Freyr - 01.09.2002, Síða 55
að minnka fitu á dilkum að af-
lestur fítumælinga verði skráður
á vigtarseðil. Fundurinn beinir
því til sláturleyfishafa að slíkir
möguleikar verði skoðaðir. Einn-
ig skorar fundurinn á slámrleyfís-
hafa að taka nú þegar upp notkun
EUROP - matskerfisins í öllu
sölukerfi dilkakjöts.“
Nýting á forriti fyrir
SKÝRSLUHALD í SAUÐFJÁRRÆKT
„Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 telur nauð-
synlegt að nýtt forrit fyrir afurða-
og ættarbókhald sauðfjár verði
þannig úr garði gert að hver
bóndi geti unnið með það óháð
nettengingu.“
Aukinn ullargæði
„Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 leggur
áherslu á að þrátt fyrir nokkra
verðlækkun ullar að undanfömu
sé mikilsvert að vinna að auknum
ullargæðum hrúta á sæðinga-
stöðvum og Hestsbúinu.“
Númerakerfi á sauðfé
í SAMRÆMI VIÐ
KYNBÓTASKÝRSLUHALD
„Aðalfundur Landssamtaka
sauðljárbænda 2002 leggur til
að við setningu merkingarreglu-
gerðar fyrir sauðfé verði byggt
á þeim númerakerfum sem
notuð hafa verið í kynbóta-
skýrsluhaldi hérlendis undan-
farna áratugi, bæði hvað varðar
lömb og fullorðið fé, í stað þess
að kosta til sérstaks númera-
kerfís og gagnagrunns óháð nú-
verandi númera- og skýrslu-
haldskerfum. Gera verður þá
kröfu að val verði um gerð
merkja, svo fremi þau uppfylli
lágmarkskröfur um útlit og end-
ingu. Einnig bendir fundurinn á
mikilvægi samþættingar þessar-
ar reglugerðar við gæðastýringu
í sauðQárrækt.“
Greiðslur til
AÐILDARFÉLAGA LS
, Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 leggur til, í
ljósi slæmrar fjárhagsstöðu LS, að
greiðsla til aðildarfélaga verði kr.
25.000 ár hvert og háð því að félö-
gin skili inn félagatali og hafi sent
fulltrúa á aðalfund samtakanna."
Breyting á yfirliti um fram-
LEIÐSLU OG SÖLU KINDAKJÖTS
„Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 felur stjóm
LS að beita sér fyrir því að í yfirl-
iti um ffamleiðslu og sölu búvara
verði haldið aðskildu kjöti sem
annars vegar er ætlað til sölu inn-
anlands og hins vegar erlendis.“
Bætt markaðssetning
KINDAKJÖTS
„Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 beinir því til
stjómar LS að hún geri allt sem í
hennar valdi stendur til að bæta
markaðssetningu kindakjöts því
ljóst er að enn skortir á vöru-
vöndun og að lambakjöt sé nógu
aðgengilegt fyrir kröfuharða
neytendur.“
Hreinsun á fjörum
„Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 bendir á að
þó að sauðfjárbændur séu vörslu-
menn lands og gæti þess af fullri
alúð sé fráleitt að ætlast til að
þeir annist hreinsun á fjömm
kringum landið nema til komi
greiðslur fyrir. Þörf fyrir hreinsun
stafar af mengun sjávar og því
eðlilegast að Umhverfisráðuneyt-
ið beri kostnað af henni.“
Bætur fyrir
SALMONELLUSÝKINGU
„Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 lýsir yfir
ftillum stuðningi við ábúendur að
Ríp í Hegranesi vegna afleiðinga
salmonellusýkingar í sauðfé.
Fundurinn felur stjóm LS og BÍ
að sjá um að fullar bætur verði
greiddar ábúendum verði greidd-
ar vegna tjónsins.
Ennfremur telur fundurinn
mjög brýnt að til sé aðgerðaáætl-
un sem gripið verði til ef slíkir
atburðir eiga sér stað.
Jafnframt ítrekar fundurinn
samþykkt sína frá síðasta ári
varðandi fækkun refa, minka og
flugvargs sem er liklegur orsaka-
valdur í þessu tilfelli.“
Breytingar á aðgengi
AÐ 0,7 REGLU
„Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 samþykkir
breytingu á aðgengi bænda í svo-
kallaða 0,7 reglu þannig að ein-
ungis með fækkun bústofns verði
mögulegt fyrir nýja aðila að
komast í 0,7 regluna. Enginn
keyptur beingreiðsluréttur eftir að
framsal var gefið frjálst, skapar
rétt til að vera í 0,7 reglunni.“
Samþykkt með 37 atkvœðum
gegn 1.
Breyting á gæðafyrningar-
ÞÆTTI SAUÐFJÁRSAMNINGS
„Aðalfiindur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 samþykkir
breytingu á gæðastýringaþætti
sauðfjársamning þannig að unnið
verði að því að einfalda gæða-
stýringakerfið og draga úr kost-
naði við skráningu og eftirlit
þannig að sem mest að því fjár-
magni sem fékkst frá ríkinu renni
til framleiðenda. I gæðahandbók
skal vera sem skylduskráning,
fjárbók, lyfjaskráning, áburðar-
notkun og uppskemmagn.“
Samþykkt með 41 atk\>æði gegn
1.
Frestun á tilfærslu frá bein-
GREIÐSLUM TIL ÁLAGSGREIÐSLNA
„Aðalfundur Landssamtaka
Framhald á bls. 4 7.
Freyr 8/2002 - 55 j