Freyr - 01.09.2002, Síða 18
Nlðurstöður úr skýrslum f|ár-
ræktarfélaganna árlð 2001
Hér verður fram haldið frá
síðasta ári með að gera
grein fyrir niðurstöðum úr
skýrsluhaldi fjárræktarfélag-
anna innan árs frá því að
skýrsluári lýkur, þó að vitað sé að
ólokið sé uppgjöri á allmörgum
skýrslum frá haustinu 2001, sem
höfðu ekki enn borist til uppgjörs
í byrjun september 2002.
Niðurstöður eru hér kynntar og
birtar á sama formi og gert hefur
verið undanfarin ár. Þetta er gert
að ráðnum hug vegna þess að eitt
mikilvægasta hlutverk þessa yfír-
lits er að vera örugg töluleg
heimild fyrir þá sem hugsanlega
þurfa að nýta niðurstöðumar á
komandi árum. Við slíka vinnu er
mjög mikilsvert að geta treyst því
að tölulegar niðurstöður séu að
öllu leyti sambærilegar frá ári til
árs. Þetta er líka ein meginástæða
þess að allar upplýsingar um
kjötmagn í þessum skýrslum em
enn miðaðar við blautvigt. Það
heíur verið gmnnur skýrsluhalds-
ins síðustu tvo áratugina og var
hið almenna form á kjötvigt sem
bændur fengu úr sláturhúsi fyrir
einum áratug, þó að núorðið sé
þurrvigt að verða ríkjandi í slik-
um upplýsingum.
Nú er verið að vinna að heildar-
endurskoðun á skýrsluhaldskerfi
sauðfjárræktarinnar en ljóst er að
það verður í fyrsta lagi með nið-
urstöðum fyrir árið 2003 sem það
kerfi mun verða tekið í notkun.
Góðu heilli hefur aukist veru-
lega að bændur færi skýrsluhald
sitt í Fjárvísi og gögnin komið
þannig fullunnin til uppgjörs hjá
okkur. Láta mun nærri að fast að
helmingur upplýsinga fyrir árið
2001 hafi komið á þann hátt til
uppgjörs. Þessi breyting er að
öllu leyti mjög jákvæð. Ljóst er
að þegar bændur vinna skýrslu-
haldið sjálfir til fullnustu á þenn-
an hátt batnar vinnsla og gæði
gagna aukast enn.
Helstu fjölda- og meðaltalstölur
fyrir einstök félög er að finna í
töflu 1 sem er með sama formi og
verið hefur undanfarin ár. Þama
er að finna tölur fyrir 133 félög,
sem em hin sömu og árið áður.
Frávikið er það að félag sem á
síðasta ári birtist sem „Norður-
Þingeyinga“ hefur fallið út. Þama
var um að ræða skýrsluhald aðila
sem óskað hafði að standa utan
fjárræktarfélaganna. Með tilkomu
gæðastýringar hefur verið kveðið
á um að mögulegt skuli vera að fá
uppgjör fjárræktarfélaganna þó að
viðkomandi starfi þar ekki. Örfá
slík bú hafa komið með í skýrslu-
haldið á síðasta ári. Þessi bú
koma hvergi fram í þessum töflu
nema í landsmeðaltali. Þess vegna
mundu einhverjir uppgötva, ef
þeir tækju sig til að leggja saman
dálka um fjöldatölur, að landstöl-
umar stemma ekki við það sem
taflan sýnir. Skýringin er þessi.
Breyting þessi sýnist mér að geti
tæplega talist mjög æskileg.
Gæðastýringin er tvímælalaust
ætluð til að efla faglega stöðu
sauðfjárræktarinnar. Ég held að
það þurfi vart að vera nokkurt
vafamál að með starfi í félögun-
um eiga allir bændur að geta sótt
þangað ákveðinn faglegan styrk,
umfram það að standa utan þeir-
rar starfsemi. Það hlýtur ætíð að
efla hvem og einn að taka þátt í
virku starfí.
Tvær nafnabreytingar em á
starfandi félögum sem rétt er að
vekja athygli á. Sf. Þorkelshóls-
hrepps hefúr lagt af það nafh
(enda heyrir hreppurinn sögunni
til) og nefnist nú Sf. Víðdælinga.
Þá hafa félögin tvö sem áður vom
í Akrahreppi, Sf. Kári og Sf.
Frosti verið sameinuð og fékk hið
nýja félag nafnið Sf. Akrahrepps.
Uppgjör þetta nær til 1089
(1025) búa, sem er umtalsverð
fjölgun frá árinu áður og einhver
sú mesta sem nokkm sinni hefúr
orðið á félögunum. í greininni em
svigatölur ætíð sambærilegar tölur
úr uppgjöri frá haustinu 2000.
Fullorðnar ær í uppgjörinu em
198.160 (179.346), en þær vet-
urgömlu 39.625 (38.253).
Skýrslufærðar ær samtals em því
237.785 (217.599). Fjölgun á milli
ára er því um rúmlega 20 þúsund
ær. Þetta er mesta fjölgun sem
nokkm sinni hefúr orðið á
skýrslufærðum ám og hlýtur að
sjálfsögðu að vera mjög jákvæð
þróun. Það getur tæpast lengur
verið neitt álitamál að skipulegt
skýrsluhald er einn þáttur i fag-
lega virkum sauðfjárbúskap. Að
sjálfsögðu batnar búskapur ekkert
við það að féð sé skýrslufært.
Hins vegar er skipuleg upplýs-
| 18-Freyr 8/2002