Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1950, Page 12

Skátablaðið - 01.12.1950, Page 12
HELGI TÓMASSON, skátahöfðingi: Þegar skátafélagsskapurinn var að hefja göngu sína, voru útiæfingar einn megin þátturinn í æfingakerfinu — flokkar, sveit- ir og heil félög héldu fundi, útiæfingar, fóru í ieiki og lengri og skemmri ferðalög, aðallega gönguferðir. Gönguferðirnar voru fyrst og fremst farnar um bæinn og nágrenni hans. Flokkurinn — hópurinn samþjálfað- ist, menn kynntust vel og urðu að taka sameiginlega öllu, sem að höndum bar. Menn kynntust nágrenni sínu og sáu oft marga skemmtilega hluti svo að segja í hlaðvarpanum. Timarnir breytast og ný samgöngutæki gerðu mönnum auðveldara að komast lang- ar leiðir á skömmum tíma, að vísu oft aðcins fyrir mikla peninga. Skátarnir hafa að nokkru fylgt almennu þróuninni á þessu sviði. Sára fáir fara nú gangandi um nágrenní bæjarins, en fjöld- inn allur fer í langferðir um landið í bif- reiðum. Þekking manna á landinu verður yfirborðskenndari, menn sjá í stórum drátt- um hvernig þetta eða hitt héraðið eða sveitin lítur út. Þetta hefur þá almennu þýðingu, að nrenn venjast af því að gefa gaum smá- atriðum í daglegu lífi, menn venjast af nákvæmni og því að kryfja hluti til mergj- ar, en venjast frekar á yfirborðsmennsku. En henni geta síðan auðveldlega fylgt ýmsir aðrir miður heppilegir eiginleikar, eins og lærmgar fyrst og fremst það, að vilja ekki horfast í augu við erfiðleika daglegs lífs, menn slá þeim frá sér, hylja sig bak við reyk sigarett- unnar eða deyfa dómgreindina með áfengi og bjóða þannig heim kæruleysi. Af yfirborðsmennskunni leiðir einnig, að menn vilja ekki gera neinar kröfur til sjálfs sín, svo teljandi sé, heldur heimta af öðrum. En því aðeins hefur ísland getað verið byggt, að margir góðir menn, karlar og konur, hafa lagt sig í lima, hafa reynt eftir megni að gera það sem þeir hafa getað, og þá fyrst og fremst gera kröfur til sjálfra sín. Skátafélagsskapurinn vill reyna að hjálpa unglingunum til þess að verða nýtir borg- arar, til þess að verða betri synir og dætur íslands en þeir ella hefðu orðið. Hann má því ekki missa sjónir á einni megin-starfsaðferð sinni — útiverunni. En útiæfingar skáta hafa mjög farið minnk- andi. Mér virðist knýjandi nauðsyn á því, að öll skátafélög taki upp útistörf, sem megin- störf, að menn fari að hafa mun meiri úti- æfingar en verið hefur. Upp á síðkastið mætir maður svo að segja aldrei skátaflokk útivið. Ég skora á flokksforingja að taka upp utiæfingar, hvernig sem viðrar. fsland tek- ur ekki börn sín neinum vettlingatökum. 92 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.