Freyr - 01.10.2003, Side 13
Ríkharð Brynjólfsson er fyrrverandi oddviti Borgarfjarðarbyggðar. "Hér á
Hvanneyri höfum við gangstéttir en þær eiga ekki við í sveitinni", segir hann
og bætir við: "i staðinn var ákveðið að allir bæir fengju Ijósastaur". (Ljósm.
Sverrir Heiðar Júliusson).
inn og með lítið prótein eins og
reitir sem hafa fengið lítið N, við
hliðina á reitum sem hafa fengið
mikið N og eru dökkgrænir? Reit-
imir sem fá skítinn eru ekki að
gefa mikla uppskeru af því að þeir
eru að fá mikið N. Það er eitthvað
annað.
Þegar tekin eru jarðvegssýni af
þessum reitum kemur í ljós að
þessi langvarandi notkun á sauð-
ataði hefur hækkað sýmstigið um
eitt stig, úr pH 4,2 upp í rúmlega
pH 5,0. Kalsíum- og magnesíum-
tölur í jarðveginum em eftir því
miklu hærri en það kemur líka
svipað magn af kalsíum með þríf-
osfatinu.
Af hverju breytist sýmstigið þar
sem skíturinn er borinn á? Og af
hverju vaxa plönturnar miklu
meira en köfnunarefhið segir til
um?
Hvað verðiir um sauðataðið í
tilrauninni, vinnst það ofan i
svörðinn?
Hluti af því fer burt við slátt og
rakstur en annað molnar smátt og
smátt ofan í jarðveginn.
Þú ert þó með spurningarnar en
ekki svörin?
Það hefur tvisvar verið reynt að
fínna einhver svör. Líneik Sæv-
arsdóttir tók þama jarðvegssýni
og hrakti úr þeim ánamaðka og
það var meira um ánamaðka í reit-
unum með skítinn, en ekki afger-
andi meiri.
Þröstur Aðalbjamarson var svo
með það verkefni að mæla öndun
í jarðvegi í einstökum tilraunalið-
um, en öndun er mælikvarði á líf
í jarðveginum eða m.ö.o. niður-
brjótanlegum lífrænum efnum.
Þar kom fram að það var meiri
lífsstarfsemi í reitunum sem fengu
skítinn en hinum, en ekki afger-
andi til að skýra sprettuna. Þessi
tilraun hefur þannig gefíð ýmsar
vísbendingar en jafnframt vakið
nýjar spumingar.
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Þú hefúr sinnt sveitarstjómar-
málum og gegnt starfí oddvita hér
í Borgarfjarðarbyggð þar sem er
að myndast byggðakjami hér á
Hvanneyri í grónu dreifbýlissveit-
arfélagi. Hvernig gengur að
byggja upp og reka þessa blöndu
af þéttbýli og dreifbýli?
Ég tel að það sé að mörgu leyti
mjög hagstætt. Sú togstreita sem
var áður milli þéttbýlis og dreifbýl-
is hefúr verið jöfnuð mikið hjá
okkur. Hér áður, fyrir nokkmm
áratugum, hefði það þótt skrýtið að
sveitafólk hefði sett böm sín í leik-
skóla. Nú er það alveg sjálfsagt.
í sveitarfélagi okkar eru leik-
skólar bæði hér á Hvanneyri.
Margt sveitafólk norfærir sé
þjónusta þeirra, bæði af því að
oft vinnur fólk á bæjunum meira
og minna utan heimilis og auk
þess er talið að bömin hafí gott af
því og það auki félagsþroska
þeirra. Með þessari breytingu
hefur dregið mjög úr þeirri tog-
streitu sem áður var til eða hún
horfið.
Vandamálið við sameiningu
sveitarfélaga er það hvemig á að
samræma þjónustu. Það er ljóst að
þjónusta sveitarfélagsins hér á
Hvanneyri þarf að vera önnur en
þjónustan uppi í Hálsasveit. Þar
reynir á hugmyndaflug sveitar-
stjómimar. Hér á Hvanneyri höf-
um við gangstéttir en þær eiga
ekki við í sveitinni. I staðinn var
ákveðið að allir sveitabæir fengju
ljósastaur á hlaðið hjá sér.
Er ekki hér í Borgarfjarðarsveit
að koma upp ný búsetugerð?
Jú, og það tengist töluvert bætt-
um samgöngum. Fólk búsett hér
sækir vinnu til Reykjavíkur og öf-
ugt og síðan gerist það að fólk úr
þéttbýli kaupir hér jarðir og bygg-
ir þær upp til annarrar starfsemi
en hefðbundins búrekstrar, t.d.
ferðaþjónustu.
Nemendur okkar aka sumir
daglega úr Mosfellsbænum og ut-
an af Akranesi. Fólk hér uppi í
dölunum sækir vinnu í Borgames.
M.E.
Freyr 8/2003 - 13 j