Freyr - 01.09.2002, Síða 25
að jafnaði 2001 en árið áður og í
sýslum á austurhluta landsins er
lítill afurðamunur á milli ára þó
að yfirleitt séu afurðir örfáum
liundruðum gramma minni haust-
ið 2001 en 2000 eftir hverja á.
I samtals 11 félögum nær fram-
leiðsla eftir hverja á 30 kg af
dilkakjöti eftir ána og eru þau,
eins og vænta má, færri en árið
áður sem ná því marki en sumt
eru þetta félög með ffemur fáar
skýrslufærðar ær. Mestar eru af-
urðir í einu félagi að þessu sinni í
Sf. Vallahrepps þar sem eru 593
skýrslufærðar ær og þær eru að
skila til nytja að meðaltali 1,79
lambi að hausti og reiknuð kjöt-
framleiðsla eftir ána 34,4 kg.
Þetta félag hefur margoft áður
verið með feikilega miklar afurð-
ir eftir ána enda vænleika fjár í
Ölpum Austurlands viðbrugðið.
Enn meiri athygli hlýtur samt að
vekja niðurstaðan í Sf. Kirkju-
hvammshrepps. I þessu félagi,
þar sem eru á þriðja þúsund ær
skýrslufærðar, var feikimikil frjó-
semi eins og áður hefur komið
fram en vænleiki einnig fádæma
mikill þannig að ærin skilar að
meðaltali 33,1 kg af dilkakjöti að
hausti.
Afurðahæstu búin
Hópur framleiðenda sem er að
skila fádæma miklum afurðum er
orðinn mjög stór á hverju ári og
það voru samtals 238 skýrslu-
haldarar sem voru að framleiða
30 kg af dilkakjöti eða meira eftir
hverja á haustið 2000. í töflu 2 er
gefið yfirlit um allra efstu búin á
þessum lista. Þegar hann er skoð-
aður mætti halda að Vestlending-
ar hefðu tekið mjög alvarlega
brýningar í grein um skýrsluhald-
ið árið 2000 um hve langt Vest-
lendingar ættu í land með að geta
jafnað sig við sauðijárræktar-
ráðunaut sinn, en nú eru þrír
efstu á þessum lista bú á svæðinu
Tafla 2. Bú með haustið 2001 mest kjötmagn eftir skýrslufærða á
Tala Lömb til Kg
Nafn Heimili áa nytja pr./á
Þorvaldur Jónsson Innri-Skeljabrekku 10 200 45,2
Steinar Guöbrandsson Tröð 14 214 45,0
Aðalsteinn E. Jónsson Helluhóli 10 190 42,7
Eggert O. Levý Klömbrum 15 213 42,4
Þórður Guðmundsson Brautartungu 8 213 42,1
sem hafa skotið Lárusi ref fýrir
rass í framleiðslunni. Efstu búin
tvö, Innri-Skeljabrekka í Andakíl
og Tröð í Kolbeinsstaðahreppi,
eiga það sammerkt að á þeim
báðum eru nú aðeins 10 ær eftir í
framleiðslu, sem er úrval úr fjár-
stofni frá fyrri árum þegar á báð-
um þessum jörðum voru miklu
fleiri ær. Öllum þeim búum, sem
sjá má í þessari töflu, er það sam-
merkt að staðfesta með ótrúlegu
framleiðslumagni hjá hjörðum
sínum hvers íslenska sauðkindin
er megnuð þegar hún býr við frá-
bært atlæti.
Hið sama gildir að sjálfsögðu
ekki síður um búin sem sjá má í
yfirlitinu í töflu 3. Þar getur að
líta bú með 100 ær eða fleiri
skýrslufærðar sem skiluðu mestu
afurðum haustið 2001. Samtals
244 bú úr þeim flokki náðu því í
marki að framleiða 28 kg af
dilkakjöti eða meira efir hverja á
haustið 2001. Búin sem undan-
farin ár hafa haft fasta búsetu í
efstu sætum listans (Bergsstaðir
og Skjaldfonn) hafa að þessu
sinni hopað aðeins niður listann,
þó að vísu stutt.
Afurðahæsta búið á landinu í
hópi stærri búa er félagsbúið í
Lundi á Völlum en þar eru 299
ær sem skila að jafnaði 1,87
lambi til nytja og vænleiki er
með fádæmum þannig að reiknuð
framleiðsla er 36,9 kg af dilka-
Tafla 3. Bú með mest kjötmagn haustið 2001, þar sem 100 skýrslufærðar eftir skýrslufærða á eða fleiri ær voru
Tala Lömb til Kg
Nafn Heimili áa nytja pr./á
Félagsbúið Lundi 299 187 36,9
Ellert Gunnlaugsson Sauðá 350 196 36,2
Tryqgvi Egqertsson Gröf 196 186 35,7
Ingólfur Sveinsson Syðri-Kárastöðum 140 186 35,0
Gunnar og Doris Búðarnesi 173 183 35,0
Hjálmar og Guðlaug Bergsstöðum 306 187 34,8
Indriði og Lóa Skjaldfönn 234 185 34,7
Þorsteinn Kristjánsson Jökulsá 220 185 34,6
Ragnheiður Jónsdóttir Gestsstöðum 117 199 34,5
Heimir Ágústsson Sauðadalsá 315 195 34,3
Aðalsteinn Jónsson Klausturseli 260 200 34,2
Björn og Guðbrandur Smáhömrum 262 192 33,9
Bragi Guðbrandsson Heydalsá 168 194 33,8
Arnar og Kjartan (H) Brimnesi 121 192 33,5
Fjárbúiö Innri-Múla 202 176 33,4
Jón og Eiríkur Gýgjarhólskoti 252 185 33,3
Bjarni H. Jónsson Hóli 162 194 33,2
Kjartan og Sigrún Teigarseli I 228 200 33,0
Freyr 8/2002 - 25 |