Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 26

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 26
Afurðir veturgömlu ánna 2001 Mynd 5. Reiknað magn af dilkakjöti eftir hverja veturgamla á eftir héruðum haustið 2001. kjöti eftir hveija á. Þetta bú hefur um árabil, eða allt frá því að þar fóru fram ijárskipti fyrir rúmum áratug, ætíð verið í flokki afurða- mestu ijárbúa á landinu. Þá koma hin afurðamiklu fjárbú á Vatns- nesinu í röðum. A öllum þessum búum fer saman mikil frjósemi og feikimikill vænleiki dilka. I öðru sæti er Ellert Gunnlaugsson á Sauðá en hjá honum eru 350 ær að skila að jafnaði 36,2 kg af dilkakjöti, en þetta bú var i þriðja sæti árið 2000, þá með örlítið meira framleiðslumagn eftir ána. I þriðja sæti er síðan nágranni Ellerts, Tryggvi Eggertsson í Gröf, en hjá honum er fram- leiðsla eftir 196 ær að jafnaði 35,7 kg af kjöti. Því miður er skýrsluhaldið enn þannig að það er að fara i geitar- hús að leita ullar ef þar á að finna einhverjar bitastæðar upplýsingar um ullarframleiðslu. Að þessu sinni voru aðeins 395 ær á land- inu öllu sem höfðu skráðar upp- lýsingar um ullarþunga en hjá þeim var hann að meðaltali 2,83 kg (2,61). Eins og margoft hefúr verið bent á er öll umræða um mikla áherslu á ullarþætti i rækt- unarstarfmu allhjákátleg á meðan upplýsingagrunnur um þessa framleiðslu er eins og raun ber vitni. Niðurstöður kjötmatsins eru til umfjöllunar í sérstakri grein á öðrum stað í þessu blaði. Eins og áður hefur komið fram voru skýrslufærðar veturgamlar ær á árinu 2001 samtals 39.625. Eins og ætla má voru ásetnings- gimbramar haustið 2000 nokkru vænni en árið áður. Meðalþungi þeirra sem hafa þunga skráðan bæði um haustið og að vori er 41,9 kg (40,6). Þessir gemlingar em bærilega fóðraðir því að þeir þyngjast að meðaltali um 11,2 kg (11,4) yfir veturinn. Góðu heilli heldur áfram þróun síðustu ára með það að frjósemi gemlinganna fer vaxandi. Að meðaltali fæðast 0,85 lömb (0,82) eftir hvem gemling og til nytja að hausti koma 0,72 lömb (0,70). Þennan aukna lambaljöl- da má fyrst og fremst rekja til þess að gemlingum, sem hafðir eru geldir, fer hlutfallslega fækkandi, en hins vegar er frjó- semi þeirra sem eiga að bera lítt breytt. Þar vildu menn að sjálf- sögðu minnka enn hlutfall geldra gemlinga en mjög er misjafn hvort menn sækist eftir því að fá gemlinga tvílembda. Frekar skipting talnanna sýnir að 5.453 gemlingar eða 13,83% þeirra em hafðir geldir. Af þeim sem ætlað var að bera reyndust hins vegar 5.720 eða 16,84% geldir, 23.131 eða 68,11% þeirra, sem áttu að bera, áttu eitt lamb, tvílembdir voru 5.074 eða 14,94% en 35 þeirra áttu þrjú lömb eða 0,10% þeirra sem ætlað var að eiga lamb. Að vonum koma fram sömu breytingar í fallþunga gemlings- lambanna og lamba undan full- orðnu ánum. Þannig fengust haustið 2001 17,1 kg(17,4)af dilkakjöti eftir hverja veturgamla á sem var að skila lambi, en sök- um meiri ífjósemi en árið áður verður kjötmagnið eftir hvem vetrarfóðraðan gemling ívíð meira en árið áður eða 11,1 kg (11,0). Á mynd 5 er gefið yfírlit um framleiðslu gemlinganna haustið 2001 flokkað eftir hémðum. Þama er eins og ætíð umtalsverð- ur munur á milli héraða og hlut- fallslega miklu meiri en hjá full- orðnu ánum. Eins og áður em það Strandamenn og Vestur-Hún- vetningamir sem þama skipa toppinn og að teknu tilliti til þessa em framleiðsluyfirburðir í sauðfjárræktinni á þessum svæð- um enn meiri heldur en tölur um fúllorðnu æmar sýna. Minnst er ffamleiðslan í Mýrasýslu, eða 7,5 kg að meðaltali, eða meira en helmingi minni en hjá Stranda- mönnum. Þó að afúrðir vetur- gömlu ánna í Norður-Þingeyjar- sýslu hafí aukist talsvert á síðustu árum ffá því er var fyrir áratug, þá er hlutfall gemlinganna sem hafðir em lamblausir og eins hluti geldra meðal þeirra, sem ætlað er að bera, umtalsvert hærri en fyrir landið í heild. Þessu hljóta fjárbændur á þessu svæði að stefna að því að breyta á næstu ámm. Upplýsingar um ullarfram- leiðslu gemlinganna em viðlíka fátæklegar og fyrir fullorðnu æmar. Aðeins 139 þeirra hafa skráðan ullarþunga og er hann að meðaltali 2,12 kg (2,14). | 26 - Freyr 8/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.