. Það þýddi að með slíkri beit þurfti stærri tún en ella. A hinn bóginn þrífast unglömb betur á túnbeit á vorin en á nokk- urri annarri beit. A tilraunabúinu á Hesti hafa menn gert fjöldann all- an af tilraunum með að beita á út- haga og að gefa úrvalshey með og láta bera snemma eða seint. Nið- urstaðan er sú að það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir túnbeit- ina, þ.e. að ær með unglömb gangi á nýgræðingi á túni. Getur þetta verið þáttur í því að létta álagi á afrétti? Nei, ekki beinlínis, því að féð er ekki haft það lengi á túninu. Hér um slóðir er fé rekið á affétt um viku til tíu daga af júlí. Þá em menn yfirleitt búnir að slá og það er kom- ið óyndi í féð sem er þá búið að vera nokkum tíma í úthaga og hím- ir við girðingar og horfir til fjalla. Norður á Ströndum veit ég dæmi þess að fé fer aldrei á tún heldur beint á úthaga eftir að það er borið og túnin aðeins lítillega beitt á haustin. Þar nást tveir slætt- ir af túnum, sem tiltölulega lítil, eða einn hektari fyrir hverjar 13 Freyr 8/2003 - 7 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.