Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2002, Síða 22

Freyr - 01.09.2002, Síða 22
Þátttaka árið 2001 Mynd 1. Hlutfallsleg þátttaka I skýrsluhaldlnu eftir héruðum árið 2001. ingaöflun og nýting þeirra upplýs- inga ómissandi þáttur í virkum rekstri, sem á að geta skilað fram- forum og árangri. Traust og öflugt ræktunarstarf verður ekki unnið nema fyrir hendi sé gott skýrslu- hald. í þeirri samkeppni, sem dilkakjötsffamleiðslan er við aðrar kjöttegundir, er lífsspursmál að unnið sé ræktunarstarf sem skilar ffamfömm líkt og gerist i allri annarri búfjárframleiðslu. Þörfin fyrir virkt og öflugt skýrsluhald er því í dag meiri en hún hefúr nokkru sinni verið. Þess vegna er nauðsynlegt að sjá ffamhald á þróun síðasta árs á næstu árum. Leiðrétting í yfirlitsskýrslu fjárræktarfé- laganna í 10. tbl. Freys 2001, bls. 11-13, slæddust inn villur. í töfluyfirskrift stendur skýrsluárið 1998-1999, en á að vera 1999-2000. Þá hafa nöfn á fjórum sauð- íjárræktarfélögum ruglast. Nr. 100 á að vera Eskifjarðar (en ekki Asauður), nr. 101 á að vera Asauður, (en ekki Breið- dæla), nr. 102 á að vera Breið- dæla (en ekki Beruneshrepps) og nr. 103 á að vera Berunes- hrepps, (en Geithellnahrepps fellur út). Ritstj. Fjárflestu SAUÐFJÁRRÆKTARFÉLÖGIN Fari svo ffarn sem horfir þá gæti Sf. Öxfirðinga þurft á næsta ári að láta af hendi áratuga stöðu sína sem fjárflesta félagið í landinu. Árið 2001 heldur það þessari stöðu naumlega, með 6.494 skýrslufærðar ær, en aðeins hárs- breidd ffá er Sf. Sveinsstaða- hrepps þar sem fjöldinn er 6.454 ær. Samtals 18 önnur félög hafa fleiri en þrjú þúsund ær skýrslu- færðar og eru þau: Sf. Stafholts- tungna 5.561, Sf. Þistill 5.437, Sf. Kolbeinsstaðahrepps 4.875 ær, Sf. Reykhólasveitar 4.376 ær, Sf. Vestur-ísfirðinga 4.257 ær, Sf. Von, Laxárdal 4.210 ær, Sf. Vopn- firðinga 3.871 á, Sf. Neisti, Dala- sýslu 3.868 ær, Sf. Jökull, Jökul- dal 3.837 ær, Sf. Ytri-Torfústaða- hrepps 3.763 ær, Sf. Staðarhrepps, Hrútafirði 3.712 ær, Sf. Stefhir 3.598 ær, Sf. Logi 3.412 ær, Sf. Svínavatnshrepps 3.343 ær, Sf. Hálshrepps 3.217 ær, Sf. Akra- hrepps 3.172 ær, Sf. Kirkjubóls- hrepps 3.132 ær og Sf. Lýtings- staðahrepps 3.073 ær. Félög sem eru orðin af þessari stærð eiga að hafa alla burði til að geta haldið uppi faglega virku starfi. Það sem vekur athygli við upptalningu á þessum fjárflestu félögum er að á listanum er ekki lengur að finna neitt félag á Suðurlandi. Vanhöld á ám frá haustnóttum til sauðburðar eru nánast þau sömu hlutfallslega árið 2001 og árið áður. Hjá fullorðnu ánum eru það þannig 2.036 ær (1.842), sem hverf úr tölu lifandi og af þeim veturgömlu eru 212 (201), sem hverfa þannig. Þegar fram- leiðsla eftir æmar er reiknuð koma þessar ær að sjálfsögðu þar hvergi við sögu. Eins og áður þá er hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldinu metin með því að bera saman fjölda á ásettum ám haustið 2000 og Qölda fúllorðinna skýrslufærðra áa. Eins og fram hefur komið er umtalsverð fjölgun á skýrslu- færðum ám og þar sem ekki er um fjölgun á fé í landinu að ræða þá hlýtur slíkt að mælast sem hlutfallsleg aukning. Reiknað á þennan hátt þá mælist þátttakan á árinu 2001 vera 53,1%, saman- borið við 46,2% árið áður. Það þarf tæpast að taka það fram að þetta er það langmesta sem nokkm sinni hefúr verið hér á landi og aukningin milli ára í raun feikilega mikil. Þessi aukn- ing kemur fram um allt land, góðu heilli, en samt mjög mis- mikið eftir svæðum. Athygli vek- ur að enn heldur áfram sú þróun, sem verið hefúr síðustu ár, að aukning er hvað mest þar sem þátttakan var mest fyrir. Af aug- ljósum ástæðum þá getur slík þróun ekki átt sér stað til margra ára. Þau tvö hémð sem mest skera sig úr með stórfellda aukn- ingu em Borgarfjarðarsýsla og Vestur-Húnavatnssýsla. I Borgar- firði var þetta starf ekki burðugt áður þannig að þar var af nógu að taka, og þrátt fyrir umtals- verða aukningu er þetta hérað enn hvað neðst á lista um hlut- fallslega þátttöku. í Vestur-Húna- vatnssýslu var þetta starf hins vegar mjög öflugt fyrir og nú er þátttaka þar orðin 66%. Eins og áður er sérstaða Norður-Þingey- | 22 - Freyr 8/2002

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.