Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2002, Side 29

Freyr - 01.09.2002, Side 29
Athugun á vetrareldl lamba á þremur bæjum í Skaftártungu Inngangur A undanfömum ámm hefur nokkuð færst í vöxt að sauðfjár- bændur ali lömb fram eftir vetri til framleiðslu á fersku kjöti eink- um fyrir jól og páska. Ahugi bænda á slíku eldi ræðst meðal annars af því að afurðastöðvar hafa boðið nokkru hærra verð fyrir lömbin á þessum árstimum heldur en í hefðbundinni slátur- tíð. Markaðsráð kindakjöts hefur sömuleiðis sfyrkt slíka fram- leiðslu nokkuð og útflutnings- skylda á þessum tímum hefur verið lág og jafnvel engin. A hinn bóginn er líka ljóst að kostnaður við framleiðslu sem þessa er nokkm meiri en við hefðbundna lambakjötsfram- leiðslu. Hey og þó sérstaklega kjamfóður er að jafhaði mun dýr- ara en það fóður sem beitin gefur. Auk þess þarf nokkurt vinnu- framlag og húsnæði til slíks eldis. Með því að rýja lömbin er þau koma inn má ná hluta þessa kostnaðar til baka. Það krefst þess þó að húsin séu vel einangr- uð og ekki má líða of stuttur tími milli rúnings og slátmnar. Af framansögðu má vera ljóst að ekki er sjálfgeftð að vetrareldi lamba skili bóndanum launum fyrir vinnu sína. Meðal þess sem ræður úrslitum um hver íjárhags- lega niðurstaðan verður er vaxt- arhraði lambanna og endanleg flokkun þeirra samkvæmt EUROP-kerfinu. Á þremur bæj- um í Skaftártungu hefur hausteldi lamba verið nokkuð stundað og reynslan m.a. verið sú að óþarf- lega mikil fitusöfnun hefur verið samfara þyngingu lambanna. Bændurnir, þeir Sigfús Sigurjóns- son á Borgarfelli, Jóhannes Ingi Ámason á Snæbýli 1 og Valur G. Oddsteinsson í Uthlíð, leituðu til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins um stuðning við verkefni sem hefði það að markmiði að meta verðmætaaukningu sláturlamba við innifóðrun að hausti og fram eftir vetri, og að kanna hugsanleg áhrif mismunandi fóðmnar á veljahlutfoll sláturlamba með hliðsjón af EUROP-kjötmatskerf- inu. Umræddur stuðningur fékkst og var athugunin gerð vet- urinn 2001-2002 á bæjunum þremur. Umsjón með fram- kvæmd verkefnisins hafði Fanney Ólöf Lámsdóttir, sauð- fjárræktarráðunautur hjá Búnað- arsambandi Suðurlands, en Jóhannes Sveinbjömsson á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins að- stoðaði við skipulag athugunar- innar og sá um lokaúrvinnslu gagna. Framkvæmd Á hverjum bæjanna þriggja var unnið eftir sama skipulagi, sem fól í sér að við upphaf athugunar- innar, síðari hluta októbermánað- ar, var 75 gimbrarlömbum á hverjum bæ skipt í fimm jafna hópa, 15 gimbrar í hverjum. eftir Jóhanncs Sveinbjörnsson, Rannsókna- stofnun landbún- aðarins og Fanneyju Ólöfu Lárusdóttur Búnaðar- sambandi Suðurlands Þessir hópar fengu eftirfarandi meðferð: 1. Viðmiðunarhópur, slátrað í upphafi. 2. Slátrað 3. desember, aldar á rúlluheyi og fiskimjöli. 3. Slátrað 3. desember, aldar á rúlluheyi og fóðurblöndu. 4. Slátrað 28. janúar, aldar á rúlluheyi og fiskimjöli. 5. Slátrað 28. janúar, aldar á rúlluheyi og fóðurblöndu. Hey var í öllum tilvikum gefið eftir átlyst en miðað var við að lömbin í fiskimjölsflokknum fengju 100 g af mjöli á dag en lömbin í fóðurblönduflokknum 250 g af mjöli á dag. Áætlað var að þetta gæfi um 30-35 g AAT/dag úr kjamfóðri i báðum tilvikum, en fóðurblönduhópur- inn fengi þá 0,15-0,20 FEm/dag Freyr 8/2002 - 29 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.