Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1950, Side 10

Skátablaðið - 01.12.1950, Side 10
+ nei, fyrirgefið, ekki vöggn heldur hálmfleti srnásveins, sem hafði verið úthýst, áður en hann fæddist. Stjarnan og barnið það varð ekki aðskilið. Hún Ijómaði yfir brám þess, lýsti úr augum þess, logaði heit og heið í skinandi brosiriu um lítinn rnunn, með rauðum flosmjúkum vörum. Og þess vegna nárnu sþekingarnir og smalarnir staðar við rekkju drengs- ins. Þeir báru frarn gjafir, þeir liveiktu Ijós, sungu fagnaðarsöngva. Fyrstu jólagjafirnar, fyrstu jólaljósin, fyrstu jólalögin. Svo sneru þeir heirnleiðis og bentu öðrum á stjörnuna. Þeir fóru heim i höll kóngsins, inn i musteri prestsins, inn i skrauthýsi auðmannsins, en þeir sáu ekki neitt af dýrð stjörnunnar. Þeir sáu einungis sina eigin dýrð. Speking- arnir fóru til fólksins, sem var að vinna og sögðu því frá stjörnunni fögru, en fólkið var svo þreytt, að það sá heldur ekki neitt. Þá fóru þeir til barnanna, og þau sáu stjörnuna strax. Það var heldur ekki svo mikill vandi, þvi að hún Ijómaði, ef vel var aðgcett úr þeirra eigin augum, geislaði i þeirra eigin brosum. Og börn- in fóru inn i hallirnar, musterin og skrauthýsin, og þó fóru enn fleiri inn í hreysi fátceka fólksins. Og þau sögðu öllum frá stjörnunni, stjörnu, sem vceri bœði björt og hlý, en ekki eins og köldu, litlu stjörnurnar úti í geimnum bláa. Og þegar fólkið horfði i augu barnanna þá trúði það. Meira að segja prestur- inn i musterinu, sem hafði þó aldrei séð aðrar stjörnur en þcer sem voru mál- aðar uppi i þakhvelfingunni, og kóngurinn, sem hafði bara séð stjörnurnar í kórónunni sinni. Eða riki maðurinn, hann trúði börnunum lika, þó einu stjörn- urnar, sem hann þekkti væru glamparnir i rauða gullinu hans. En fátæka fólk- ið sá Ijóma stjörnunnar i brosi barnanna sjálfra. Og þá urðu allir svo glaðir. Ljós voru kveikt. Lítil titrandi kertaljós, svo blið og hlý, að maður fékk tár i augun af gleði yfir Ijúfri fegurð þeirra. Gjafir voru gefnar, svo að allir skyldu fá óskir sinar uppfylltar. Sálmar voru sungnir, svo himininn gæti hlustað á gleði jarðarinnar. Það voru jól. Og svo voru haldin jól aftur og aftur i ár og aldir. Alltaf voru kveikt Ijós, gefnar gjafir og sungnir sálmar. En loksins voru börnin farin að spyrja: Mamrna, af hverju er þetta gjört? En mamma vissi ekkert með vissu um það, sagði bara: Af þvi að nú eru. jól. Það hafði alveg gleymzt að hugsa um jólastjörnuna, sem blikaði við jötu litla drengsins, sem hét Jesús, af því að liann getur frelsað mennina frá myrkrinu og stormunum. Jesús þýðir frelsari. Og svo urðu stríð og styrjaldir af því að mennirnir hugsuðu bara um sínar eigin stjörnur og köldu, fjarlægu stjörnurnar, en gleymdu stjörnu kærleikans og réttlætisins, sem logar i eilifri spurn úr augum hvers barns, sem fæðist. En þó heldur hún enn áfram að skina. Bros jólastjörnunnar blessar yfir kónginn, sem á sinar stjörnur i kórónunni sinni, prestinn með tilbúnu stjörnurnar sinar i hvelfingunni og gull- stjörnur áuðkýfingsins. En það bros verður þeim ekki blessun, sem nær til 90 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.