Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2002, Side 49

Freyr - 01.09.2002, Side 49
Arfi 99-873 er hrútur sem sameinar mikla kosti i lítilli fitu og góðri gerð. reyndar allt aðrar niðurstöður en þær einkunnir sem yfirleitt eru notaðar í fjárræktaruppgjöri hér á landi en það byggist undan- tekningarlaust á samanburði innan búsins. Þetta er hægt að gera vegna hinna víðtæku notk- unar á sæðingum í sauðfjárrækt hér á landi. Þannig verða í gögnunum gífurlega stórir af- kvæmahópar undan þessum hrútum dreifðir á íjölda búa. Auk þess samanstendur hrúta- hópurinn í landinu orðið af mjög stórum hálfbræðrahópum undan stöðvarhrútum. Þannig myndast mjög góðar tengingar á milli búanna. Þar til viðbótar kemur fé sem selt er til lífs á milli búa. Astæða er til þess að leggja á það áherslu að enn eru miklir möguleikar á að bæta þann gagnagrunn sem verið er að vinna með í sauðijárræktinni, með því að styrkja þann ættar- grunn sem þar er fyrir hendi. Þar er gífurlegt magn upplýs- inga sem hefur ekki komist til skila, einkum um sölufé. Allir, sem slíkar upplýsingar eiga, eru hvattir til að koma þeim á fram- færi. Annað atriði, sem útreikningar sem þessir taka tillit til og ástæða er til að nefna, er valpör- un. Þetta er atriði sem áreiðan- lega er í mörgum tilvikum að trufla niðurstöður í samanburði innan búa meira en menn hafa gert sér grein fyrir. Þetta þekkja hins vegar flestir íjárbændur mjög vel. I mörgum tilvikum er ekki um neitt markvisst val að ræða heldur þætti sem skapast af aðstæðum á búinu. Þar má benda á þætti eins og val með tilliti til skyldleika gripa innan búsins. Oft eru sóttir óskyldir hrútar sem notaðir eru á þá dætrahópa sem skyldastir eru heimahrútunum. Einnig er það vel þekkt að val undir hrúta á sér mjög oft stað með tilliti til aldurs ánna, þetta er allra best þekkt víða með gemlingana og tvævetlumar. Þessu til viðbótar kemur síðan að oft er markvisst valið undir tiltekna hrúta. Hér með greininni fylgja ÁII 00-868 gefur mjög litla fitusöfnun hjá afkvæmum sínum en um leið ágæta gerð. Freyr 8/2002 - 49 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.