Freyr - 01.10.2003, Side 9
taka svo til við rótina og skafa
hana niður í mold. Uppskera af
næpunni getur orðið mjög mikil
þar sem best lætur, jafnvel farið
yfir 100 hkg þe. á hektara.
I Bretlandi er fóðumæpan notuð
töluvert til vetrarbeitar fyrir sauð-
fé, en þar getur féð víða gengið úti
allan veturinn.
Nœpan til innifóðrunar?
Já, ég hef gert athugun á því að
taka næpuna upp til innifóðrunar.
Með grófri vinnumælingu kom í
ljós að það að taka næpuna upp og
henda henni upp á vagn tekur um
200 vinnustundir á hektara, sem
rímar alveg við sams konar
vinnumælingu í Norður-Noregi.
Eg hef svo prófað að geyma þær
í “bing”, skar af þeim kálið og lét
þær í fiskikar og geymdi þær
þannig. Þar kom í ljós að eftir þrjá
mánuði vom þær famar að linast
en vom óskemmdar.
Hefur veriö reynt að raðsá nœp-
unni með þaó í huga að vélvæða
upptökuna eins og gert er erlend-
is?
Já, ég hef aðeins reynt það en
ekki komist upp á lag með það.
Sáningin er vandasöm, annað
hvort þarf að hafa hæfilega langt á
milli fræjanna eða grisja raðimar
eftir að kálið er komið upp.
Mér virðist að það þurfi töluvert
átak til að innleiða vetrarfóðrun
með fóðumæpum. Það þarf nýjar
vélar, bæði sáðvélar og upptöku-
vélar, hentugar geymslur fyrir
næpumar og tækni við að brytja
þær og flytja fram á fóðurgang. Ef
veðrátta hér á landi er að hlýna má
vænta þess að það komi að því að
þetta skref verði stigið.
Ein aðferð til fóðmnar er svo-
kölluð heilfóðmn kúnna. Hún hef-
ur verið reynd hér á Hvanneyri og
felst í því að allt fóðrið er hakkað
og hrært saman í eina kássu, þ.e.
vothey, þurrhey og kjamfóður.
Hugmyndin bak við það er sú að
skepnan fái allt það fóður, sem
hún þarf, í einum skammti og fjöl-
breytnin verði tryggð. Þar mundi
henta vel að hafa næpumar með.
Að svo stöddu tel ég hins vegar
að nýting á næpum felist í því að
skepnan sæki hana út á akurinn.
Kornrækt
Kornrœkt?
Islenskur landbúnaður stendur í
mikilli þakkarskuld við þá sem
komið hafa innlendri komrækt á
það stig sem hún er nú komin. Þar
ber fyrst að nefna Klemenz á
Sámsstöðum, sem hóf nútíma
komrækt, og svo þá Þorvaldseyr-
arfeðga, Eggert og Ólaf, sem
héldu út öll kulda- og kalár á sein-
ni hluta síðustu aldar með sína
komrækt þangað til komræktar-
bylgjan hófst um 1980 með
Magnús Finnbogason á Lágafelli
og aðra Landeyinga í fararbroddi.
Síðan er óhætt að segja að Jón-
atan Hermannssyni og samstarfs-
fólki hans á RALA beri mikill
heiður fyrir það brautryðjenda-
starf, sem hann hefur unnið, bæði
í kynbótum koms og kynningu og
leiðbeiningum á öllum hliðum
ræktunarinnar.
Um 1990 er farið að gera dreifð-
ar tilraunir í æ fleiri héröðum og
landshlutum og komrækt breiðst
út í kjölfar þess. Bændur komu á
kynningardaga og sáu tilraunareit-
ina og hvemig mismunandi af-
brigði, ekki síst íslensk, stóðu sig.
Nú er farið reyna að rækta kom
vestur á Mýmm og norður í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu, sem fáir hefðu
trúað fyrir fáum ámm.
Hagkvœmni kornrœktar?
Þetta hefúr verið reiknað fram
og aftur og það fer mikið eftir
þeim forsendum sem menn gefa
sér. Bóndinn sjálfur hefúr svo sín-
ar eigin forsendur, hann getur t.d.
bara litið á komrækt sem áhuga-
verða og jafnvel skemmtilega til-
breytni í upphafi.
Hér á Hvanneyri hefúr verið
ræktað kom nú um nokkurt skeið,
en ráðsmaðurinn okkar, Guð-
mundur Hallgrímsson, segist ekki
vera að rækta kom, heldur hálm
undir hestana eða kálfana, sem
yrði annars að kaupa inn eða þá
kaupa hefilspæni í staðinn. Kom-
ið sjálft sé eiginlega bónus. Á
sama hátt var það mikil búbót fyr-
ir kombændur á Suðurlandi, þegar
þeir vom að byrja, að Flúðasvepp-
ur keypti hálminn af þeim.
Svo er það að byggið er einær
planta þannig að henni fylgir stöð-
ug jarðvinnsla. Þá gerir byggið
miklar kröfúr til jarðvegsins, svo
sem til framræslu og sýmstigs
hans. Auk þess þarf að vita hve
mikið köfnunarefni jarðvegurinn
losar á hverju ári. Menn þurfa
þannig að hafa meiri tilfinningu
en áður fyrir jarðveginum og
verða þannig meiri fagmenn í
jarðrækt heldur en við hefð-
bundna túnrækt. Þetta kemur síð-
an allri annarri ræktun til góða.
Hátt sýmstig og kölkun er vallar-
foxgrasi til hagsbóta, eykur upp-
skem og endingu, en er ekki eins
afgerandi um útkomuna og í
byggrækt.
Sérðu kornrœkt fyrir þér sem
stoðgrein við aðrar búgreinar
bóndans eða söluvöru?
Sem stoðgrein, en söluvöru
fyrst og ffernst í beinum viðskipt-
um milli bænda, þ.e. kombænda
og kúa-, svína- og fúglabænda,
og þá í beinni samkeppni við inn-
flutt kom, bæði um verð og gæði.
Mikið af íslensku komi er nú
votverkað í sekkjum eða tumum
og með própíonsýru. Það er ágæt
geymsluaðferð en sem verslunar-
vara er ömggara að þurrka það.
Ég spái því að þurrkun koms sæki
á og að það tengist aðgangi að
heitu vatni eða heimarafstöðvum.
Freyr 8/2003- 9 |