Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 39

Freyr - 01.09.2002, Blaðsíða 39
Norðra þar sem hlutfall er 120, 117 og 118 í þessum félögum. I Vestur-Húnavatnssýslu eru félögin í Sf. Staðarhrepps og Sf. Kirkju- hvammshrepps með hlutfallið 122 og meðaltal fyrir gerð í Sf. Kirkju- hvammshrepps er 8,75, sem er ótrúlegur árangur fyrir jafn mörg lömb og þar um ræðir, en óvíða hefiir verið stunduð um langt skeið jafit markviss ræktun, jafnhliða fyrir minni fitusöfhun, og þar og árangur augljós. í Sf. Víðdælinga er einnig mjög hagstætt hlutfall eða 119. í Skagafirði er talsvert mikill breytileiki í matinu eftir sveitum en hagstæðasta matið er þar í Sf. Staðarhrepps (118), Sf. Rípurhrepps (121) og Sf. Fljóta- hrepps (118). í Eyjafirði er eins og áður hagstæðasta matið í Sf. Frey með hlutfallið 118. Hagstæðasta hlutfall Á MATI í S-ÞlNG. Eins og ffam hefur komið þá er hagstæðasta hlutfall í matinu í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar er eins og áður umtalsverður sveitamun- ur. Toppinn skipa nú Sf. Ljósa- vatnshrepps og Sf. Reykjahrepps með 125, í Sf. Mývetninga er hlutfallið 124 og þar er meðaltalið í mati á gerð langsamlega hæst, í Sf. Aðaldæla og Sf. Reykdæla er hlutfallið 123 og 122 í Sf. Tjömesinga. Toppurinn er því vemlega þéttur þama. í Norður- Þingeyjarsýslu blasir við sami munur og áður, sem um leið er áreiðanlega að talsverðum hluta munur á milli slátursvæða. Hlut- fallið er eins og áður langsam- lega hæst í Sf. Keldhverfinga, sem em á öðm slátursvæði en hin fé- lögin þar, en þar er það 116. Eins og ffam hefúr komið er matið samt hagfelldara en haustið áður í allri sýslunni og aðeins Sf. Lang- nesinga nær ekki réttu hlutfalli, er með 96 sem er samt snöggtum betra hlutfall en haustið áður. Eins og ffam hefúr komið er hlutfallið í Múlasýslum umtalsvert lakara en á öðmm stöðum á land- inu og ekkert félag sem getur stát- að af umtalsvert hagstæri niður- stöðu. I félögunum niður á fjörð- um, þar sem féð er víða orðið ríga- vænt, er það um leið úr hófi feitt. I Austur-Skaftafellssýslu er hagstætt hlutfall eins og fram hefur komið og ekki mikill mun- ur á milli sveita nema í Sf. Nesja- hrepps þar sem hlutfallið er 126, sem er það næstbesta á landinu. I Vestur-Skaffafellssýslu kemur ekki fram neinn áberandi munur á milli sveita þegar miðað er við þennan samanburð. I Rangárvalla- sýslu er sveitamunur hins vegar mikill þar sem Sf. Jökull og Sf. Hnífill sýna langtum hagfelldastar niðurstöður. I Amessýslu er sveitamunurinn feikilega mikill. Þar er Sf. Stokkseyrarhrepps á toppinum með hlutfallið 127 og meðaltalið fyrir gerð er 9,60 í þessu félagi. Hér er að vísu um ffemur fáa dilka að ræða, en þama er að finna landsþekkt ræktunarbú i Brautartungu og Tóftum, sem hafa ffábærar niðurstöður í kjöt- mati. Einnig er mjög gott mat í Hraungerðishreppi, Skeiðum og Gnúpverjahreppi. Vestan Hvítár er hlutfallið með því slakasta, sem gerist á landinu. Lakasta kjötmat, þar sem um er að ræða umtals- verðan fjölda dilka, er í Sf. Barmi og ljóst að þar er mikið verk að vinna á komandi ámm. í sambandi við samanburð á hlutfalli gerðar og fitu í kjötmat- inu er áhugavert að bera það sem hér að framan er nefnt við niður- stöður frá tilraunabúinu á Hesti, en það er nú fyrsta sinni með í uppgjöri fjárræktarfélaganna. Þar er þetta hlutfall 142 og það er vel þekkt að það má að stómm hluta rekja til margviss ræktunarstarfs um áratuga skeið fyrir auknum vöðvum og minni fitu. BÚ MEÐ MESTA HOLDFYLLINGU Á FÉ I töflu 2 er gefið yfirlit um þau bú þar sem fyrir hendi er kjötmat að lágmarki 100 dilka haustið 2001 og þar sem meðaltal fyrir gerð er 8,50 eða hærra. Eins og vænta má er þama að sjá mörg af sömu búunum og þar hafa verið undanfarin ár. Toppurinn á þessum lista hafði verið sá sami þijú fyrstu árin eftir að nýja kjötmatið kom til, en nú verður þar á breyting. í efsta sætinu er haustið 2001 bú þeirra Hjálmars og Guðlaugar á Bergsstöðum á Vatnsnesi. Þar er kjötmat fyrir 495 dilka, sem em feikilega vænir eða 18,6 kg að meðaltali. Meðaltal fyrir gerð er þama 10,37 og fyrir fitu 7,57. Hlutfall þar á milli er því 137 eða með því besta sem gerist. Þetta bú þarf vart að kynna lesendum, það er þekkt um áratuga skeið sem eitt allra afurðamesta bú landsins. Fjárstofhinn er einnig orðinn þaul- ræktaður með ífábær kjötægði eins og þessar tölur sýna. Féð þama er að stofúi til ákaflega mikið orðið mótað af Hestfé með notkun sæð- inga síðustu tvo áratugina. Búið hjá Elvari Einarssyni á Syðra-Skörðugili, sem skipað hefúr toppinn undangengin þrjú ár, er nú í öðm sæti. Lömbin þar vom nokkm léttari haustið 2001 en árið áður og matið breytist að vonum í takti við það, en árang- urinn eins og áður frábær. Fjár- stofninn þar er eins og á Bergs- stöðum mjög mótaður af mikilli blöndun við Hestféð. I næstu sæt- unum koma síðan búið í Brautar- tungu við Stokkseyri og hjá Ægi Sigurgeirssyni í Stekkjardal. Þegar horft er á hlutfallið á milli gerðar og fitu í matinu á þeim 83 búum, sem eru á listan- um, þá em þau öll með þetta hlutfall 100 eða hærra og aðeins 10 af þeim ná þar ekki landsmeð- Framhald á bls. 43 Freyr 8/2002 - 39 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.