Freyr - 01.09.2002, Síða 7
Er orðið mikið um það hér um
slóðir að fólk stundi aðra vinnu
með sauðjjárrœkt?
Jóhanna: Já, mikill meirihluti
bænda hér gerir það, t.d. eru fá
heimili í þessari sveit sem hafa
tekjur eingöngu af sauðijárrækt.
Þeir sem búa til dala eiga afitur
erfiðara með að finna sér vinnu
með búskapnum.
Gunnar. Eg held að það sé
augljóst að sauðfjárrækt veitir
enga afkomu ein og sér.
Pálmi: Eg býst við því að í
framtíðinni verði sauðfjárrækt
hér á landi að mestu stunduð
með annarri vinnu og annari
tekjuöflun. Við getum t.d. hugs-
að okkur hversu margir bændur
hafa tekjur af laxveiðihlunnind-
um í þessu héraði. Þau styrkja
gífurlega mikið búsetu í Húna-
vatnssýslum.
Vormeðferð á fénu?
Jóhanna: Ær bera allar á húsi
og ekkert lamb fer ómarkað út úr
húsunum. Fyrst er beitt á tún og
gefið rúlluhey með, síðan er
lambfénu sleppt í úthaga og ekki
of mörgu í einu, eftir því sem
gróður tekur við sér. í kuldavori,
eins og nú, var ekki kominn
sauðgróður fyrr en um miðjan
júní. Því er ekið á afrétt um eða
upp úr mánaðamótum júní - júlí.
Haustmeðferð.
Gunnar: Lömbin eru alla jafn-
an sett á góða beit eftir að þau
koma af fjalli. Flest fá þau að-
gang að nýræktarspildum sem
eru í endurræktun á túninu. Sl.
vor sáðum við reyndar káli í tæp-
lega einn ha gagngert til haust-
beitar, en það hefúr ekki verið
gert hér í um 15 ár.
Fénu er ekið hingað heim úr
Auðkúlurétt en síðustu árin hafa
lömbin komið á undan og farið
beint á tún en æmar farið í út-
haga. Þá er búið að smala úthag-
Fjárhúsin á Akri (Freysmynd).
ann og taka lömbin frá, til að
sameina þau í hólf.
Jóhanna: Öll lömbin em vigt-
uð, um 80 gimbrar ómskoðaðar
og allt að 10 hrútlömb. Úr þeim
hópi er valið til ásetnings. Ráðu-
nautamir sjá um ómskoðunina.
Gunnar: Sláturdögum er svo
úthlutað fyrir fram í tvennu lagi,
og þeir færast til um eina viku ár
frá ári. Sl. haust vomm við t.d.
með fyrri afhendinguna í lok
september, en hina síðari rétt fyrir
hrútadaginn, sem er 25. október.
Þessir dagar riðluðust sl. haust
vegna þess að það fjölgaði slátur-
fé vegna Goða málsins. Eðlilega
vilja þeir sem stjóma sláturhús-
inu fá féð lengra að í tíma ef veð-
ur og færð skyldi spillast.
Veturinn?
Jóhanna: Við rýjum féð um
leið og það er tekið á hús, sem er
oftast fyrst í nóvember, til að ná
sem bestri ull. Við fáum mann til
að annast það og alrýjum allt
nema elstu æmar.
Við gefúm tvisvar á dag, ég sé
um fýrri gjöfina, en við sjáum
bæði um seinni gjöfína. Gefíð er
rúlluhey.
Gunnar: Eftir rúning er farið
að gefa fúllorðnu ánum örlítið
fískimjöl, þ.e. sem svarar 20 gr. á
dag. Lambgimbramar fá ekki
fiskimjöl fyrr en eftir fengitíð.
Við leiðum æmar undir hrút og
allt er bókað, jólin fara í þetta.
Við látum svo sæða árlega 15 -
20 ær og það hefúr gengið vel,
einkum eftir að við hættum að
nota svampa, núna halda þetta
65-70% ánna.
Sæðingamar hafa ekki endilega
skilað okkur því sem við höfúm
verið að sækjast eftir frá hrútun-
um, en þær hafa skilað góðri kyn-
blöndum, þ.e. nýju blóði í stofn-
inn. Sæðingalömbin standast hins
vegar ekkert endilega betri prófún
en heimalömbin haustið eftir. Það
sem þó er nýtt er að við emm
farin að nota meira lambhrúta á
fúllorðnu æmar en áður.
Rœktun fjárins hér á síðustu
öld?
Pálmi: Hér var skorið niður
vegna mæðiveiki árið 1948 og
Freyr 8/2002 - 7